Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1945, Page 15

Fálkinn - 21.12.1945, Page 15
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1945 Odd Nansen húsameistari við teikn iborðið. Fru Kari Nansen. sá eini, sem hægt var að flýja til. Rússar voru einangraðir og væntu sér ekki nema ills af vesturþjóð- unum. En Nansen treystu þeir — eins og allir aðrir. Hungursneyðin í Rússlandi var orðin alvarleg 1919, og Nansen liafði bent Alþjóðasambandinu á hana þá, en 1921 var hún orðin að þjóðarplágu. Þá varð alger upp- skerubrestur i frjósömustu korn- héruðum Rússlands, í Volgahéruð- unum og í Ukrainu, og 33 miljónir manna i beinni lifshættu, ef ekki yrði að gert. Og farsóttirnar geis- uðu. Á árunum 1918—22 fengu um 30 miljónir manna dílataugaveiki, og um þriðjungurinn dó. Aldrei átli Nansen eins erfitt með að afla málstað sínum fylgis og í þessu máli. Hinum ráðandi mönn- um vesturþjóðanna fannst lítið gera til þó að Rússum fækkað,i — hug- urinn var þannig þá. Og stórveldin vildu hvorki veita Nansen fé eða Rússum lán til þess að gera það sem þurfti. Það átti að nota neyð Rússa til þess að fá þá til að við- urkenna erlendar rikisskuldir keis- arastjórnarinnar. Nansen varð að leita á náðir almennings og ferðað- ist nú um og hélt fyrirlestra til að koma af stað samskotum. Fyrsta hjálpin kom frá Noregi, fiskur og lýsi fyrir 700.000 krónur. Danmörk kom á eftir og sænski Rauðiltross- inn tók að sér 10.000 börn, en Ameríka lagði fram óhemju fé, félög í Engl. 250.000. Rússar sjálfir lögðu fram 600.000 tunnur af sáðkorni og fæddu 214 miljón manns og þannig mætti lengi telja. Það voru 10 milj- ónir manna sem Nansen liafði á fæði i Rússlandi í marga mánuði, ásamt Ilerbert Hoover, sem stjórn- aði hjálp Bandaríkjamanna. Jafnframt hóf hann baráttuna gegn farsóttunum, útvegaði lyf og lækna, og lijálpaði menntastofnun- um um vísindaáhöld og sá 300.000 stúdentum fyrir mat. Nansen liafði augun allstaðar og Rússar kunnu að meta liann. Það hefir verið sagt að „hann væri eini maðurinn utan Rússlands, sem Rússar gætu treyst.“ Og það íraust sparaði þeim mann- líf svo miljónum skifti. — — Enn biðu ný verkefni. Eftir að Tyrkir höfðu gersigrað Grikki i Litlu-Asiu haustið 1922 höfðu um m miljón Grikkja og Armeníu- manna flúið frá öllu sínu í þitlu- Asiu og til Grikklands. Um 300.000 manns komu frá Þrakiu og þeir gátu haft með sér búsldlð sína. Hin- ir stóðu uppi allslausir. Höfðu ekki þak yfir höfuðið en lifðu í eins- konar girðingum eins og skepnur, og þar sóttu drepsóttirnar að þeim í kjölfar sultarins. Um 300.000 manns dóu, likin voru meðfram öllum vegum eins og liráviði. Nan- sen tókst á hendur að útvega ölb; þessu fólki samastað í Grikklandi sjálfu, 114 miljón manna fengu býli og atvinnu i Grikklandi, og er það merkilegasta nýbýlaframkvæmd, sem gerð hefir verið. En hálf miljón Tyrkja var flutt til Tyrklands. A þennan hátt var öllum vanda, sem fylgir minnilrlutaþjóðernum á burtu kippt, og er eigi ósennilegt að dæmi Nansens verði víða tekið til fyrir- myndar þegar farið verður að ganga frá landamærum ýmsra ríkja eftir siðustu styrjöldina. Þessir þjóð- flutningar Nansens á Balkan eru þeir mestu, sem veraldarsagan kann að segja frá. Loks kom að Armeníumönnum. Þeim hafði að sumu leyti farnast líkt og Pólverjum, og Tyrkir höfðu látið miklar hörmungar ganga yfir þá. Það var á árunum 1925—26, sem Nansen vaiin að því að bjarga því sem bjargað varð i Armeniu. Gerðar vorú áætlanir um landabæt- ur þar, og Nansen ferðaðist til Kákasus til þess að athuga hvort þar væri ekki hentug svæði handa Armeniumönnum til að nema land Visindin hafa vafalaust beðið tjón við það, að síðasti áratugur af æfi Friðþjófs Nansens var helgaður líknarstarfsemi. En í vísindum sín- um hafði liann lagt grunvöll, sem aðrir byggðu á síðan. Mikið hefðu þau vísindaal'rek orð- ið að vera, sem hefðu jafnast á við starf Nansens i alþjóðaþágu, starf sem elcki gat beðið, ekki mánuð hvað þá heldur ár. Snarræðið var eitt hið athyglisverðasta í fari Nan- sens — þegar hann átti við hvita- björn norður i höfum sýndi hann þetta, en í viðskiftum sínum við Alþjóðasambandið og með þeim tök- um er hann tók öll mál sýndi liann það ekki siður. Hugur ræður hálf- um sigri og það var þessi stórhugur, sem mestu réð um þau undraverðu afrek, sem liann bar gæfu til að vinna á lífsleiðinni. Hann stækk- aði jafnan við hverja raun og verk- efnin uxu með honum. Þegar Nansen kom lieim úr Framleiðangri sínum var hann sæmdur metorðum vísindafélaga viðsvegar um heim. En sá sóminn var drýgstur sem Norðmenn sýndu honum þá. Fyrir forgöngu hins merka náttúrufræðings W. G. Brögg- ers prófessors var stofnaður sjóð- ur til eflingar náttúruvisindum, sem ber nafn lians. Þessi sjóður, Nansensfondet, er nú milli 30 og 40 miljónir og hefir orðið norskri vísindastarfsemi til ómetanlegs stuðnings. Haustið 1922 var hann sæmdur friðarverðlaunum Nobels og hafa þau aldrei verið veitt fyrir raun- hæfara starf en 'þá. Einn aðdáandi hans og vinur, danski bóksalinn Chr. Erichsen sæmdi hann þá sam- timis peningagjöf, jafnhárri og Nobelsverðlaununum. Þetta fé gaf Nansen til líknarstarfsemi, og sjálf- ur tók hann aldrei kaup fyrir þau miklu störf, sem Alþjóðasamband- ið trúði honuin fyrir. Nansensfondet heldur um aldur og æfi áfram að starfa fyrir norsk visindi. Og Nansenshjálpin er enn við lýði og á bækistöð sína undir þaki Nansens á Polhögda. Það eru þau hjónin Odd og Kari Nansen, sem nú er lífið og sálin í þessari starfsemi og leysa allra vandræði eftir því sem liægt er. Andi Frið- þjófs Nansens svífur því enn yfir Polhögda, frá þeim miðdepli stefna geislar í allar áttir, norður i íshaf, austur til Völga, til Armeníu og Balkan. Og maðurinn Nansen er hugsjón allra Norðmanna, liin mikla fyrirmynd — einn þeirra fáu, seiu geta lyft heilum þjóðum svo, að hvorki verður vegið eða metið. í hyrjun fyrri lieimsstyrjaldar- innar gekk saga um það um öll lönd, að „risi mikill úr norðri mundi skerast í leikinn og ráða úrslitum styrjaldarinnar“. Þetta rættist aldrei hókstaflega. En vist er um það, að maðurinn, sein skóp sér varanlegastan heiður af fyrri heimsstyrjöldinni var þriggja álna hár maður úr norðri, víkingurinn Friðþjófur Nansen. Hinn 13. maí 1930, að aflíðandi hádegi skildi hann við þennan heim, og skorti þá missiri á sjötugt (f. 10. okt. 1861). Andlát hans kom flestum á óvart. Hann liafði verið hraustur alla æfi, en fengið æða- stíflu um veturinn en var kominn á fætur aftur. Hann dó sitjandi úti á svölunum á Polhögda. Og bálför lians fór fram á þjóðardegi Norð- manna, 17. maí. Skúii Skúlason. Nansen i Norðurhpfum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.