Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1945, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.08.1945, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Hvarvetna á þjóöbrautum Þýskalands er haft strangt eftirlit meö öllum ftutningum, því að enn eru ófundnir margir þeir SS-menn og aðrir, sem bandameiui eiga sakir að sækju við. -— Á miyndinni sjást breskir hermenn handtaka SS-mann, sem liefur rifið öll einkenni af búning sínunit -— en árangurslaust. Kunnir íi' ■ ■ ■ ‘ ■ •' ■ ■ ■ ■ kuikmyndalEÍkarar John BarfiEld Einn frægasti leikarinn i Holly- wood var á bernskuárum sínum einri frægasti götustrákurinn i fá- tækrahverfum New York borgar. Á þeim árum virtust hæfileikar lians og dugnaður liklegri til að skapa honum æfistarf í litlu samræmi við lög og rétt en listamannsfrægð í Hollywood. Þetta fór þó á annan veg, þvi að þegar leikstjóri einn frá Hollywood sá liann leika listir sínar i smáknæpu í New York, varð honum samstundis Ijóst, að hér var efni í „stjörnu“. Garfield fékk þegar stórt hlutverk í myndinni „Fjórar dætur“ sem sýnd var liér fyrir nökkrum árum, og varð brátt mjög vinsæll. Vinsældir lians breyttust þó fljótt til hins gagnstæða, þegar fór að bera á ýmsu í fari lians sem benti til þess að hann væri hroka- fullur í meira lagi og yfirleitt mesta ofsamenni. Leikarablöðin i Ameríku, sem venjulega gefa lesendum sínum þá hugmynd, að kvikmyndaleikarar séu undantekningarlaust líkari englum en mönnum, brugðu þá út af vana sínum og fluttu greinar um Gar- fíeld þess eðlis að aðdáendur haris þekktu alls elcki dr.engskapar- og hugsjónamanninn sem sömu blöð höfðu fyrrum dáð. Varð endirinn sá að flestir urðu honum fráhverfir. Þrátt fyrir margra ára samning jiann sem liann hafði gert við kvikmyndafélag silt, brá svo við að hann fékk ekki eitt einasta hlutverk næsta árið. Þegar stríðið braust út kepptust allir um að votta föðurlandinu ást sína. Þeir sem voru hagmæltir ortu vísur um hermanninn, sem var l'jarri lieimalandi sínu að berjast fyrir frelsi mannkynsins og oft fengu gamlir og gleymdir slagarar þá aftur mikla viðurkenningu, ef þeir voru auðlærðir og hljómuðu vel við þessi göfugu ljóð. Allir, sem einhverja liæfileika höfðu notuðn þá í þágu hersins. Voru leikararnir þar fremstir í flokki og ferðuðust þeir um og skemmtu hermönnuin. John Garfield lá heldur ekki á liöt sínu. Hann brá þegar við, ferðaðist um allar trissur og sýndi mikla fórnfýsi og óeiginlgirni. Fór þá brátt að fyrnast yfir hans fyrri mistök. Það jók og mjög á vin- sæklir lians, þegar liann ásamt Betie Davis kom með hugmyndina um að byggja hermannaskemmtistað i Holly wood og eyddi öllum fristundunum til að koma honum á laggirnar. Nú er hann eftirsóttari en nokkru sinni fyrr og virðist allt leika i lyndi fyrir honum. = 5 = MALBIKAÐ MEÐ GULLI. Sagt er að í smábænum Kalgoorlie í Vestur-Ástralíu séu göturnar mal- bikaðar með gulli. Þetta mun þó varla mega skiljast svo, að hreint gult sé í götunum, heldur mun úr- gangur úr gamalli gullnámu skammt frá bænum hafa verið notaður í of- aníburð, og hafi þá eitthvað af gull- kornum flækst með. -8- FRÁ MANILLA. Höfuðborg Filippseyja, Manilla, er að hálfu leyti nýtísku borg á Evrópu vísu, en að hálfu leyti sem sveitaþorp á innfœddra vísu. Vegna hins hlýja loftslags og tíðra náttúruhamfara, eins og t. d. landskjálfta og hvirfilbylja, eru húsin, sem myndin sýnir, gerð úr léttum efnum, trjáviði og bambus, með stráþökum til skjóls fyrir regninu. í LJÓNABÚRI. Eðli rándýra er varhugavert. Sem stendur eru Ijónin í góðu skapi, annað þeirra geispar af tómri vellíðan, meðan Ijónatemjarinn leikur sér við hitt. En hann verður að hafa augu og eyru opin. Á þessu augnabliki er hér aðeins um græskulaust gaman að rœða, en á nœstu sekúndu getur það breyst i blóðuga alvöru. Hver faiiii: RITVÉLINA? Englendingurinn Mill bjó til rit- vél árið 1714, en aldrei varð hún að gagni. Einn af þeim, sem áttu þátt í framvindu þessara véla var Daninn Rasmus Malling-Hansen (1835-90). Hann var forstöðumað- ur daufdumhraskólans í K.höfn, og útaf tilraunum sínum með lingra- málið og stafróf þess, datt honum í hug að búa til ritvél. Honum tókst að búa til vélina, og var þrýsti- hnöppunum raðað á hálfkúlu, enda fékk vélin nafnið „skrifkúlan". — Þetta var 1870. Féklt uppgötvun þessi 1. verðlaun á sýningunni í Vín 1873. En aldrei fékk hún hag- nýta þýðingu, því að um sama leyti koniu fram aðrar gerðir ritvéla, er tóku þessari fram. Voru bar gerðar í Ameríku og voru það þrir menn, Sboules, Soulé og Glidden, sem unnu þar undirstöðuverkið. Það var hið fræga vopnafirma Reming- ton, sem keypti uppgötvun þeirra árið 1873, og siðan hefir útbreiðsla ritvéianna farið sívaxandi. Ann Sothern.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.