Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1946, Blaðsíða 7

Fálkinn - 07.06.1946, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 t. Til hægri: MIKILL Ell SÁ MUNUR. — MyncLin sýnir tvo kínverska hermenn. Annar er úr herdeild, útbúinni og þjálfaðri af Bandaríkjamönnum, en hinn úr lireinni kinverskri herdeild, sem verr er búin að vopnnm og klæðum. BULGANIN hershöfðingi hefir verið skipaður varamaður Stalins í her- málaráðherraembættinu. FIOKELLO LA GARDIA fgrr borg- arstjóri í Neiv York hefir nú tekið við stjórn UNfíRA. Það verður sist næðisamara en borgarstjórastaðan. Fjórði mai siðastl. var mikill gleðidagur um gjörvalla Danmörku. Þann dag var ár liðið, frá j)ví að Þjóð- verjar birtu uppgjafartilkynningii sína. En 5. maí var samt ennþá meiri hátiðisdagur, því að hanti er i raun og veru hinn eiginlegi uppgjafardagur. Þann dag er minnst allra þeirra manna og kvenna, sem létu Ifið í frelsisbarátlunni fyrir ættjörðina. Mynd þessi er frá hátíðahöldunum um daginn, þegar mannfjöldinn safnaðist saman kringum krossinn, sem reistur hafði verið til minningar um dönsku sjó- menniria, er létu lifið á hafinu í stríðinu. Friðrik krónprins var viðstaddur hátiðahöldin. Hertaka Bali. — Löngu eftir uppjjöf Japana vörðust nokkrar hersveitir þeirra á eyjunni fíali i Aust ur-lndium. En skammvinn urðu samt yfirráð þeirra þar, því að nú hafa Hollendingar með hjálp Banda- manna sigrast á varnarsveitunum. Myndin er tekin, þegar verið er að draga breska og hollenska fán- ann að liún í borginni Den Pasar en þar eru aðalbækistöðvai' Bandaamanna. Til vinstri: HROTTALEGUll LEIKUR. — Það er ekki fyrir neina aumingja að leika „fíngby". Leikmennirnir bíta frá sér, hver sem betur gelur, og högg og hrindingar eru tíð fyrirbæri. Hérna sjáið þið „týpiska“ sjón úr slíkum leik, sem háður var í Swansea milli Skotlands og Wales. JULIUS A. KRUG heitir hinn nýi innanríkisráðherra Bandarikjanna, sem tók við því embætti er lckes sagði sig iir stjórninni útaf mis- sætti við Truman forseta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.