Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1945, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.08.1945, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 Mýjar bæknr, ódýrar Síðustu dagana hafa eftirtaldar bækur komið í bókaverslanir. 1. /.sland í myndum, endurprentun síðustu útgáfu. Það er öllum kunnugt, og ekki sísl íslenskum kaupsýslu- mönnum, að þessi bók hefir á undanförnum árum verið besti landkynnirinn, sem ísland hefir liaft á að skipa, og hefir gerl íslendingum ómetanlegt gagn. Upplag bókarinnar er, vegna pappírseklu, mjög lítið að þessu sinni. 2. Lífsgleði njóttu. Eftir Sigrid Boo. Bækur Sigrid Boo (svo sem „Við, sem vinnum eldhússtörfin“, „Allir hugsa um sig“ o. f 1.), eru örðnar svo kunnar hér á landi, að ekki þarf að mæla sérstaklega með þessum höfundi. En liitt er flestra dómur, að bókin „Lífsgleði njóttu“ sé ein af liestu bókum hennar, og þýðing Axels Guðmundssonar er afburða góð. 3. Kimnisögur. Þorlákur Einarsson frá Borg á Mýrum safnaði og tók saman. Þorlákur og faðir hans, séra Einar á Borg, voru áður þjókunnir fyrir skemmtilega frásögn og ótæmandi liirgðir skemmtilegra sagna. Hér kemur í dagsljósið fvrsta hefti Kímnisagna, sem mun verða lesið með óblandinni ánægju um land allt. 4. Kennslubók í sænsku, önnur útgáfa kennslubókar þeirra Péturs G. Guðmundssonar og Gunnars Leij- ström. En þessa útgáfu bjó Jón Magnússon fil. cand. undir prentun. 5. Hjartarfótur. Indíánasaga eftir Edward S. Ellis, en hann og Cooper eru taldir slyngustu höfundar fndí- ánasagna nú á tímum. 6. Meðal Indíána. Spennandi saga el'tir Falk Ytter. — Sá, sem hyrjar að lesa þessar bækur, leggur þær ó- gjarna frá sér, fyrr en liann hefir lokið bókinni. 7. Dragonwijck, eftir Anya Seton. — Þessi saga og 8. / leit að lífshamingju, eftir W. Sommerset Maugham, liirtust neðanmáls í Morgunblaðinu, en mikill fjöldi kaupenda blaðsins óskaði þess, að þær væru sér- prentaðar, enda eru hvortveggja ágætar bækur. — 9. Grænmeti og ber, fjórða útgáfa, eftir Helgu Sigurðar- dóttur, forstöðukonu Húsmæðrakennaraskóla Islands, er nú komin í bókaverslanir. Bókin hefir verið upp- seld um tíma, en liana þarf hver liúsmóðir að eiga. 10. IÁsa í undralandi. Eftir Lewis Carrol. Prentuð með stóru og fallegu letri og prýdd fjölda mynda. Bókin er prentuð 1937, en dálitið af upplaginu var geyml ó- hundið, og' því er bókin nú svo ódýr, að þótt liún sé 200 blaðsíður, prentuð á l’allegan pappír og i laglegu bandi, kostar hún aðeins 10 krónur. Lísa í undralandi er barnabók, sem prentuð liefir verið oftar og ef til vill fleiri eintök en af nokkurri annarri barnabók í enskumælandi löndum. Fást hjá bóksölum um atlt Iand. Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju. »♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<>♦<'♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ HNATTLIKON (GLÓBUSAR) VERÐ FRÁ 40.50 — MIKIÐ ÚRVAL Sent gegn póstkröfu um land allt. Laugaveg 38 og Laugaveg 100 Símí 1652 S Asbestþakplötur, 6, 7, 8 og 9 feta Slétt asbest 8x4 fet Asbestskolprör, 4” og 2” Þakpappi Gúmmíslöngur, /2 - 1” Vatnskranar, /2' crom Vatnskranar /2” mess. Rennilokur, /2 til 2/2” Tolluhanar, /2 til 2” Keiluvsntlar, /2 til 2” Yale-skrár með húnum Smekklásar Massonite Krossviður, ýmsar stærðir fyrirliggjandi. NÝKOMIÐ: Eldhúsvaskar. i Einarsson & Funk Tryggvagötu 28 — Sími 3982 Framfarir tækninnar eru miklar á flestum sviðum. Um 1930 þurfti t. (I. 1000 menn til að smíða 5000 pör al' skóm á einum degi. En fimm árum síðar gátu 500 manns afkastað sama verki. Flug skordýra. Sum fiðrildi geta flogið all að 55 kilómetra á klukkustund, en flest þeirra fara miklu hægar. Til dæmis kemst oldinborrinn ekki nema 11. km.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.