Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1945, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.08.1945, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 og talið var að ekki væri gott að reita hann til reiði. Formenn sóttust eftir því að fá hann í skipsrúm lijá sér, vegna liins afburða þreks, sem hann liafði yfir að ráða. Hann var talinn að vera á móti fjórum sæmi- lega duglegum mönnum, ef i harðbakka sló. Hann réri vaíra- lega tvíára á fremstu þóftu, þegar barningur var. Þá þótti ganga vel. Þetta umrædda háust var almennt róið úr þorpinu, sumir fóru stidt, aðrir langt. Sjósókninni var liagað eftir mannafla á bátunum. Langt fór sá hátur, sem Guðvarður var háseti á. Formaður hans treysti á liandleggjaorku hans. Fiskafli var með ágætum þetta umrædda haust, svo að menn sóttu djarflega. — Allir vildu ná sem mestum fiski á meðan gæftir héldust og tíðar- far var gott. Veður var stillt þennan morgun, en þungbúið í lofti. Þegar leið á daginn fór að hvessa. Það var aflandsvind- ur. Allir bátar fóru til lands nema Sveinn, formaður Guð- varðar. Ilann sat úti á miðum þangað til fjórir menn höfðu ekki áfram i andófinu. Þá var sest undir árar. Allir höfðu haldfæri. Guðvarður tók árar sinar, sem kallaðar voru „lurk- ar“ og setlist á andófsþóftuna. Ilann lét sterka skorðu við tvö hönd í bátnum og sparn þar við fótum. Var þá tekinn landróðurinn Sveinn sat við stýrið. Hann sá að Guðvarður var ekki farinn að taka bakföll við róðurinn, réri aðeins þétt. Eftir klukkustundar róður fór Sveinn að hvila þá sem réru, annar maður var laus, svo að liægt var að hvila tvo í einu. Það var húið að hvíla fjóra, en þegar kom að Guðvarði, vildi liann enga hvild. Hann sagðist ekki vera farinn að róa nema hálfan róður ennþá, svo að hvíld væri óþörf fyrir ■ig. Báturinn skoppaði á öldu- hryggjunum og livítir fossar flæddu út frá brjóstum hans. Þeir nálguðust landið óðum. Hvikan varð æ minni, en veðr- ið óx að sama skapi. Loks var komið gufurok. Sveinn tók þá eftir því að Guðvarður var far- inn að leggjast á hakið við livert áratog. Hann var orðinn rauður í andliti. Vöðvarnir á handleggjum lians sáust glöggt. Hann var kominn á skyrtuna. Árarnar svignuðu í höndum hans eins og fjaðrir, en voru þó svo sterkar, að öðrum fund- ust þær ekki bærar á borðum. — Vægðu árunum, Varði, kall aði Sveinn. — Ekkert svar. - Hann kallaði í annað sinn. Það. kall lcorn of seint, önnur árin hrökk í tvennt. Blaðið flaul aftur með skutnum. Sveinn greip gogg og'hjó í blaðið og innbyrti það. Guðvarður skutl- aði hinu hrotinu milli manna aftur að bitanum og um leið þreif hann ár úr hönduni næsta manns. Sveinn rétti hinum vara ár. Var svo tekin skorða og bundin, sem spelkur og sívaf- in með st'erku snærj. Þeir reyndu hana og þoldi hún átök þeirra. Þá lirökk árin í sundur i liendi Guðvarðar. Hann lienti brotinu. —Fáið mér liina, sagði hann fljótt. Meðan stansinn varð, hrakti bátinn um nokkra faðma aftur á bak. Þegar Varði lagðist á ný óx skriður bátsins, enda var stutt í lendinguna. Menn stóðu í fjörunni og horfðu á jötun- inn á fremstu þóftunni. Hann þeytti hátnum áfram við hvert áratak. Síðustu átökin á árun- um voru sist miiini en þan fyrstu. Báturinn var settur i gott var og búið vél uin Inmn. Eftir það gengu þeir heim í sjóbúð sína og tóku sér bita. Allir voru þeir hálf uppgefnir en ekkert sásl á Varða. Hann kvartaði ekki um stirðleika í handleggjunum eins og hinir. Þegar Sveinn för útúr sjóbúð- inni, og hásetar hans til þess að skifta aflanum, réðust fjórir öflátungar á Guðvarð. Þeir sögðu að nú væri best að sjá hvort tíánn væri eins hraustur og af væri látið. Hann var illa fyrir tusk kallaður, þrekaður af róðrinum og barningnum en þeir óþreyttir. En hann varð að sjá borgið sóma sínum og frægðárorði. Þeir ruku allir á hann í einu. Hann tók tvo sinn í hyora hendi 'og varpaði þeim lil jarðar, og hinum á eftir. Svo hclt hann þeim niðri. Þá komu tveir og vildu hjálpa félögum sínum. Ifann gerði þeim sömu skil.. Þeir bættust við í hrúguna, enda var hann orðinn rciður. Fleiri vildu þá veita honum aðsúg, en Svein harðhannaði slíkt at- hæfi. Þeir væru ekki búnir að sjá það hvernig þessi leikur endaði, ef Guðvarður reiddist fyrir alvöru. Varði stóð á fæt- ur og fylgdist með formanni sínum. Þá voru hinir staðnir á fætur og hlupu á eftir þeim. Þrír réðust á ný að Guðvarði og hörðu hann heljar hög'g. Hann snerist að þeim sótrauður og öskuvondur og þreif i axl- ir eins þeirra og barði liina með honum. Allir flýðu frá heljarmenninu. Á sliku áttu þeir ekki von. Sá sem liann hafði fvrir barefli var upphafs- maður að illindunum, síðast sendi hann hann langar leiðir frá sér. Maðurinn varð aumingi alla æfi eftir þessa viðureign, varð að ganga við tvo slafi vegna máttleysis i fótunum. Guðvarður var kærður fyrir meðferðina á manngarminum, en dómsvaldið dæmdi hann sýknan af öllu. Hann hefði að- eins varið hendnr sínar Ojg' sóma sinn. Sökin væri öll hjá hinum. Þetta atvik hafði þau eftirköst að hraustmennið mikla gerðist þunglyndur og fáskift- inn, vildi sem minnst vera í annara félagsskap. Að síðustu gerðist liann einsetumaður i kofa sínum sem áður var get- ið. Þar kynntist ég honum, þá sjötugum en karlmannlegum og heljarmenni eins og liann var til siðasta dags. Nú er lietjan fallin í valinn. Kvarnarhljóðið þagnað. Hæg- látu orðin haíis hætt að hljóma í eyrum manna. Hin djúpvitru og spöku viðvörunarorð lil ung- linganna hevra.st ekki óftar. Þau voru gleymd og maðurinn með. Moldin ein gevmir hans liraustu bein. Leiðið lians lága en varla sjáanlegt. Það er að verða grasivaxin þúfa í norð- vesturhorni kirkjugarðsins i sveitinni þar sem jötunninn ólst upp. Enginn steinn var reistur yfir þennan hrausta og einkenni lega mann. Þannig er með þá, sem verða fyrir olnhogaskotum fjöldans, vegna vanþekkingar og ýmissa annara mistaka. Hans hefir aldrei verið minnst fyrr, en minningin um mikilmennið og afrek hans, niun lengi lifa í hugum allra þeirra, sem kvnni höfðu af honum. Guðvarður kunni ekki að kvarta — hann har einn sinn harm, og alll silt böl :— Nei, ónei — hann sýndi engum heiftarskap. Hann var hetja lil hinstu stundar. Eg er eins og grasið, sagði hann. Þegar sláttumaðurinn kem- ur verð ég að falla. EMILE ZOLA, franska skáldið fræga var i mörg ár haldinn sífeldum ótta við að kafna. Og að lokum beið hann bana af kolsýrlingseitrun, sem stafaði af því að loftrásin í ofni hans hafði stifl- ast. HÁLFGERÐ HIMNAFÖR. Þessi mg.nd er ár bók Sven Tiircks ,,Jeg þúaði andanaog sýnir miðil, sém svifur í loftinn, en lækkar »vo flugið og lendir í mestu rólegheitum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.