Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1945, Side 27

Fálkinn - 21.12.1945, Side 27
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1945 21 af mjólk, ket og fiskur um 60%) — eða sem svarar einni máltiS i matsölu i Reykjavik á sama tíma. — — Þrátt fyrir húsnæSisleysiS hefir mötuneytiS ekki veriS lagt niSur. Enda væri þaS mikill miss- ir fyrir skólann, því aS eigi aSeins er þaS nemendunum fjárhagsleg stoS, heldur á sinn þátt i því aS gera skólann aS heimili nemend- anna og efla félagsskap þeirra. — Önnur ráS hafa veriS tekin til að bæta úr húsnæSisskortinum. Skóla- meistarinn hefir gerst landvinn- ingamaður og lagt undir sig lóSir kringum skólann til þess aS full- nægja óhjákvæmilegum vexti hans, og um leiS ná eignahaldi á húsi skammt fyrir norSan skólann, sem breytt liefir veriS í kenslustofur. En samt er þetta ekki nema bráSabirgSaúrlausn. Skólinn er vax- inn upp úr flíkunum, eigi síSur en eldri bróSir hans í Reykjavík, sem hefSi nú, ef allt liefSi veriS meS feldu, átt aS fá nýjan alfatnaS i afmælisgjöf. En leikfimisliúsiS er nýuppgert og vandaS, sundlaug er ekki fjarri — og gróSurinn í kring er prýSi, sem Reykjavíkurskólinn hefir ástæSu til aS öfundast yfir. MenntaskólagarSurinn á Akureyri, sem gróSrarvinurinn Stefán Stefáns- son lagSi grundvöllinn aS, er orS- inn fallegur og á þó eftir aS verSa fallegri. —------ Gamlir nemendur MöSruvalla- og Akureyrarskóla eru ræktarsamir viS hann. Þeir safnast aS honum á há- tíSisdögum hans, gefa honum gjafir og sýna í orSi og verki aS þeir telji sig eiga honum mikiS aS þakka. Fimmtíu ára minningarhátíS skól- ans, sem haldin var á MöSruvöll- um og Akureyri 31. maí og 1. júní 1930 er mesta liátíSin í sögu skól- ans. Þá vitjuSu gamlir MöSruvell- ingar víSsvegar af landinu en þó einkum úr næstu héruSum til Eyja- fjarSar. Um átta liundruS gestir voru á hátíöinni á MöSruvöllum, en þar voru ræSuhöld mikil, skólauppsögn og sungin hátíSarljóS eftir Davíö Stefánsson undir lögum eftir Pál ísólfsson. Fimmtán stúdentar og 52 gagnfræingar voru brautskráSir. — LagSur var blómsveigur á leiSi Bjarna Thorarensen í MöSruvalla- kirkjugarSi. SíSdegis var fimleika- sýning og fjölmargar ræSur haldn- ar. En daginn eftir liélt liátíðin á- fram á Akureyri meS þvi aS sveigar voru lagir á leiSi hinna tveggja látnu skólameistara, Hjaltalíns og Stefáns og gengu 350 gagnfræðingar þangað í skrúðgöngu, en Sigurður skóla- rneistari mintist fyrirrennara sinna. — Veislusalur var tjaldaður við skólaliúsið og mötuðust þar um 450 manns þennan dag, um hádegið og kvöldið. Þótti liátíS jressi fara fram ineS þeim ágætum, aS talið er aS hún hafi veriS rnesta skólahátiS á landi hér. IV. Sú var tíSin aS LærSi skólinn í Reykjavík selti svip á bæinn. Skólapiltarnir voru þá einskonar andans aSall, þeir voru stétt fyrir sig og þóttu lilutgengustu menn i samkvæmis- og skemmtanalífi. Þá var Reykjavik minni bær en Akur- eyri er nú, og meSalaldur skóla- pilta liærri en nú gerist. Höfuð- borgin óx, heimavistir skólans voru lagSar niður og mötuneyti var aldrei neitt í skólanum. Nú hefir höfuð- staðurinn gleypt skólann. Mér er ekki kunnugt um skóla- lífiS i Menntaskóla Reykjavikur nú, að öðru leyti en ég veit að það hefir breyst í ýmsu á umliðnum fjörutiu árum, er ég sleit gólfun- um þar, það er meira ielagslíf þar nú en þá, enda liægt við að jafn- ast. Nú eru samkomur og skemmt- anir i skólanum við og viS, en það var aldrei i þá daga. SkólaballiS var lialdiS á Ilótel Reykjavík þá, skólaliátiSin lialdin að vorinu úti í Engey, suður á Hvaleyri, í Kópa- vogi eða Vatnagörðum, skólasjónleik- ir voru engir. Urgurinn var enn ekki horfinn eftir púðurspellin og bernskubrekin, sém urðu til þess að Björn M. Ólsen fór frá skólanum. SíSan liefir margt breyst. Skólalifið er orðið fjölbreyttara en áður, sam- komur eru haldnar í skólanum, kennslan fjölbreyttari og hópferðir nemenda farnar á hverju vori. Og þeir eiga sér sel austur i Ölfusi, sem þeir þó eigi kunna enn að meta eða nota sem skyldi. Eg liygg að skólalífið sé tölu- vert fjölbreyttara á Akureyri en í Reykjavík. Akureyri er enn eigi stærri en svo, að hinn fjölmenni hópur menntaskólanemenda er þar enn „ríki i ríkinu“ eins og í Reykja vík í gamla daga. Og heimavistirn- ar og skólamötuneytið liljóta að efla félágsandann og gera skólann heim- ili nemendanna í frekara mæli en þar sem nemandinn kemur eklci í skólann til annars en að njóta kennslunnar. Fyrir rúmu ári fékk ég tækifæri til að sjá nokkrar augnabliks- myndir úr skólalífinu á Akureyri og kynnast starfinu þar lítið eitt. Og mér fannst þetta allt stórum geðfeldara og girnilegra en við höfðum átt að venjast forðum. ÞaS var annar andi og frjálslegri, en þó betri agi. Og mér fannst þetta vera skemmtilegur skóli og öfund- aði unga fólkið. Kennslan var miklu listrænni en maður átti að venjast, enda eru kennararnir flestir ef ekki allir, menn, sem liafa ætlað að gera kensluna að lífsstarfi sínu, en hafa ekki gerst kennarar út úr neyS. Lærði skólinn gamli hafði að vísu ágætum mönnum á að skipa, en þeir höfðu ofl horfið að kennara- störfum vegna þess að hið opin- bera sá sér ekki fært að styðja þá til vísindaiðkana á annan liátt. En það fer ekki alltaf saman að vera góður kennari og góður vísinda maður. Á siðasta mannsaldri hefir þjóðin eignast marga visindamenn og marga sérmenntaða kennara, svo að nú er úr fleirum að velja en áður. Og ])ess má sérsiaklega geta um Akureyrarskólann, aS þár eru margir ungir kennarar, sem sumir hverjir hafa menntast mcð það fyrir augum, að verða kennarar, einmitt v við þessa stofnun. Skólameistar- inn hefir fylgst með þeim á náms- árunum og hvatt þá til að búa sig undir að taka við kennarastarfi viS þessa sömu stofnun, sem undirbjó ])á undir framlialdsnámiS. Margir stúdentar frá Aluireyrarskóla eru nú kennarar hans. Skólameistarinn á Akureyri varð og fyrstur manna til þess að ráða útlenda mennta- menn sem kennara i tungumálum og á þann hátt fengu nemendur lifandi kennslu i málinu í stað bók- stafakennslunnar. Akureyrarskóli á þvi láni að fagna að hafa ekki horfið í iðu bæjar- lífs heldur haldið sjálfstæði sínu, á sama hátt og skólinn i Sórey í Danmörku eða norsku „landsgymn- asíin“ á Voss eða á Eiðsvelli, sem viðurkennd eru sem bestu mennta- skólar Noregs. Þetta eru 20. aldar útgáfur af skólunum i Skálliolti og Hólum, að breyttu því sem breyta ber. Hugur nemandans snýst frek- ar um slíka skóla en raun verður á í þeim skólum er eiga nemendurna að öllu leyti í bænum, utan kennslu- stundanna. Á öðrum staðnum verð- ur nemandinn miðleiðandi en á liin- um miðflýjandi. Til dæmis um félagslíf í skólan- um má nefna, að þar starfar mál- fiuidafélag, sem „Huginn" heitir, bindindisfélag, iþróttafélag, skákfé- lag, skemmtifélag og leikfélag. — „Huginn" gefur út skólablaðið „Mun- inn“ og heldur að jafnaði einn um- ræðufund i mánuð’i hverjum, en stundum fundi með fjölbreyttari dagskrá, söng, erindaflutningi og upplestri. í])róttafélagið leggur aðal- áhersluna á skiðaíþróttina, einkum síðan skólinn eignaðist skiðaskála, ,,Útgarð“ í Glerárdal. Er hann reist- ur fyrir samskot nemenda og annara og sjálfir hafa nemendurnir unnið mikiS starf þar i þegnskylduvinnu. Að vetrinum fara þeir ])angað í skiðagöngur um lielgar og enda oft- ar, og eru ýmsir ágætir skiðamenn nieðal nemenda, þeir halda og skíða- mót sjálfir á hverjum vetri. Skíða- skálinn í Glerárdal er einn full- komnasti skáli þeirrar tegundar hér á landi og skólanum til stórsóma. SkemmtifélagiS heldur við dans- fiminni í skólanum, en leikfélagið leiklistinni. Hefir leikfélagið stund- um haft nær tíu sýningar á sumum leikjum sínum og er það mælikvarði á vinsældir þess og getu. Skólinn lætur sér annt um að auka áhuga nemenda á þessum efnum, t. d. fá þeir oft aðgang aS aðalæfingum eða sýningum leikja Leikfélags Akur- eyrar, svo og að liljómleikum og jafnvel kvikmyndasýningum, en allt þetta miðar að því að auka til- breytni skólalífsins og vikka sjón- deildarhring nemendanna. SkólahátíSir eru jafnan lialdnar einhverntíma vetrar og mikið vand- að til, slcólinn skreyttur, ræður flutt- ar og aðrar skemmtanir um liönd hafSar, og ýmsum bæjarbúum boSiö eftir þvi sem rúm leyfir, en nú er orðið þröng um slíkar samkomur í skólanum. Þá hafa efstu bekkirnir og sínar samkomur. Sérstaklega má geta um eina tegund funda, sem efnt er til stundum fyrirvarlausl. Með hringingu er nemendum til- kynnt að þeir eigi að mæta i saln- um i stað þess að fara til kennslu- stundar í bekknuin. Þar er þá flutt erindi, ýmist til þess að minn- ast einhvers sem dagurinn gefur tilefni til eða að gestur kemur í skólann og er fenginn til að segja eitthvað. Jafnan er söngur hafður um hönd á þessum „salsfundum“. Fimtubekkingar fara jafnan lengri eða skemmri kynnisför þegar prófi er lokið að vorinu eða áður en skóli liefst næsta haust. Hafa þær lengst eftir þvi sem samgöngur bötnuðu. 1 þessum ferðum er á- herslan lögð á að kynnast merkum sögustöðum og náttúru landsins og er Steindór Steindórsson að jafnaði leiStoginn. — — Hér hefir veriS drepið iauslega á nokkra þætti skólalifsins í Akureyrarskóla. Þar eiga margir ])átt að, bæði kennarar og nemend- ur, undir handleiðshi skólameistara, sein telur sér ekki neitt óviðkom- andi er snertir hag skólans og nem- endanna. Sjálfur býr hann í skólan- um og hefir á liendi alla umsjón lians, með aðstoð eins kennarans. Og við skólameistarann eiga margir margvisleg erindi, sem reynt er að fullnægja á þann hátt er að haldi komi. Skólameistarinn er faðir skól- ans og þykir góður lieimilisfaðir, og nýtur þar hollrar stoðar frúar sinnar, Halldóru Ólafsdóttur. Þau eiga sjálf unaðslegt lieimili í suð- urenda skólans niðri, þar sem blóm og bækur skipa öndvegið. Það er hressandi að koma á þaS lieimili og tala um allt milli himins og jarð- ar. En heimili ])eirra hjónanna er stærra en útveggir skólameistara- ibúðarinnar marka, því að það nær yfir alla skólalóðina. — — — Þarna fá um 300 ung- menni vegarnesti sitt í langferðina miklu, sem heitir mannlíf. Sumir melta lærdómsnestið illa og þeim kemur það að litlu gagni þegar frá líður, en aðrir betur, eftir því sem þeir eru menn til. En það er vafa- lítið, að þeir sem hafa gengið gegn- um Akureyrarskóla liafa fcngiS gott nesti, ef þeir kunna að nota það. Það sem lielst amar að skólanum er rúmleysið. Vöxtur skólans hefir orðið svo hraður, að nemendafjöld- inn er að sprengja hann utan af sér. Hann þarf stórfé til þess að endurbæta húsakynni sín, og hann vantar ýms kennslutæki, sem lionum eru nauðsynleg. Þetta á reyndar við um alla skóla landsins, nema þá sem nýjastir erú. Og það er víðar pottur brotinn í þessu efni en hér. Þegar Didrik Arup Scip, rektor Oslóarháskóla, var að taka ó móti nýjum stúdentum í haust, mintist hann á lnisnæðisleysiS, sem er orð- ið svo tilfinnanlegt, að fjöldi stúd- enta hefir orðið að leita til annara landa, vegna þess að þeir fengu ekki rúm við menntastofnun sinnar eigin þjóðar. Seip prófessor gat ])ess a'S framlög til háskólans liefðu farið vaxandi hin siðari ár og þakk- aði fjárveitingavaldinu fyrir. „En ]>að er svo, að þvi meira sem við fáum, því meira lieimtum við. En hinsvegar lofum við þvi að skila ennþá meiru aftur." Akureyrarskóli er allra skóla vís- astur til aS gera það sama. Skúli Skúlason.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.