Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1946, Qupperneq 2

Fálkinn - 29.11.1946, Qupperneq 2
2 FÁLKINN Heilsnhæli Náttúrulækningafél. ísiands Náttúrulækningafélag fslands hef- ir aiS undanförnu verið á linotskóg eftir hentugum stað fyrir væntaniegt heilsuhæli félagsins. Hefir bæði verið leitað á Suðuriandi og í .Borg- arfirði, og ákjósanlegasti staðurinn af þeim, sem völ var á, var talinn Gröf í Hrunamannahreppi. Er þar landrými nóg, ræktunarmöguleikar miklir, góð skilyrði til bygginga- framkvæmda og skjólgott mjög. En höfuðkostur jarðarinnar er samt heita vatnið, sem sprettur þarna upp 100 stiga heitt, 20 til 25 lítrar á sek. Hlunnindi þessi af lieita vatninu falla í skaut tveggja búa auk Grafar, sem sé Högnastaða og Hvamms, sem eru byggðar út úr Gröf. Á jörðinni er nýtt 12 kúa fjós, en bæjarhúsin fremur gömul, svo að ráðgert er að byggja þau upp á næsta ári. Kaupverð jarðarinnar er 100 þús. krónur, auk 20 þús. króna gjalds fyrir gróðurhús, sem eru í eign á- búanda. Hefir nú stjórn Náttúru- lækningafélagsins fengið leyfi fé- lagsfundar til að festa kaup á jörð- inni. Ráðgert er, að heilsuhælið verði i senn dvalarstaður, ])ar sem fé- lagsmenn geti notið hressingar, og kennslustofnun, þar sem mönnum verði kennt að neyta heilsuvernd- arfæðis. 1 boði, sem Náttúrulækningafé- lagið hafði fyrir blaðamenn, sagði Jónas Iiristjánsson, forseti félagsins, að það væri ekki ætlunin að hafa heilsuliælið með neinu „lúxus“- sniði, heldur yrði þar óbreytt fæða á borðum, beint úr skauti náttúr- unnar. Hann sagði að á svissnesk- um heilsuhælum gæfi slíkt fyrirkomu lag langbestan ávöxt. Fór Jónas nokkrum orðum um neyslu manna og fræðsluskort í þeim efnum. Einnig tóku til máls í boði þessu Björn L. Jónsson, veðurfr., frú Matthildur Björnsdóttir og Pétur Jakobsson. Ræddi Björn um stofn- un lieilsuhælis og bókaútgáfu Nátt- úrulækningafélagsins, sem nú væri að aukast, auk þess sem einnig væri að hefja göngu sína tímarit félags- ins. Frú Matthildur talaði um minn- ingarspjöld þau, sem félagið hefir látið prenta, og eru þau einkar falleg að gerð. Pétur talaði um stofn un félagsins og viðgang þess. Til þess að tryggja örugga af- .greiðslu heilsuhælismálsins þarf Náttúrulækningafélagið á fjárhags- legri aðstoð að lialda, og það er vonandi, að menn bregðist vel við fjárbeiðni þess til styrktar þessu þarfamáli. Bókasýning Helgafells Að undanförnu hefir staðið yfir nýstárleg sýning í Sýningarskála myndlistarmanna. Bókaútgáfan Helgafell hefir komið þar upp stór- myndarlegri bókasýningu, og það verður áreiðanlega enginn fyrir vonbrigðum, sem lítur inn á liana. Auk bókanna, sem til sýnis eru, eru listaverk eftir fræga málara og teiknara. Einnig hefir verið útbúin setustofa þarna inni með djúpum stólum, sófa og fleiri þægindum, og svo dynjandi „músik“ allan lið- langan daginn. Það er sem sé gert allt til þess að þóknast gestunum, og það er vel. Svo að drepið sé nokkrum orð- um á bækurnar, sem þarna getur að líta, þá má byrja á þvi að nefna Brennu-Njáls sögu og Grettissögu í hinu skrautlega bandi, sem þær hafa fengið. Þá er þar Ritsafn Þor- gilsar gjallanda, útgáfa af ljóðaþýð- ingum Magnúsar Ásgeirssonar, sög- ur Kristmanns, Þorbergs Þórðarson- ar, Kiljans og fleiri öndvegisskálda. Þarna eru fjölda margar af nýjum og nýlegum bókum, eins og t. d. Vítt sé ég land og fagurt, eftir Guð- mund Kamban, Austantórur Jóns Pálssonar, Uppstigning Sigurðar Nordal, Árnesingasága og Saga Eyr- arbakka. Ekki má gleyma bók dr. Fritz Kahn. Bókinni um manninn, eða hinni skrautlegu útgáfu af Ijóðmæl- um Jónasar Hallgrímssonar. Fjöldi annarra ljóðabóka er þarna, og þar á meðal vandaðar útgáfur af ljóð- um ýmissa gamalla öndvegisskálda Þarna eru skáldsögur Jóns Thor- oddsen, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar og Kvæði o;g Rímur el'tir Hallgrím eru þarna í útgáfu, sem slíkum verkum hæfir. Bók Vil- hjálms S. Vilhjálmssonar, Brimar við bölklett, er þarna, Gróður og sandfok eftir Guðmund G. Hagalín. Ekki má svo gleyma Heimskringlu og Niels Finsen. Dimmur hlátur, eftir Sherwood Anderson, er þarna undir flokknum Nútímasögur. Svo eru ósköpin öll af myndskreyttum barnabókum og stuttar sögubækur vantar ekki. Þetta, sem nefnt hefir verið, er þó alls ekki tæmandi, enda væri það langt mál, ef telja ætti upp all- ar bækurnar. Eins og áður er sagt, er mikið af teikningum á sýningunni. T. d. er fjöldi mynda eftir Örlyg Sigurðs- son. Þær eru úr bókinni Öfugmæla- vísur. Einnig eru þarna myndir Ásgeirs Júlíussonar úr Fögru ver- öld, eftir Tómas Guðmundsson. Allir þeir, sem tækifæri hafa, ættu að bregða sér á þessa merku og snotru sýningu Helgafells. ***** * Allt með íslenskum skipuin! * Kaupmenn - Kaupfélög Vefnaðarvörur eru væntanlegar í miklu úrvali á næstunni. Eftirtaldar vörur getum við afgreitt með stuttum fyrirvara: Dúkar, fjölbreytt úrval. Tilbúinn fatnaður. Karlmannanærföt. Kven-undirföt, svissnesk og; ensk. Kvenkápur og Plastic-kápur. Kjólaefni, Sand-crepe. Crepe-fóðurefni. Kápuefni. Gardínuefni. Sokkabanda-belti, o. m. fl. Ef þér hafið óráðstöfuð innflutnings- og gjaldeyris- leyfi, þá lítið á sýnishornasafn okkar, áður en þér festið kaup annars staðar. Kristján G. Gíslason & Co. H.f. i Hljöðfærahús Reykjavikur 30 ára 21. nóv. síðastl. voru liðin 30 ár frá stofnun Illjóðfærahúss Reykja- víkur, sem nú er elsta og stærsta hljóðfæraverslun landsins. Hún var stofnsett af frú Önnu Friðriksson, sem hefir rekið hana til þessa dags. Hefir jafnan verið kraftur í rekstri fyrirtækisins, og bæði verð þar allt á boðstólum fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur, auk þess, sem fjölmargir söngvarar og tónsnill- ingar hafa komið liingað til lands- ins á vegum Hljóðfærahússins og Einar Eiríksson frú Eiriksstöðum, á Sóleyjargölu 5, verður 80 úra 30. þ. m. bætt úr hljómleikaskorti höfuðstað- arins. í fyrstu hafði Hljóðfæraverslun frú Önnu aðsetur i Templarasundi 3, en húsrými var lítið. Síðan var verslunin flutt í Austurstræti, en þvi næst á Laugaveg 18. Þá var leðurvörudeildin stofnuð, þvi að ekki var viðlit að versla eingöngu með grammófónplötur og slikt, þar sem ekki fékkst neitt slíkt innflutt. Síðan liefir leðurvörudeildin verið föst deild Hljóðfærahússins. Nú hef- ir verslunin aðsetur sitt i Banka- stræti 7, eins og kunnugt er. Siegfried-línan eða Weslwoll, sem Þjóðverjar eyddu mörgum árum og ógrynni fjár til að byggja við landa- mæri sín gegn Frakklandi — en þar var Maginot-línan — kom ekki að miklu gagni í styrjöldinni. Nú tilkynnir franska setuliðsstjórnin í Ilessen-Pfalz að farið sé að jafna virki þessarar víggirðingar með jörðu. Þegar búið er að flytja burt allar jarðsprengjur og eyðileggja virkin ofanjarðar og neðan verður landsvæðið gert að akurlendi. Og næsta haust verður engin Siegfried- lína til. *****

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.