Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1946, Blaðsíða 13

Fálkinn - 07.06.1946, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 KROSSGÁTA NR. 589 Lárétí skýring: 1. GuS, 4. liður á, 10. drungi, 13. efni, 15. óhreinkir, 16. biðja, 17. rœða við, 19. tengdir, 21. málfræð- ingur, 22. stefna, 24.borðar, 26. ró- legastur, 28. biblíunafn, 30. draup, 31. forsetning, 33. ölgerð, 34. fley, 36. spýta, 38. dósent, 39. vellur, 40. skemmdi, 41. samþykki, útl, 42. persónufornafn, 44. þjóta, 45. versl- unarmál, 46. gælunafn, 48. leiks, 50. gruna, 51. nauðsynlegt bílstjórun- um, 54. olíuborg, 55. svörður, 56. skemmtun, 58. jurtina, 60. safnar, 62. nýtir, 63. nes, 66. tröll, 67. elds- neyti, 68. stefnunni, 69. á hjóli. Lóðrétt skýring: 1. Elska, 2. bnöttur, útl., 3. deyja, 5. hluti, 6. sérhljóðar, 7. draugur- inn, 8. tala útl., 9. rýkkorn, 10. jurt, 11. bönd, 12. ílát, 14. rógur, 16. spik, 18. starfsemi, 20. hanskan- um, 22. fiskur, 23. verkur, 25. sull- ið, 27. grjót, 29. efni, 32. stefnur, 34. fálm, 35. þvarg, 36. góla, 37. fæða, 43. stýri, 47. er ennþá, 48. sár, 49. und, 50. býlin, 52. ferðast, 53. greinir, 54. skipta, 57. hest, 58. góð, 59. otað, 60. afltaug, 61. bein, 64. leik, 65. samhljóðar. LAUSN Á KROSSG. NR. 588 Lárétt ráðning: 1. Áts, 4. lausir, 10. slá, 13. rón- ar, 15. metin, 16. skar, 17. starfa, 19. ankeri, 21. Aral, 22. efa, 24. Jóna, 26. klaufaskaps, 28. aka, 30. iða, 31. ala, 33. L.R. 34. þil, 36. æða, 38. ar, 39. Latínan, 40. kraftur, 41. an, 42. GGG, 44. Ari, 45. Si, 46. nag, 48. stá, 50. sin, 51. reiðarslagi, 54. mein, 55. gos, 56. tæla, 58. seinna 60. Harald, 62. líða, 63. trafi, 66. anda, 67. óða, 68. storkna, 69. nag. Lóðrétt ráðning: 1. Árs, 2. Tóta, 3. snarka, 5. ama, 6. UE, 7. stafaði, 8. Ni, 9. ina, 10. skensa, 11. Lars, 12. ári, 14. Aral, 16. skóp, 18. flamingóinn, 20. Njarð- argata, 22. cfi, 23. asa, 25. sallann, karrinn, 29. krana, 32. lausi, 34. þig, 35. lag, 36. æra, 37. afi, 43. stropar, 47. greiða, 48. sag, 49. áss, 50. sil- ann, 52. eina, 53. gæra, 54. meið, 57. alda, 58. sló, 59. att, 60. hin, 61. dag, 04. RO, 65. FK. — AUir eigum við einhverntíma að deyja litigsaði úlfurinn með sér. Jafnvel þú, sem átt eilífðina í augliti þínu, verður einlivern- tíma að lúta fyrir byrði áranna. Þegar sól- in slokknar næst á himninum mun nýi snjórinn ekki finna spor okkar. En enginn niun éta okkur. Þvi að liinn vesæli úlfur hefir sómatilfinningu hann snertir ekki við þeim, sem lílóðið er slirðnað í. Taras og húsbóndi lians munu hvíla lilið við hlið. Þú yfirgefur mig ekki? Jegor horfi á gamla dyravörðinn sinn. —■ Nei, Taras, ég yfirgef þig ekki. En hvað eigum við að gera við börnin? Élfurinn hristi hausinn. Það var eins og þessi gainli heimspekingur hugsaði djúpt núna. Jegor liélt áfram eintalinu. Taras, þú veist ekkert um það, sem gerist utan skóganna hérna. í samfélagi mannanna er nokkuð, sem kallað er sið- menning. Hún liefir ógæfu í för með sér, morð, bruna og stríð. En dýpsta hugsjón hennar er þó kærleikurinn og miskunn- semin. Börnin mega ekki missa af tækifær- inu til þess a vinna afrek á vígvelli lifs- baráttunnar meðal mannanna. Þetta voru hyggin og gófuð börn. Jegor truflaðist af ræðu sinni af einum vitnisburði menningarinnar. Hátl í lofti sást móta fyrir gríðarstórri, grárri flug- vél. Niðurinn frá lienni rauf kyrrðina, og Taras lagði kollhúfurnar og fór að span- góla eins liátt og hann gat. Fjandsamlega. Þetta var í fyrsta skifti i mörg ár, sem siðmenningin kom í heimsókn austur yfir skóginn illa. Meðan Jegor var að stara á þelta sá hann sér til mikillar skelfingar að annað skrúfublaðið losnaði. Flugmaðurinn gerði það sem hann gat til að halda vélinni á réltum kili; en árangurslaust. Eins og fugl sem skotinn er til bana livarf flugvélin í faðm skógarins, einmitt þar sem fúafenin voru. Boð frá menningunni. IvUNNI stálfuglinn hafði vakið frum- skóginn, þar var allt á iði. Birnirnir urruðu, gaupan stökk grein af grein, villisvínið rýtti eins og' mannýgur griðung- ur innan um eikarhneturtíar frá i fyrra, og villigeiturnar lyftu hvössum hórnunum ógnandi. Hræddaslur og í mestri geðshræringu var Jegor. IJann hljóp eins liart og hann gat gegnum torfært kjarrið og úlfurinn Taras kom i humátt á eftir. Gjallandi óp heyrðist frá stóra feninu uppi á hjallanum. Þetta er heróp Sergejs, tautaði Jegor. Hann er kominn að flugvélinni, og nú er liann að kalla á okkur. Svaraðu hon- um, Taras. Ulfurinu opnaði ginið stóra, hann var eins og söngVari, sem er að ræskja sig. Svo heyrðist hásl ýlfrið i lionum svo að söng í trjábolunum, og á eftir heyrðist lág hrygla. Þetta þýddi það, að þeir værn að koma. Flugvélin lá á hvolfi í skógarjaðrinUm, sólin glampaði á fægðan aluminiumskrokk- inn. í fallinu liafi flugmaðurinn slöngvast úl úr vélinni og lá nú með andlitið upp en búkurinn var á lcafi í mýrinni. Börnin stóðu álút yfir honum og toguðu í liann af öllum kröftum til að ná honum upp úr feninu. Þau fóru vel og viturlega að öllu, og þegar Jegor kom á slysstaðinn hrópaði Sergej: - Eg held að hann sé lifandi! — Hjartað slær ennþá, sagði Ann-María. Og hann opnaði augun og brosti til okkar. Hann er góður! Flugmennirnir eru alltaf góðir menn, sagði Sergej með djúpri rödd. — Það held ég líka, sagði Jegor. Þeir eru að jafnaði nær himninum en við hinir. Við verðum að koma honum heim í hellinn. Hlaúptu að vélinni og vittu hvort þú finnur ekki snæri þar. Börnin létu ekki segja sér það tvisvar. Þau þekktu fúafenin út í æsar og' kunnu að vara sig á hættunum þar. Þau vissu ná- kvæmlega livar óliælt var að stíga og hvar ekki. Eins og klifurgeitur vógu þau salt á þúfnakollunum og eftir nokkrar mínútur voru þau komin að liinum fallna risa lofts- jns. Sergej hélt niðri í sér andanum meðan hann var að virða þetta mikla furðuverk fyrir sér. Augu hans tindruðu, hann lifði upp aftur drauma úr bernskunni. Þessar línur kannaðist hann við frá því er liann átti heima í brautarvarðarhúsinu, hann heyrði rödd móður sinnar, er hún laut niður að flugvélalíkaninu hans, full aðdá- unar: — Þú erl meistari, Sergej! Síðan hafði hann oft reynt að skera svona flugvél í tré, en liún varð aldrei eins l'alleg' og meistaraverkið, sem hann hafði smíðað þegar liann var barn. Ilann fann áhaldakassa og langa línu og svo lilla ferðatösku með ýmiskonar inni- haldi, meðalakassa, flösku af vodka, langa mauser-skammbyssu, eitthvað af mat og hitabrúsa. Annars var fátt þarna í stýrimannsklefan um nema margir olíu- og bensínbrúsar. Þeir voru íestir við þilið og gólfið með gúmmí- böndum og járnhöldum, og höfðu ekki orð- ið fyrir neinum skemmdum. Einu sjáan- leg'u skemmdirnar voru á skrúfunni og öðrum vængnum, og svo nokkrar dældir i skrolcknum. Sergej gat ekki haft augun af flugvélinni. Hann eygði þarna nýjan lieim æfintýranna, sem laðaði hann og lokkaði. Jegor tók eftir að drengurinn hafði kom- isl i annan ham, og hann skildi liverng í öllu lá. Sá dagur mundi nálgast, er hann sæti einn í hellisdyrum sínum. Einn góðan veðurdag mundi ókunni maðurinn fara og hafa börnin með sér út í heiminn, —- þennan stóra heim, sem honum var lolcaður Með sorg mundu þau yfirgefa liann, það vissi liann fyrir víst. En hitt var ekki vist

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.