Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1945, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.08.1945, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 ATOM OF CALCIUM Mynd nr. I. Þannig hugsa inenn sér kalsíumfrumeindina. Hún, eins og frumeindir allra annarra efnu, er snuekkuð eftirliking sólkerfisins. Iiafeindir (elek- trónur) snúast eftir uissum brautum með 20.000 milna hraða ú sekúndu i kringum kjarnann (nucleus). Þar sem næstum öll þgngd frumeiná■ arinnar liggur i kjarnanum, ,er bundi.n í honum óhemjuleg orka, sem heldur efnisögnum hans saman. Þegur frumeind er klofin, er skotið á kjar.nann með alfageislum og hann sprengdur. Efnisagnir hans jijóta þú út í loftið úsamt elektrónunum, en við það losnar hin mikla orka hans úr viðjum. settf að liægt sé að skifta því óskiftanlesa. Með öðruni orð- uni: Frumeindin er ekki minsti skammtur efnisins. Maðurinn, sem lelja má, að eigi heiður- inn af þessari uppgötvun (1897) er Englendingur og heitir J. J. Thpmpson. (Sjá niynd). Áður hafði þó Sir William Crook orðið var við rafeindir í til- faunaglerjum sínum. Hófust nú fyrir alvðru frumeindarann- sóknir og helstu brautryðjendur þeirra voru þeir J. J. Thomp- son, Ernest Rutherford, Niels Bohr og fleiri. — Og hver varð árangurinn? Líturii á kalsíumfrumeindina á mynd nr. 1. Yið sjáum strax, að frumeindin er alls ekki sam- felldur efniskökkur, lieldur mestmegnis tómt rúm. Og við nánari athugun sjáum við, að frumeindin er mjög smækkuð eftirmynd okkar eigin sólkerfis. Smáagnir, sem kallaðar hafa verið rafeindir (elektrónur), snúast með ofsahraða eftir vissum brautum kringum kjarn an, sem á útlendu máli heitir nucleus. Kjarninn er hlaðinn pósitifu rafmagni og samsvarar sólinni í okkar sólkerfi að því leyti, að hann heldur rafeind- unum (elektrónunUm), sein hlaðnar eru negatífu rafmagni, á brautum þeirra. Fjarlægðirn- ar á milli kjarnans og rafeind- anna miðað við stærðir þeirra eru mjög áþekkar fjarlægðum plánetanna frá sólu. Að stærð til er kjarninn 100, 000 sinnum minni en sjálf frum- eindin, en á mynd nr. 2 er gerð- ur samanburður á stærð vatns- dropa og saméindar, sameindar og frumeindar, og frumeindar og rafeindar (elektrónu). Næstum þvi öll þyngd frum- eindarinnar er í kjarnanum. Hann er byggður upp úr enn fínni ögnum, og sumar þessara agna, sem kallaðar eru neindir eða neutrónur, eru órafmagn- aðar. Feykna orku þarf til að halda ögnunum, sem mvnda kjarnann, fast saman, — og er orka kjarnans þvi að ýmsu leyti svipuð orku sólarinnar. Menn renna nú grun í, hversu geypileg orka er fyrir liendi i einni frumeind, og þegar tillit er tekið lil smæðar frumeindar- innar, hversu ægileg orka er t. d. í einu pundi af úraníum. En livað skeður, þegar frum- eind er klofin? Ernest Ruther- ford (sjá mynd) heitir sá, sem fyrstur manna gat klofið frum- eindina. Hann gerði það með alfageislum, en fyrir kraft Jieirra brotna eða molna kjarn- agnirnar utan af kjarnanum. Þegar kjarninn er klofinn, levs- ist óhemjumikil orka úr læð- ingi, og kjarnagnirnar og raf- eindirnar þjóta út í loftið. — Hugsum okkur, ef sólin spryngi og hún missti þar af leiðandi aðdráttarkraft sinn, þá mundu pláneturnar geysast út í geim- inn. Hver vildi verða fvrir þeim? Gaman væri að minnast á eitt atriði enn, fyrsti maður er kominn út í þessa sálma á ann- að borð. Lítum aftur á kalsíum- frumeindina. Við sjáum okkur til undrunar, að mesti liluti efnisins er tómt rúm! Og vís- indamönnum hefir tekist að senda rafeindir i gegnum þunn máhnblöð, án þess, að þær verði fyrir töfum, svo teljandi sé. - Allir muna víst eftir því, að fvrir tæpum tveimur árum kom stjarna utan úr geimnum og þaut í gegnum sólkerfið okkar. Mjög litlu munaði, að hún ræk- ist á jörðina. Skyldi sólkerfi okkar vera frumeind einhvers efnis í einhverjum ómælisgeim? Eða skyldu vera til þjóðir á elekirónum úraníumfrumeindar innar, sem Bandamenn eru nú að sprengja? Ilinir frægu eðlis- fræðingar Fournier d’Albe og D. I. Mendeléeff halda þessu fram. HVERS MÁ VÆNTA AiF ÞESSARI UPPGÖTVUN? Heilbrigð skynsemi gerir þá skýlausu kröfu til þeirra, sem standa að Jiessari uppgötvun, að hún verði ekki notuð í þágu eyðileggingarinnar. Mannkynið þarf sannarlega á orku að lialda ódýrri orku, sem léttir því bar- áttuna, sem það hevir til þess að fullnægja þörfum sínum. Ef hægt verður að beisla frumeindaorkuna svo, að hún komi almenningi um heim allan að notum, verða stórkostlegar breytingar á framleiðsluháttum þjóðanna. Þær brevtingar gætu síðar vel orðið til þess, að sam- búð mannanna breyttist og nauðsynlegt yrði að taka upp ný Jijóðskipulög. Vel gæti komið til Jiess, að í hinum ýmsu löndum risu upp frumeindaorkuver, sem sæu ldutaðeigandi þjóðum fyrir nauðsynlegri orku. Sú orka vrði mjög ódýr, og hún gæti algerlega komið í staðinn fyrir notkun kola og benzins. Bifreið- ar, skip og járnbrautir, allt gæti það gengið fyrir frumeinda- orkunni. Ilægt væri að lýsa upp öll hús og alla vegi, hita upp öll heimili og starfrækja allar verksmiðjur, — allt með frum- eindaorkunni. Sumum dettur jafnvel í hug, að hægt verði að nota fi umejnda- orkuna til að knýja farartæki, sem væru í förum hnatta á milli og hvar værum við þá stödd? En annað er til í Jiessu máli. Uppfinning frumeindabrjótsins er afar Jiýðingamikil fyrir líf- fræði og læknisfræði. Með að- stoð hans má gera flest efni geislamögnuð, en það opnardíf- eðlisfræðingum nýja og ör- ugga leið til að fylgjast með efnaskiftingum í likama manns- ins og dýranna. Það er hægt að gera kalsíum (mynd nr. 1) geislamagnað, gefa það kú, og fylgjast síðan með því, hvaða leið kalsíumið fer í gegnum líkama kýrinnar, hvar það sest að og hve mikið af því fer í mjólkina. Síðan má svo blanda kúafóðrið með kalsium sam- kvæmt því, sem þessar rann- sóknir leiða í Ijós. í baráttunni við berklana getur þetla komið að miklu gagni ííka. Hægt er að ala berkilinn á geislamögn- uðum fosfórsöltum og fylgjasí síðan með lionum í líkama til- raunadýrsins. Þetta, sem nú Niðurlag á bls. l-'t. Mynd nr. II. Hér eru sgnd stœrðarhlutföllin ú milli hinna gmsu parta efnisins. Af þessum samanburði verður skiljanlegt, að ,&igi er unt að greina í smú- sjú rafeindir eða kjarna frumeindanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.