Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1945, Page 30

Fálkinn - 21.12.1945, Page 30
24 &%$&&£&&&%$&&%£ JÓLABLAÐ FÁLKANS 1945 ragna og blóta annanhvern tíma öllum ráðamönnum á þilfari en þó sérstaklega skipstjóranum. Venjulega komst skipið alltaf 18 linúta ferð í liægum sjó og þegar vel stóð á straum. En nú sýndi hraðamælir- inn 20 hnúta, og jjetta var í mesta afspyrnurokinu, sem skipið hafði nokkurntíma verið statt í. En fyrsta boðorð skipstjörans var: Hjálp, og hjálpaðu fljótt! Mest af sunnudeginum fór í að reyna að koma vitinu fyrir far- hegana. Reglulegum máltíðum var alveg sleppt; þegar einhver hað um mat fékk hann það, sem til náðist. Tveir þriðju af fólkinu í eldhús- inu var sjóveikt og í bólinu, og með þeirri veltu, sem var á skip- inu, var það mjög takmarkað, sem hægt var að framreiða. Á sunnudagskvöldið var kúfurinn lágur á flestum farþeganna. Bæði farþegar og skipshöfn höfðu hvorki notið svefns né matar og létu á sjá. Þarna kom fram eftirtektarvert sál- fræðilegt atriði. f fyrslu höfðu far- þegarnir að nokkru leyti gleymt sjálfum sér vegna æfintýrisins — að þeir áttu að fara í björgunar- ferð. Þetta var beinlínis Bjarma- landsferð. En þegar atburðirnir drógust á langinn og ekkert skeði, fór fólk að gera sér ljóst að nú ætti það að réttu lagi að vera komið til Gautaborgar, Stokkhólms, Kaup- mannahafnar eða Oslo þennan og þennan dag en nú hafði skipinu seinkað um þrjá daga. Ergilegt. Og mest var af ergelsinu á I. farrými, þó að þar væru líka heiðarlegar undantekningar. Eg sat í loftskeytastöðinni sunnu- dagskvöldið. Nú var snjórinn orðinn að klaka, þykku klakalagi á köðlum i reiðanum. Og það var lífshætta að ganga einn á þilfarinu. Af stiga- gatinu uppi á þilfarinu og að dyr- unum á loftskeytaklefanum voru 4-5 skref. Þegar við fórum þangað símuðum við fyrst um að von væri á okkur, og þá opnuðu þeir og lientu til okkar digrum kaðli. Þegar við höfðum fest vaðinn um okkur gáfum við merki og svo drógu þeir okkur til sín, einn í einu. Röddin í hlustúnartækinu var mjög veik. Orðin komu í rykkjum og iangar þagnir á milli. Isfjell sagð- ist vera með mikla slagsíðu. Stýris- iiúsið hafði farið, seinni hluta dags- ins; þegar þeir komu upp úr klefan- um sáu þeir stýrimanninn ríghalda báðum hönduin um stýrið. Hann stóð uppréttur, en meðvitundarlaus. Dælan liafði ekki lengur við inn- streyminu frá lekanum. Svo gerðist ekkert riokkra hríð. — Fyrir utan vældi vindurinn í reiðanum og veinaði fyrir hvert horn. Djúpa hljóðið í vindstrompunum var eins og í orgeli í fjarlægð. Af stjórn- pallinum var síniað, að nú hefði ekki heyrst til Nyken í heilan klukkutíma. Það var um að gera að hafa stöðugt samband við bæði skipin vegna miðunarinnar, sem var gerð í þríhyrning. Sífellt heyrðist glamrið i ritsímanum. Við þrýst- um hlustunartækjunum upp að eyr- unum til að heyra jafnvel lægstu merki frá skipunum. „DROTTNING- HOLM KALLAR NYKEN. DROTTN- INGHOLM KALLAR NYKEN.“ — orðin leituðu út í svarta inyrkrið mikla, titruðu um loftið án þess að Hitta markið. Ritsímatækið bærði á sér. Við hrukkum báðir við, gripuni til heyrnartækjanna og hlustuðum. Langt, langt handan að, eins og úr annari veröld konnt raddirnar til okkar. „NYKEN KALLAR, NYKEN KALLAR. — NYKEN KALLAR DRÖTTNINGHOLM.“ Svo kom jjögn. Við gerðum miðanir. Við vorum að minsta kosti 100 sjómílur frá skipinu. Eftir nokkra bið heyrðum við til skipsins aftur. „Siglan fyrir borð. Öldustokkurinn bramlaður. — Vélin dauð vegna vatns. Skipið lætur ekki að stjórn. Lekinn áger- ist.“ Þá varð þögn um stund, en svo heyrðist: „NYKEN SEKKUR. MJÖG ERFITT. NYKEN SEKKUR. MJÖG ERF....“ Nú heyrðist ekki nema hvinur og þetta venjulega sog. Við bærðum okkur ekki. Hvorug- ur okkar gat lýst með orðum þvi, sem hann hugsaði; Við vissum báð- ir að nú voru tuttugu hraustir menn horfnir í djúpið með litlu skipi. Heima i Noregi sat á þessari stundu fólk, sem gerði áætlanir og dreymdi drauma um daga og gleði, þar sem liver og, einn af þessum mönnum átti að eiga sitt aðalhlut- verk. Hljóður hengdi ég heyrnar- tækið á krókinn. Og svo skildum við, án þess að segja orð. Eftir að Nyken var úr sögunni varð leitin miklu erfiðari, því að nú gátum við ekki tekið miðanir á tvo staði, og af því að Isfjell var hætt að láta að stjórn var þýðingar- laust að gefa upp stöðu þaðan, því að straumurinn var mikill og svo þessi ferlegi stormur, sem skilaði snjó og klaka á víxl. Á mánudagsnótt vorum við komn- ir nálægt „Isfjell.“ En af því að skygnið var núll og haugasjór, var lietta hættulegt, þvi að við gátum átt á hættu að sigla skipið í kaf, þá og þegar. Þessvegna urðum við að leggja Drottningholm til drifs, og með þessu móti fengu farþegarnir nokkurra tíma svefnfrið. Annars var flest fólkið farið að einsetja sér að leggjast ekki til hvílu fyrr en tekist hefði að bjarga áhöfninni, en ekki tókst það nerna fáum. Morg- uninn eftir fórum við að skima eftir Isfjell undir eins í birtingu. En þá hafði okkur' rekið alllangt frá skip- inu. Eigi að síður gerðuni við okk- ur ákveðna von um að finna skip- ið. Nú liöfðum við þvínær óslitið skeytasamband við það. Af tilkynn- ingum þaðan þóttumst við mega skilja, að hjálpin yrði að koma inn- an fárra klukkutíma, ef lnin ætti ekki að koma of seint. Nú vorum við orðnir fimm dögum á eftir á- ætlun, og það var farið að ganga á vistirnar, og nú var lokað fyrir ferskt vatn í baðtækjunum. Dagurinn leið og kvöldið kom og enn sáum við ekki Isfjell. Við bjuggum okkur undir nýja óvissu- nótt jiegar varðmaðurinn sagði, að ljós sæist á stjórnborða. Loks vor- um við koinnir á staðinn. Nú var fyrir öllu að missa ekki sjónar af skipinu aftur, en líka að koma ekki of nærri því. Eftir stutta ráðstefnu skipstjóra og stýrimanna var á- kveðið að reynt skyldi að koma út björgunarbáti og ná skipshöfninni þá um kvöldið. Fyrst lögðumst við áveðurs við Isfjell, í svo sem 500 - G00 metra fjarlægð. Svo var kaðal- stigum komið fyrir með stuttu millibili á skipshliðinni. Fjöhnennur hópur liáseta var kvaddur til þess að halda farþegunum innan dyra. Bannað að reykja. Og svo var olíu úðað í sjóinn. Hver smálestin af annari dreifðist um æstar öldurnar. Svo var áhöfninni tilkynnt að reynt yrði að skjóta út báti og að menn ættu að bjóða sig fram sjálfviljug- ir. Það þurfti 10 menn, auk 1. stýrimanns, sem hafði óskað að stjórna bátnum. Margir fleiri en þurfti gáfu sig fram. Svo var bát- urinn settur niður með mestu gætni. Allir bátsverjar voru í flotvestum og festir með línu við borðstokk- inn, en áður en báturinn var kom- inn liálfa leið brotnaði hann í spón við skipshliðina og þeir 17, sem voru um borð áttu snarræði sínu fjör að launa. Næsta tilraunin tókst betur. Báturinn tók sjóinn, liver tók sína ár og ýtti frá, en „Drottning- holm“ lagðist á hlið og ýtti bátnum upp og frá, svo að daginn eftir sá- um við för eftir bátshakann á stjórnpallinum. Þegar skipið rétti við sogaðist báturinn að. Svona gekk i lieilt kortjer. Mennirnir i bátnum lögðu sem mest að sér til bess að komast út úr soginu, en brutu hverja árina eftir aðra, svo var hætt við þessa tilraun. Það hlýtur að liafa verið tauga- raun þessum tuttugu mönnum á Isfjell að horfa á þe:ssar tilraunir okkar til að veita þeim hjálp, og sjá okkur verða að hætta við. Svona nærri björguninni, en samt árang- urslaust. í birtingu morguninn eftir voru allir milli vonar og ótta. Hafði Is- fjell rekið burt, eða liafði það sokk- ið? Og nú sáum við skipið sjálft í fyrsta skifti. Lítill kuggur, 85 lest- ir, úr tré, en af þvi voru margar Iestir farnar fyrir horð. í hakk- anum sáum við einhverja dökka þúst. Það var skipshöfnin, sem var að skima eftir okkur. Skipið hafði afar mikla slagsíðu, borð- stokkurinn var alveg horfinn, stutt- ur bútur upp úr þilfarinu, þar sem siglan hafði verið og framskipið alveg undir vatni. Skipið okkar færði sig nær, hægt og liægt, en hvernig áttum við að koma báti út? Sjórinn var jafn ólgandi og áður. Þá urðu nokkur hundruð manna vitni að því livað það er að stýra skipi. Hvað til þess þarf af reynslu og visku. — „DrottninghoInT1 fór í sveig kringum Isfjell. Lagðist svo á ákveðinn stað, vélin fór fulla ferð áfram og aftur á bak á víxl, eftir því hvernig rak — til þess að haldast við á sama staðnum. Björg- unarbátur var dreginn aftur á skip- ið, ásanit árum, flugeldum og lín- um, síðar var hann látinii síga fyr- ir borð — mannlaus. Og nú skeði undrið, að bátinn fór að reka frá skipinu án nokkurrar áhafnar en undir stjórn og snilli eins manns — rak þannig meira en liálfan kíló- metra, þangað til hann var kominn að stefninu á Isfjell. Jafnvel Norð maðurinn, sem varðmennirnir höfðu gefist upp við að gera útlægan af þilfarinu, hrosti viðurkennandi, — þetta var mál, sem hann skildi. — Þegar báturinn var kominn nógu nærri liljóp maður með línu um sig fyrir borð frá Isfjell. Með miklum erfiðismunum tókst honum að draga bátinn nær, og innan skannns voru tíu menn komnir undir árar. Svo hófst hættuferðin til baka. Meðan báturinn var nógu léttur gat hann lagast eftir öldunuin, en undir eins og hann þyngdist byrjaði hættan, því að þá lagðist hann dýpra og aldan gat riðið yfir hann, og velt honum. Þetta var ástæðan til að selveiðimennirnir komu eklci allir í sömu ferðinni. í kíkinum gátum við séð hverhig þeir lögðu sig fram um að skáskera öldurnar, því að hefði báturinn aðeins einu sinni orðið flatur fyrir þá liefði það kost- að líf þeirra allra. En þetta voru sjómenn og þekktu Ægi. í. hvert sinn sem báturinn hvarf sjónum okkar héldum við niðri í okkur andanum: Var liann sokkinn, hvað hafði nú orðið að? Skipstjórinn stóð á pall- inum með hendurnar í vösunum og kápukragann brettan upp undir eyru og hreyfðist ekki fremur en bjarg. Hann hafði leikið sinn leik, nú beið hann árangursins. Loks var báturinn kominn svo nærri að við fórum að geta séð hvar hann mundi koma að skipinu. Kaðalstigarnir lömdust upp að skipinu á bakborða, við hvern stiga stóð háseti, albúinn til að fara niður stigann, ef ein- hver selveiðimaðurinn þyrfti á hjálp að halda. Báturinn var nú aðeins 50 metra undan. Með stuttu millibili stóð- um við albúnir með línur til að kasta ofan í bátinn, svo að þeir gætu dregið sig áfram síðasta spöl- inn. En þetta fór á aðra leið. Tveini- ur línum hafði þegar verið kastað, án þess að þær hittu bátinn, þegar „Drottningholm“ tók mikla riðu. — Þetta stóra skip lagðist á bakhorða, ferleg alda nálgaðist með vaxandi hraða, við hlupum allir að næsta fasta hlptnum til að lialda okkur í, svo að okkur skolaði ekki fyrir borð, og hátt yfir höfðum okkar sáum við björgunarbátinn dansandi uppi á öldufaldinum. Með ógurleg- um hraða brunaði hann niður ölduna áleiðis að efsta bátaþilfar- inu. — — Svo skeði það undur- samlega. ,,DrottninglioIm“ rétti sig við og saug ölduna miklu undir sig, hraðinn mirikaði á björgunarbátnum uns liann leið liægt að skipshliðinni. Handfljótjr menn gripu línur og kaðalstiga, og á augnabliki, áður en „Drottningliolm" tók næstu velt- una, komust tiu Norðmenn upp stigana. Þeir duttu þegar á þilfarið kom, augun störðu á okkur, tóm og dauð. En svo kom 1. stýrimaður og sagði að nú ættu þeir að koma niður í Iilýja klefa og fá stérkt koníakstoddy. Við þetta vöknuðu þeir. En þeir fóru ekki niður. Þeir risu með erfiðismunum á fætur og sneru andlitunum að Isfjell. Það var nýr björgunarbátur á leiðinni þangað. Hann komst á áfangastað eins og hinn báturinn. Þegar níu menn voru komnir í bátinn, sáum við skipstjórann fleygja hvítum böggli til þeirra, svo hvarf hann undir þiljur. Þegar liann kom upp aftur var slagsíðan á Isfjell meiri en áður. Hann hafði opnað botn- ventlana. Svo liljóp skipstjórinn líka fyrir borð og innan skamms voru þessir tíu líka komnir til okkar. Þá höfðu þeir barist við fárviðrið í níu daga, liöfðu ekkert sofið í all- an þann tíma og mat liöfðu þeir ekki bragðað síðustu fjóra dagana, en staðið í vatni i tvo sólarhringa. Eg sat með skipstjóranum í bað- stofunni um kvöldið. Hann sat og sveittist í einu horninu. Einu sinni leit liann til mín og sagði: „Og þó var þetta ekki nema lielmingur- inn, hr. Larsen,“ og svo fór hann út.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.