Fálkinn - 07.06.1946, Blaðsíða 11
FÁLRINN
11
kvöldi ðönnuðust barnastúkunar
barnatíma útvarpsins. Var það einn
þáttur hátíðahaldanna. — Þennan
sama dag minntust aðrar barna-
stúkur afmælisins með hátíðahöld-
um og skemmtisamkomum, eftir því
sem ástæður leyfðu á hverjum stað.
Niðurlagsorð.
Það hefir verið hljótt um starf
Unglingareglunnar þessi 60 ár, eins
og venja er um síðbótastörf. Fyrst
i stað voru menn hálf hræddir við
þessa nýbreytni, en það breytlist
fljótt. Nú eru góðar barnastúkur
vinsæll félagsskapur, enda hinn
besti skóli, sé þeim vel stjórnað.
Unglingareglan kennir börnunum
að vinna í sameiningu að mikils-
verðum áliugamálum og eflir þann-
ig félagslegan þroska þeirra. Hún
kennir líka félagsstörf og stjórn
öllum betur, og er það mikils virði
á þessum tímum framfara og félags-
skapar. Einnig hefir liún forðað
fjölda manna frá liættum skaðnautna
og er það sannarlegt þjóðnytjastarf,
enda viðurkennt fyrir löngu síðan.
Allt starf hennar er mannbætandi
uppeldisstarf, sem þakka má leiðtog-
um hennar, lífs og liðnum.
Árangur starfsins verður mestur
og bestur þar sem menn skilja
þetta atriði og vilja rétta hjálpar-
hönd. Eg á enga afmælisósk betri
handa Unglingareglunni en þá, að
skilningur fjöldans á starfi hennar
vaxi stöðugt, svo að hún geti í
framtiðinni unnið ennþá meiri sið-
bótarstörf til heilla landi og lýð.
fíei/kjavík, 24. maí 1946.
Ingimar Jóhannesson
UNGBÖRN munu að jafnaði geta
lyft höfði þegar þau eru þriggja
niánaða, setið uppi stuðningslaust
þegar þau eru 6 mánaða, staðið
þegar þau eru níu mánaða og geng-
ið þegar þau eru eins árs. En vit-
anlega er þessi regla með mörg-
um undantekningum, eins og flesl-
ar aðrar.
ANABLEBS lieitir merkilegur fisk-
ur i vötnum Suður-Ameriku. Hann
hefir fjögur augu, og þegar liann
syndir stendur nokkuð af hausn-
um upp úr, svo að tvö augun eru
ofan vatns en tvö neðan, svo að
hann sér jöfnum höndum í vatni
og lofti, samtímis.
Fyrir utan spítalann.
— Þá er bezt að slást hérna. —
Þú ert þá nálægt lœkni!
JÚLIANA HOLLANDSPRINSESSA
hefir fyrir skömmu verið á ferða-
lagi um Norðurlönd, ásamt Bern-
hard prins, manni sínum. Ekki þyk-
ir hinn tilvonandi meykonungur
Hollands nein fríðleikskona, en hún
er vinsæl og mjög við alþýðnskap
vegna hispursleysis síns. Og Bern-
hard prins varð mjög vinsæll á
styrjaldarárunum fyrir ötula þátt-
töku sína i frelsisbaráttu Hollend-
inga og kvað vera hættur að brjóta
umferðarreglurnar, en fyrir það var
hann alræmaur áður.
— Segið þér mér, lagsmaður, hve
lengi eruð þér búinn að vera hljóð-
færastillir?
KULDAR í WIEN. I vetur, sem leið,
var oft allnapurt i Wien, og fátæk-
lingar borgarinnar höfðu alls engin
ráð til að hita upp heimili sín.
Yfirvöldin á breska hernámssvæðinu
þar i borginni hlupu bá undir bagga
með því að koma á fót ,,hitastof-
um“, þar sem sérhver rnátti koma
inn og hlýja sér.
í GAMLA DAGA, það er að segja
allt fram að siðbót, voru kirkjurn-
ar taldar svo heilagar, að óviðeig-
andi þótti að gefa saman hjón í
þeim. Þessvegna fóru hjónavígslurn-
ar fram úti fyrir kirkjudyrunum.
er frá Japan og sýnir frumstæða,
en algenga aðferð við hreinsun á
rís. Konan hellir honum úr körfu,
sem hún heldur hátt, en maðurinn
blæs hýðinu burt með þessari frum-
stæðu vindmyllu.
— Ég á því miður ekki 15 aura
til — en getið þér skipt 10 krónum.
Óþekkti sjómaðurinn.
Framháld af bls. 9.
það best að hann hefði þó þrátl
fyrir allt haft stígvélin sín með
sér í gröfina, jafnvel þó að þau
væru honum nú gagnslaus þar sem
hann livíldi.
Aðstoðarpresturinn fór, en við
stóðum eftir. Öllum var okkur víst
lsað sama í huga, að það væri ve-
sælt, að yfir moldum drukknaða sjó-
mannsins skyldu ekki vera töluð
nolckur orð. Og Jens, sem stóð við
hliðina á mér fór að skima í kring-
um sig og toga í buxnahaldið. Þegar
ég skildi livað olli óróa hans, ýtti
ég svo litið við honum og livíslaði.
— Láttu slag standa.
Þá steig hann eitt skref með húf-
una í hendinni og sagði:
— Heyrið þið piltar. Vel má
vera að þetta kosti mig einhver ó-
l^ægindi, en þá verður að hafa það.
Mér finnst bara að hann, sem ligg-
ur hér við akkeri, eigi að fá kveðju
frá þeim, sem drógu hann til hafn-
ar, og þeim sem hafa verið áhorf-
endur að því þegar liann lagðist við
fast. Bóndinn hefir allt sitt líf fyrir
augunum rúmið þar sem hann á
að gefa upp andann. Sjómaðurinn
eða fiskimaðurinn veit aldrei hvar
liann muni hljóta náttstað. Enginn
veit hvaðan hann er kominn, sá
sem nú er lagstur hér við stjóra,
en þrátt fyrir það skulum við samt
allir senda honum hlýjar stallbræðra
kveðjur. Máske aurum við saman
i trékross á leiðið eða girðingu um
það. Og, ef ég, ÓIi eða Pétur, eða
einhver okkar skyldi einhverntíma
farast og reka á ókunna fjöru, þá
vona ég að sjómenn og fiskimenn
muni gera hið sama við okkur og við
gerum fyrir hann. Þó að við þekkj-
um hann ekki eða vitum liver hann
er, og fáum aldrei neina þökk fyrir.
En þannig skal það vera sjómanna
á milli. Og þessvegna segi ég? Guð
veri með honum.
— Amen, sagði hafnsögumaðurinn
og við allir hinir.
Þannig var hann grafinn. Og
Jens varð mikill gæfumaður. En
árið eftir drukknaði Hans vestur
við Ameriku, en þangað sigldi hann
sem háseti. Og ég fékk svo illkynj-
aða gigtveiki að ég hefi orðið að
dragast með hana alltaf síðan. En
oft hefi ég liugsað til hans, óþekkta
sjómannsins og stígvélanna hans.
&
— Sýnist yður ég verða nokkuð
of karlmannleg á þessn?