Fálkinn - 07.06.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
Hörmulegur elds-
voði á Ísaíirði
5 manns brenna inni
Sá átakanlegi atburður skeði á
ísafirði s.l. mánudagsmorgun, að 5
manns fórust, 50 misstu aleigu sína,
og enn fleiri urðu húsnæðislausir,
er stórhýsið Fell brann til ösku og
2 steinhús brunnu að innan. Eldsins
varð vart laust eftir kl. 5 uni morg-
uninn, og á skammri stun'du varð
húsið Fell alelda. I því bjó fjöldi
vaða utan frá. Hélt það, að til rysk-
inga hafði komið, en þegar það leit
út, sá það eld gjósa út um glugga
i Felli. Var þá lilaupið af stað og
brunalúðurinn þeyttur og hrátt voru
allir ísfirðingar vaknaðir. Gatan
er ekki nema 9—10 metra breið
þarna, og sýnt þótti, að húsin á móti
væru í hættu, og var því byrjað að
á herbergi sinu. Við það fótbrotn-
aði hann á báðum fótum. Hann var
sá eini, sem þurfti að flytja á sjúkra-
hús af þeim, seni meiddust. Þór-
ólfur Egilsson, rafvirki, sem einnig
bjó á annari hæð bjargaði sér á
sama liátt og Jóhann, en meiddist
ekki að ráði. A þriðju liæð bjó
Kristján Kristjánsson, sjómaður,
Fyrri myndin er tckin er eldsvoðinn stóð sem hæst. Siðari myndin ei tekin í Hafnarstrœti er Fell var orð
ið alehla. (Ljósm.: Siy. J. Dalhmann)
manns, bæði fjölskyldur og ein-
hleypir. Einnig voru í liúsinu 3
verslanir. Um það bil, sem eldurinn
kom upp, voru ísfirðingar margir
hverjir að koma af sjómannaskemmt-
un, og nokkrir ibúar Fells voru ný-
komnir heim. Margir virðast liafa
orðið eldsins varir á tímanum 5,15-
5,20, bæði vegfarendur og fólk úr
næstu húsum, sem vaknaði við há-
bjarga út úr þeim strax. Hús þessi
voru nr. 4 og 0 við Hafnarstræti.
En þar sem ekki leið nema hálftími
frá því, að kviknaði í þeim hús-
um, varð litlu einu bjargað. Um
björgunarstarfið við Fell er þetta
að segja:
Jóhann M. Guðmundsson, vélstj.,
sem bjó á annari hæð, bjargaði sér
með því að stökkva út um gluggann
ásamt móður sinni á áttræðisaldri,
Elisabetu Hermannsdóttur. Einnig
bjó kona að nafni Sigríður í sömu
íbúð og 8 ára gömul telpa, sem
gisti hjá þeim þessa nótt. Kristján
kastaði telpunni og móður sinni
niður í teppi, sem nokkrir menn
höfðu strengt á milli sin fyrir neðan
lnisið. Sigríður kastaði sér því
næst niður á teppið, en Kristján
varð fyrst að klifra niður á aðra
hæð og kasta sér síðan út, þar sem
teppið sást ekki af þriðju hæð fyrii'
reyk. Fjölskylda Kristjáns var ný-
flutt í Fell og voru eigur hennar
óvátryggðar. Annar heimilisfaðir,
Sigurlaugur Sigurlaugsson, verka-
maður, bjargaði konu sinni og 5
börnum út um glugga og niður á
skúr, sem var áfastur við hiisið.
Komust þau út á náttldæðunum ein-
um saman, og þau lijónin eitthvað
meidd. Innbú þeirra var óvátryggt.
Þannig var það og mcð fjölda ann-
ara, að þeir björguðust á siðustu
stundu allslausir. Fólkið sem brann
inni var allt á þriðju hæð hússins.
Þa voru hjónin Sigurvin Veturliða-
son, sjómaður, þritugur að aldri,
og Guðrún Árnadóttir, 20 ára. Þau
eiga tvö hörn á lífi. Annað er sex
ára gamalt og dvelst i Aðalvik, en hit
er þriggja ára, og höfðu þau hjón-
in komið því fyrir hjá kunningja-
fólki sínu um nóttina til þess að
geta farið á sjómannaskemmtunina.
Þau voru nýkomin heim er eldsins
varð vart. — Systkinin Hermann
Bjarnason, 18 ára, og Sigriður Iiorg-
hildur Bjarnadóttir, 4 ára, brunnu
einnig inni. Þau voru fósturbörn
hjónanna Hermanns Jóhannssonar,
sjómanns, og Aðalfríðar Friðriks-
dóttur. Hjónin voru á skemmtun-
inni eins og fjöldi ísfirðinga. Sú
fimmta sem fórst í brunanum var
Bjarney Sveinsdóttir, tæplega 10 ára
gömul. Hún bjó ekki í liúsinu, en
liafði verið fengin til þess að gæta
Sigríðar um nóttina. Foreldrar lienn-
ar eru Sveinn Jónsson, verkamaður
og Eyjólfa Guðmundsdóttir. Eigandi
Fells var Finbjörn Finnbjörnsson,
sem liafði þar málningarvöruversl-
un. Einnig var raftækjavinnustofa
' Framh. á bls. l't.
Signrvin Veturliðason