Fálkinn - 07.06.1946, Blaðsíða 10
10
F Á L K I N N
Unglingareglan á Islandi 60 ára
Upphaf Góðtemplarareglunnar.
Árið 1851 hóf Góðtemplarareglan
starf sitt í New York-fylki í Banda-
ríkjunum. Menn þeir, er stofnuðu
hana, voru sumir kvekarar en aðrir
Frímúrarar.
Góðtemplarareglan ber því sterk
einkenni þessara félaga um hugsjón-
ir og ytra form. Æðsta hugsjón
hennar er að vinna að bræðralagi
og jafnrétti meðat mannkynsins,
efla bindindi og útrýma áfengis-
nautn um heim allan. Einkunnar-
orð hennar eru: trú, von og lcær-
leikur.
Stofnun unglingareglunnar.
Nokkrum árum eftir stofnun Góð-
templarareglunnar var byrjað að
stofna unglingastúkur með svipuðu
sniði. Fyrsta barnastúkan var stofn-
uð 1874. Menn sáu fljótt, ef liug-
sjónir félagsins œttu að verða ríkj-
andi i framtíðinni, yrði að safna
unglingunum saman og kenna þeim
grundvallaratriði þeirra hugsjóna,
sem félagsskapurinn var reistur á.
Ungiingareglunni voru valin ein-
kunnarorðin: sannleikur, kærleikur,
sakleysi.
Börnin lofuðu að forðast áfengis-
nautn, tóbaksnautn, peningaspil og
iilt orðbragð. Það var — og er enn
— skuldbinding þeirra, að þvi und-
anskildu, að loforðinu um blótið
var sleppt úr skuldbindingunni,
en talin skylda að forðast ljótt
orðbragð. Frá upphafi starfsins hef-
ir börnum verið kennt að temja
sér alla góða siði, vera hjálpfús við
félaga sína, hlýðin og skyldurækin
gagnvart foreldrum og kennurum.
Æskan nr. 1.
Starf Unglingareglunnar hér á
landi hefst með stofnun barnastúk-
unnar Æskan nr. 1 i Reykjavík.
Björn Pálsson, ljósmyndari, stofn-
aði liana 9. maí 1880. Nefnd frá
st. Verðandi nr. 9 undirbjó stofn-
un Æskunnar og gerðist verndar-
stúka hennar og er það enn, ásamt
st. Einingunni nr. 14. Æskan
var stofnuð með 30 félögum. Fyrsti
æðsti templar var sr. Friðrik Hall-
grímsson, þá 13 ára gamall, en
fyrsti gæslumaður Björn Pálsson,
ljósmyndari. Lágmarksaldur félaga
var 5 ár, en 2 árum síðar varð
hann 8 ár.
Æskan er fyrsta barnafélag,
sem stofnað befir verið hér á landi,
og hefir alla tíð verið í röð fremstu
barnastúkna á landi hér, bæði að
félagafjölda og i öllum framkvæmd-
um og er það enn. Nú liefir hún
yfir 400 félaga. Hún hefir alltaf átt
ágætu starfsliði á að skipa, bæði
eldra og yngra, og í röðum henn-
ar hafa verið margir þjóðkunnir
menn.
Útbreiðsla Unglingareglunnar.
Nokkru eftir að Æskan hóf starf
sitt voru stofnaðar 4 aðrar barna-
stúkur. Siðprýði nr. 2 í Reykjavík,
Sakleysið nr. 3 á Akureyri, Fyrir-
myndin nr. 4 á Stokkseyri og Gleym
mér ei nr. 5 á Eyrarbakka. Nr. 3
og 4 starfa ennþá. Síðan hefir félag-
skapur þessi breiðst út um allt land-
ið, hægt i fyrstu, en oftast farið
vaxandi, að undanskildum árunum
1915-20 og 1930 - 35. Þá fækkaði
nokkuð, en síðasta áratuginn hefir
félagatalan tvöfaldast. 1888 eru tald-
ir 169 félagar í 13 barnastúkum,
1900 800 félagar í 16 stúkum, en
nú eru þeir nær 6000 i 60 stúkum.
Yfirstjórn og starfslið.
Mál Unglingareglunnar voru fyrst
í stað rædd á þingum Stórstúku
íslands, og stjórn félagsskaparins
var lijá henni. En síðan 1925 hefir
Unglingareglan háð sitt eigið þing
og rætt sérmál sín.
Forustu hefir stórgæslumaður ung-
templara, sem er embættismaður
Stórstúku íslands. Fyrsti stórgæslu-
maður var Friðbjörn Steinson, bók-
sali á Akureyri, einn ötulasti starfs-
maður Reglunnar fyrstu árin. Alls
hafa 15 menn gegnt stórgæslumanns-
starfi þessi 60 ár. Lengst liafa þess-
ir starfað: Jón Árnason, prentari,
14 ár; Magnús V. Jóhannesson,
framfærslufulltr. og Steindór Björns-
son frá Gröf, 7 ár hvor; Þorvarður
Þorvarðarson, prentsmiðjustjóri 6
ár, núverandi gæslumaður Hannes
J. Magnússon, kennari 5 ár. Aðrir
hafa starfað styttri tíma, eiga allir
þessir menn skilið alþjóðarþökk
fyrir fórnfýsi, drengskap og dáð,
er þeir hafa sýnt í störfum sínum
fyrir þetta menningarmál.
Blaðið á nú bráðum hálfrar aldar
afmæli. Allan þann tíma hefir það
verið málsvari hinna fegurstu hug-
sjóna og átt mikinn þátt í uppeldi
íslenskrar æsku.
60 ára afmælið.
Hinn 9. maí síðastliðinn héldu
ungtemplarar í Reykjavik hátiðlegl
60 ára afmæli Unglingareglunnar
og barnast. Æskunnar með því, að
börnin söfnuðust saman við Góð-
templarahúsið kl. 1 e. h. Síðan vav
farið í skrúðgöngu um bæinn með
íslenskan fána og' Reglufánann í
fararbroddi. Síðan komu barnostúk-
urnar. með fána sína og embættis-
menn voru skrýddir einkennum.
Fremstir gengu embættismenn af-
mælisbarnsins, Æskunnar nr. 1.
Mörg börnin voru með litla islenska
fána. Var þetta falleg fylking. l\l.
2 var gengið i kirkju og hlýtt messu.
Fánaberar allir voru í kór. Biskup
landsins, dr. Sigurgeir Sigurðsson,
og séra Árelíus Nielsson, sem báðir
eru templarar, töluðu til bárnanna.
Sungnir voru sálmar úr söngbók
ungtemplara. — Kirkjuathöfninni
var útvarpað. Kl. 5 síðdegis hófst
hátíðafundur barnastúkunnar Æskau
í Góðtemplarahúsinu. Fundarsalur-
inn var fagurlega skreyttur og þétt-
skipaður prúðbúnum börnum og
gestum frá öðrum stúkum, sem
fluttu afmælisbarninu heillaóskir og
gjafir. .Börnin stjórnuðu sjálf fundin-
um með aðstoð gæslumanna sinna
og fórst þeim það prýðilega. Nokkr-
ir nýir félagar bættust i hópinn.
Eg er viss um, að fundur þessi verð-
í kirkjunni. Biskupinn talar til barnanna.
Frá hátíðafundi Æskunnarr.
Skrúðgangan.
Barnablaðið „Æskan“.
Barnablaðið Æskan er í raun og
veru málgagn Unglingareglunnar á
íslandi. Stórstúkan hóf útgáfu þess
1898 og hefir verið eigandi þess
ávallt síðan, oftast útgefandi og er
það nú. Ritstjórar hafa oftast ver-
ið ágælir góðtemplarar og efni
blaðsins hefir alltaf verið í sam-
ræmi við kenningar Reglunnar um
bindindi, siðgæði, drengskap og
mannkærleika. Ekkert blað hefir
flutt meira af góðu lesefni fyrir
börn og unglinga. Bókaútgáfa á
vegum Æskunnar bófst 1930 og
befir aukist jafnt og þétt. Blaðið
hefir nú á níunda þúsund kaupend-
ur og er þvi langútbreiddasta barna-
blað á landi hér. Vöxt sinn og við-
gang á Æskan ekki hvað sist að
þakka núverandi afgreiðslumanni
sínum, sem tók við því starfi 1928.
nr ógleymanlegur þeim er hann sátu.
Um kvöldið var flutt útvarpser-
indi um 60 ára starf Unglingaregl-
unnar og barnast. Æskuna.
Sunnudaginn 12. maí, kl. 1-2%
liéldu barnastúkurnar hér í bæn-
um fjölmenna skemmtisamkomu i
Gamla Bíó fyrir félaga sína og
nokkra gesti. Aðgangur var ókeypis.
Börnin önnuðust sjálf öll skemmti-
atriði. Þar fór fram kórsöngur
barna, leikfimi, söngur með gítar-
undirleik, upplestur sagna og kvæða,
2 smáleikrit voru sýnd og endað
á skrautsýningu, sem var táknræn
fyrir starf Unglingareglunnar. Tveir
drengir fluttu ávarp við upphaf og
endi samkomunnar. Þótti þetta góð
skemmtun og fór vel fram. —• Um
Framliald á næstu siðu.
Sig. Guðmundsson ljósm. tók
myndirnar.