Fálkinn - 17.08.1945, Blaðsíða 10
10
F A L K I N N
VNCtfftf
U/KNbtfRNIK
Ferðin. til Leikfangalands
Bent var orðinn stór — finim ára.
„í gær var ég bara barn,“ sagði
hann þegar hann vaknaði á afmælis-
daginn sinn, ,,í gær var ég bara
fjögurra ára, en i dag er ég fimm!“
Hann var eiginlega hissa á þvi,
að hann skyldi ekki hafa stækkað
síðan í gær, að liugsa sér: liann
komst í fötin sin!
En hann gleymdi þessu alveg þeg-
ar hringt var og pósturinn kom með
böggul.
„Hann er til herra Bent Möller!“
sagði góði pósturinn. „Eg vil helst
afhenda herra Möller sjálfum bögg-
ulinn!“
Svo kom Bent og tók við bögglin-
um, hann var stór og þungur.
Bent settist og fór að taka utan
af honum umbúðirnar — hvað
skyldi nú vera innan í?
Bent átti mikið af leikföngum,
en vænst Jtótti lionum um Tjimm-
tjimm trúð, og hestinn, sem hét
Grani. Tjimm hét þessu nafni af því
að hann var með málmþynnur á
höndunum og þegar stutt var á
magann á honum sló hann saman
höndunum og þá heyrðist „tjinnn-
tjimm“ í plötunum.
Grani var mesti gæðingur. Hann
stóð. á fjöl með fjórum hjólum und-
ir, svo að hægt var að draga hann.
Bent átti bæði hann og trúðinn síð-
an liann var lítill — siðan hann var
þriggja ára. Og hann fór aldrei að
sofa, án þess að bjóða þeim báðum
góða nótt.
En þarna í stóra bögglinum var
nú heil járnbrautarlest, sú fallegasta,
sem Bent hafði nokkurntíma séð.
„Hæ, sjáðu, mamma, nú get ég far-
ið með járnbraut.“ sagði hann. —
Mamma hans varð að hjálpa hon-
um til að setja brautina , saman,
en svo hafði hún ekki tíma lengur
— hún þurfti nefnilega að fara að
bita súkkulaði — en Bent sat einn
í borðstofunni og lék sér.
Það var heitt inni og hann stóð
upp til að opna dyrnar inn í betri
stpfuna, svo að það kólnaði dálít-
ið. En þá heyrði hann undalegt suð.
Hann leit við og sá nú að litli lest-
arstjórinn, með flaggið í hendinni
stóð við klefadyr, sem hann liélt
opnum, og sagði:
„Gerið svo vel að ganga inn -—
lestin fer beint til Leikfangalands.“
Bent var steinhissa. Hvað er
þetta? Lestin liefir stækkað, var
orðin svo stór að hann komst inn í
vagninn. Og um leið blés lestar-
stjórinn, gufan suðaði og lestin rann
af stað.
Þetta var nú spennandi! — Sein-
ast þegar Bent hafði farið með járn-
brautarlest -— það var um jólin —
hafði hann farið með pabba sínum
og mömmu til afa og ömmu. En
þetta í dag var miklu merkilegra,
því að hann var einn, og vissi ekk-
ert hvert hann var að fara.
Lestin brunaði áfram; liann
reyndi að sjá út um gluggann, en
þar sást ekkert fyrir gufu. En svo
hægði lestin á sér og stóð kyrr.
„Allir út! Leikfangaland hér!“
heyrðist kallað, og Bent flýtti sér
út. Þetta var skemmtilegur staður,
sem hann var kominn á! Þarna var
heill kaupstaður, húsin voru eins og'
þau, sem hann hafði leikið sér að
hjá kunningja sínum. Þarna voru
vagnar, sem hægt var að draga upp
svo að þeir óku sjálfir, trén voru
stíf og græn, þarna var brú og þarna
viti úr mekkanó, og tindátar kring-
um virki, alveg eins og hann hafði
séð i búðinni. Nema að þetta var
allt lifandi, og dýrin voru á hlaup-
um. Og svo var flugvél sveimandi
þarna uppi í loftinu.
„Hvar er ég?“ spurði Bent lest-
arstjórann, sem var líka kominn út
og farinn að ganga um i bænum.
„Auðvitað ertu í Leikfangalandi.“
svaraði liann, „það var hingað, sem
þig langaði til að koma. Að minnsta
kosti ók lestin hingað, og ef þig
hefir ekki langað hingað þá áttirðu
ekki að fara inn í lestina.“
Bent var hálf ruglaðúr, hann
skyldi þetta ekki almennilega, en
honum leið samt vel, svo að liann
gekk um með inanninum þangað til
hann fór að svengja.
„Ertu orðinn svangur?“ spurði
maðurinn þá. „Komdu hérna og
fáðu þér eitthvað að borða!“
Þeir gengu að búð og þar stóðu
skálar með kökum, ávöxtum og m. fl.
góðgæti, en nú leist Bent ekki á
blikuna, því að þetta var allt úr
pappa eða tré eða einhverju liörðu,
og ómögulegt að festa tönn á því.
En lestarstjórinn át þetta og smjatt-
aði.
„Eg lield mig langi meira til að
komast heim,“ sagði Bent varlega,
því að nú varð honum hugsað til
súkkulaðisins og sykurkringlunnar,
sem mamma hans hafði bakað.
„Þú kemst ekki heim í dag —
það fer engin lest héðan í dag,“
sagði lestarstjórinn.
„En það er afmælisdagurinn minn
í dag — ég verð að fara heim —
og við fáum súkkulaði —“ Bent
var með grátstafinn í kverkunum,
en svo mundi hann að hann var
fimm ára, og þá má maður ekki
gráta.
„Tjimm-tjimm!“ heyrðist í sama
bili einhversstaðar nálægt, og nú
var Bent glaður. Því að þarna kom
þá Tjimm-tjimm og Grani. Trúður-
inn sat i einum jarnbrautarvagnin-
um og Grani var festur aftan í.
„Viltu koma heim, Bent?“ spurði
Tjimm. „Sestu þá á hann Grana.“
Bent hugsaði sig ekki tvisvar um,
en hann var bara hissa á hvað Grani
var orðinn stór. Hann settist á bak
og svo sló Tjimm höndunum sam-
an--------
Framhaldisagfa harnauiia:
Vitni Bering:
7) Á strönd Kamstjaka smiðaði
Vitus Bering og hinir hraustu menn
hans skip, sem hlaut nafnið Gabríel.
Það var mjög erfitt verk, því að mik-
ill skortur var á verkfærum og öll-
um smíðgefnum. En það tókst, og
þann 13. júlí 1728 sigldu leiðangurs-
menn í norðurátt. — Þeir fylgdu
strandlengjunni, og þann 11. ágúst
sigldi skútan þöndum seglum gegn
um sundið milli Asíu og Ameriku,
sundið, sem nú heitir Berings-sund
til minningar um hinn djarfa son
Danmerkur. Þetta var sögulegur a,t-
burður, en því miður var veðrið ó-
hagstætt — annars hefði mátt sjá
strendur beggja heimsálfanna.
Framhald I næsta blaði.
8) Vitus .Bering sigldi fyrir norð-
urodda Asíu, og komst að raun um,
að heimsálfurnar tvær vofu ekki
landfastar hvor við aðra. Það var
ekki fyrr en í marz 1730, að liann
komst aftur til Pétursborgar með
niðurstöðurnar af , rannsóknum sin-
um, en hér varð hann fyrir þeim
vonbrigðum, að hinir lærðu land-
fræðingar neituðu að leggja trúnað
á hina miklu uppgötvun hans. Hún
kollvarpaði nefnilega öllum kénn-
ingum þeirra um strandlengjú Asiu.
En mörgum árum síðar veitti hinn
frægi enski landkönnuður, Cook,
Vitusi Bering uppreisn, meðal ann-
ars með því að tengja nafn hans við
sundið. Það var sannarlega göfug
og óeigingjörn dáð af lians hálfu.
Adamson og vindillinn hans.
Tjimm-tjimm! heyrðist i sífellu og
allt í einu sat Bent heima í borð-
stofunni með nýju járnbrautina fyr-
ir framan sig og starði forviða
kringum sig. Hann opnaði leik-
fangaskápinn sinn — jú, þarna stóðu
Tjimm og Grani, gömlu vinirnir
hans. Og nú náði hann i þá, því að
hann vildi leika sér við þá lika,
þó að hann væri búinn að fá járn-
brautina.
= §■=
Gunna: — Ó, hann Jón er svo
gleyminn.
Sigga: — Já, finiist þér ekki? Á
ballinu í gær varð ég stöðugt að
minna hann á, að hann er trúlof-
aður þér en ekki mér.
„Þarna er kona, sem verður að
líða fyrir trú sína.“
„Hverrar trúar er hún?“
„Hún er þeirrar trúar, að hægt
sé að nota skó númer 39 á fætur
sem eru númer 42.