Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Dæmdur til dauða. — IJér sést Jon Anlonescu, hershöfðingi, fyrrum ein- rœðisherra Rúmeníu, á mektardögum sinum. Hann er í könnunarferð á vígstöðvunum. Þjóðardómstóll í Búka rest hefir nú dæmt hann til dauða fyrir samvinnu við nazista. Nýir einkennisbúningar. - Bæði liðs- foringjar og óbreyttir hermenn inn- (ui breska hersins hafa nú fengið nýja einkennisbúninga. Þeir eru (lökkbláir, og verða notaðir þar, sem hinn gamalkunni brúnleiti her- búningur (battledress) á ekki við, t. d. í leyfum, við hersýningar og ýmisskonar hátiðleg tækifæri. Vínarbörn til Sviss. — Aljjjóða Rauði krossinn ætlar nú að senda 10.000 börn frá Vín til Svisslands, þar sem þau fá að dvelja í þrjá mánuði til þess að ná sér eftir skortinn og s t yrjcd d arógn irnar. Ilér sést vin- gjarnlegur Rauða kross foringi líta á passa barnanna við broltför þeirra. Heimsklukkan í Greenwich AÐUR en Columbus kom til Ameríku voru siglingar aðallega á Miðjarðarhafi „með löndum“ og menn hættu sér ekki út á rúmsjó. Þessvegna töldust siglingar lil Islands, Grænlands og Yínlands til und- antekninga og þóttu afrek. En þegar landkönnunarferðir hóf- ust fyrir alvöru í lok 15. aldar urðu skipin að hætta sér óra- leiðir um slóðir, þar sem aðeins sást himinn og haf. Varð þá að- kallandi þörf á því, að skipin gætu ákvarðað hvar þau væru stödd. Mörg skip týndust og margar skipshafnir dóu úr liungri og þorsta eingöngu al' því, að þær vissu ekki hvar þær voru staddar. Það var alls ekki sjaldgæft að skip væru að villast svo sem 40 - 50 sjómílur frá ákvörðunarstaðnum. — — Spánn var fyrsta landið, sem hafði hagnað af fundi Ameríku og þessvegna var ])að þar, sem menn fundu fyrst til þessarar vöntunar. Því var það, að árið 1598 hét Filippus II. Spánarkon- ungur 100.000 kr. verðlaunum þeim manni, sem gæti fundið aðferð til að ákvarða stöðu skipa, sem ekki sæu til lands. Og nokkru síðar hétu Hollend- ingar 30.000 flórina verðlaun- um fyrir það sama. Þá var veldi Spánverja að hnigna á hafinu; England var orðið hætlulegur keppinautur um yfirráðin í Vesturheimi og fór að finna þörfina á staðarmælingum. Það var mestum erfiðleikum bundið að finna lengdarstigið. Snúningur hnattarins um öxul sinn, sem veldur því að manni sýnist sól og stjörnur færast yfir himinhvolfið á hverjum sólarhring, sýndi fasta punkta á norður- og suðurhimninum — í beinni framlengingu jarð- öxulsins — og með miðunum á þá punkta var auðveldlega hægt að ákvarða breiddarstigið, þ. e. hve norðarlega eða sunnarlega maður var staddur. En hins- vegar er enginn fastur depill til á himinhvelinu, sem hægt er að miða lengdarstigið við, þ. e. hve austarlega eða vestar- lega maður var staddur. Nú á tínmm þykir þetta auðvelt mál, þvi að það er hægur vandi að sjá, hvenær sólin er í hádegis- stað á þeim hletti, sem maður er staddur á, og sjómaður getur Á jóladaginn 19)5 fór einkennileg athöfn fram í stjörnuturnin- um í Greenwich. Þá var vígð ný klukka, sem tekur fram öll- um sigurverkum heims, fyrsta klukkan, sem mælir 1 þúsund- asta úr sekúndu. — Hér segir ýmislegt frá stofnuninni þar. — alltaf ákveðið það. Hafi liann svo ldukku, sem sýnir tímann á þeim stað, sem lengdarstigin eru talin frá, er auðvelt að finna lengdina á hverjum stað sem er, svo framarlega sem sést til sól- ar um hádegið. Sýni klukka, sem gengur eftir Greenwich meðaltima, t. d. 3 þegar sólin er í hádegisslað, þá táknar það, að maðurinn sem lítur á liana er staddur 45 lengdarstigum fyrir vestan Greenwich, þvi að jörðin snýst sem svarar 15 stig- um á liverjum klukkutíma. — Þetta er einfaldasta aðferðin til staðarákvörðunar, sem sjó- menn nota í dag. En í gamla daga var þetta eklci eins auð- velt, vegna þess að áreiðanlegar klukkur vantaði. Margir reyiidu að vinna til verðlaunanna, en flestar tillög- urnar voru einskis virði og sum- ar hein fásinna. Franskur æfin- týramaður gaf sig t. d. fram og sagðist liafa fundið aðferð til að mæla lengdarstigið, en áð- ur en Karl II. Englandskonung- ur horgaði honum verðlaun, er hann hafði lieitið, lét hann nefnd sérfræðinga athuga til- lögurnar. Byggðust mælingarnar aðallega á athugunum á tungl- inu. Einn nefndarmanna var ])resturinn John Flamsteed, sem þá var orðinn frægur stjörnu- fræðingur. Hann lagði til að ít- arlegar athuganir færu fram á tillögunni árum saman. Varð þetta til þess, að Karl konung- ur afréð að stofna stjörnufræði- stofnun, og skipaði Flamsteed forstöðumann hennar. Hinn frægi húsameistari C. Wren, sá sem teiknaði St. Pauls- kirkjuna og fjölda annara kirkna í London, var fenginn til að ákveða stað handa stofn- un þessari. Hann valdi hæsta hólinn í Greenwich Park. Efni og verkalaun skyldi „greiðast með þvi fé, er koma kynni í vorar liendur fyrir sölu á gömlu og gölluðu púðri, og má ekki fara fram úr 500 sterlingspund- um,“ en Flamsteed fékk em- hættisheitið kgl. stjörnuskoðari og 100 punda árslaun, ásamt skipun um „að finna hin lang- þráðu lengdarstig á ýmsum stöðum lmattarins, siglingar- kúnstinni til fullkomnunnar.“ En með þessari útnefningu hófust erfiðleikar Flamsteed. í þrettán ár starfaði hann svo að segja einn að verkefninu’ og leiðbeindi jafnframt nokkrum nemendum í stærðfræði og stjarnfræði til að hafa ofan i sig að éta. Áhöldin, sem hann hafði sextant, með sjö feta rad- ius, og önnur minni, sem hann smíðaði sér sjálfur. Þegar faðir lians dó, 1688, batnaði efnahag- ur lians svo, að hann gat ráðið til sín verkfærasmið, sem hét Abraham Sharp, og setti nú upp stein-„kvadrant“, sem bann not- aði mest við mælingar sínar. Flamsteed hefir tvímælalaust verið mikill stjarnfræðingur, og hann á heiðurinn af ýmsum um- bótum i hagnýtri stjarnfræði, sem stjarnfræðingar nota sér þann dag í dag. I. Newton, könnuður þyngd- arlögmálsins, var þá nýlega orð- inn frægur, og vildi hafa sam- vinnu við Flamsteed. En von bráðar lenti í stælum milli þess- ara tveggja vísindamanna. — Flamsteed var afbrýðisamur og vildi fyrir livern mun ekki, að aðrir gætu eignað sér lieiður- inn af uppgötvunum þeim, sem hann var að vinna að. Loks dó liann, gamall og vonsvikinn, áður en ný og aukin útgáfa af riti hans „Historia celeslis Brit- annica“ var komin út. Það var aðeins um einn mann að gera, sem hafði lærdóm til að taka við embætti hans: Edmond Halley, prófessor í stjarnfræði við Oxford-háskóla, þann sem lialastjarnan mikla er kennd við. Hann var orðinn 63. ára þegar liann tók við embættinu, liafði ferðast víða um lönd og rannsakað jarðsegulmagn, líka liafði hann reiknað út braut halastjörnu sinnar og sagt fyrir hvenær hún sæist næst, nfl. ár- ið 1758, en þá var Ilalley dauð- ur fyrir 16 árum. Ásamt aðstoðarmanni sínum og eftirmanni, Bradley, endur-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.