Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 5

Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 bílana, og að vörmu spori voru 4-5 bílar, sem eftir voru, komnir að liallardyrunum. Og nú var þolin- mæði min þrotin. En ég vissi að ekki þýddi að veita viðnám lengur, og vissi fyrirfram hverjir áttu að koma með mér af heimafólkinu. du Parc greifi, lcennari Baudoins, Wemaes adjútant konungsins og nokkrir aðrir höfðu sagt að þeir gætu ekki yfirgefið okkur, og nú sagði ég Þjóðverjunum að ég mundi setjast i bílinn fremur en að láta bera mig þangað með valdi. En það væri með því skilyrði að þetta fólk, sem ég nefndi, kæmi líka. Bunting gekk að því að mestu leyti en vildi þó ekki veita’ sumum far- arleyfi. En þó lét liann undan. Eg gleymi aldrei mínútunum sem liðu þangað til hann leyfði að greifinn, Wemaes, fóstra Alexandre og þau liin kæmu með mér..“ Rödd prinsessunnar titraði og hún hélt áfram. „Eg hafði stungið þrem- ur skammbyssum í handtöskuna mína. Eg gerði mér ekki grein fyrir hversvegna, en fannst að ef ég léti liart mæta hörðu, þá gæti farið svo að við þyrftum á vopnum að halda. Og svo hélt bílalestin af stað klukk- an sex um kvöldið. Við ókum með- fram röðum af þýskum liermönnum á mótorlijólum. Það var auðséð að ráðstafanir liöfðu verið gerðar til að fyrirbyggja flótta af okkar hálfu. En ekki vissi ég hvert átti að fara með okkur og var ekki svarað er ég spurði. Seint um nóttina nám- um við staðar einhversstaðar i Luxembourg, börnin, sem voru dauð- þreytt, fenigu cinlivern matarbita og okkur var vísað á rúm. Eg svaf ekki nokkurn blund, þó ég væri dauðþreytt. Haldið var áfram mjög snemma morguninn eftir og mér fannst brátt á öllu, að fangaverð- irnir okkar vissu ekki einu sinni hvert við ættum að fara. Alltaf var verið að stöðva okkur. Bunting sýndi skjöl sín og álti löng samtöl við varðmennina áður en við feng- um að halda áfram. Dagurinn leið og siðla kvölds vorum við enn á ferð, en nú á þýskum vegum, en enginn vissi livert átti að fara. Loks námum við staðar eftir miðnætti. Það var í Weimar og nú var farið með okkur á gistiliús, sem Gestapo notaði að öllu leyti. Það fyrsta sem ég tók eftir er ég kom inn í herbergi mitt var lítil, .svört plata á veggnum, sem hafði verið sett i skugga úti í liorni til að láta bera_ sem minnst á lienni. Þetta var eins og hljóðnémi og ég er viss um að Geslapo hefir viljað lilusta á hvað við töluðum saman innbyrðis. En þeir fengu lítið að heyra. .. . Við greifinn ræddum um hvernig skyldi skifta í herbergin. Josep- bine, Alexandre og fóstra hans og ég vorum í einu herberginu, en Wemaes var lijá Albert og du Parc Mösurtré — „Ahorn“-tré eða mös- ur trén, eins og þau hafa verið kölluð á íslensku, gefa af sér mik- ið hunang, enda sækja býflugurnar mjög í blóm þeirra. Þau gefa líka af sér hunangssætan safa, sem sumstaðar er tappaður úr stofni þeirra og síðan notaður í tgggi- gúmmí meðal annars. hjá Baudoin. Okkur var sérstaklega órótt útaf honum, því að hann var ríkiserfinginn. Þetta var hræðileg nótt. Við vor- um öll svo þreytt að við gátum varla setið uppi, en ég' þorði'ekki að sofna. Eg var að hugsa um konungsbörn- in, sem ég bar ábyrgð á, og gat ekki sofnað i marga klukkutíma. Loks blundaði ég en vaknaði fljótt aftur — það var fyrir dögun — við að tveir menn komu, sem sögðust vera sendir af Himmler. Nú tóku þeir við stjórn bílanna og' áttu að halda áfram snemma um morguninn. Eg mótmælti að venju, en spurði síðan hvert ætti að fara með okkur. Þeir svöruðu að þeir hefðu fengið skip- un um að svara ekki spurningum minum, og síðan fór ég aftur í rúm- ið. Eg var varla lögst útaf þegar lofl- varnarmerki var gefið. Þetta voru hræðileg' ólæti, og fyrir utan dyrn- ar var hrópað til okkar á þýsku að fara þegar niður í byrgin, því að óvinaflugvélar væru að koma. du Parc, Wemaes og ég tókum sitt hvert barnið og hlýddum. í kjallar- anum sátum við til morguns. Þá kom síðasta reiðarslagið. Sendlarn- ir tveir frá Himmler tilkynntú að ég og börnin ættu að halda áfram ferðinni, en du Parc, Wemaes og öll hin áttu að fara aftur til Belgiu! Þetta var eins og krepptur hnefi beint í andlitið. „Nei!“ æpti ég. „Nei, aldrei!“ ég sleppti mér alveg, ég hafði varla fest blund i fimm sólarhringa og lifað í sífelldum ótta um konunginn og börnin, og nú missti ég alveg stjórn á sjálfri mér. Eg fékk krampagrát og gat ekki stillt mig, hvernig sem ég vildi.“ Prinsessan hristi liöfuðið, brosti og roðnaði er hún rifjaði þelta upp. Konungurinn horfði á hana og ég gat imyndað mér hvernig honum var innan brjósts. Svo hélt hún áfram: „Þetta var ekki sem vitlaus- ast, þvi að þáð liafði áhrif á böðl- ana. Þeir virtust vera í vandræðum og fóru nú að ráðfæra sig hvor við annan. Eg skit þýsku vel og heyrði að annar var að minna hinn á hve veik ég hefði verið nokkrum vikum áður, er ég var nærri farin úr lungnabólgu. Það væri ekkert gaman fyrir þá, ef eitthvað yrði að mér. Loks gáfu þeir það eftir að du Parc, Wemaes og fóstran fengju að halda áfram. Það var ausandi rigning og allt ömurlegt þegar bílarnir héldu á- fram ferðinni. Bilstjórarnir og ann- að fólk, sem hafði komið með okk- ur frá Laeken skipaði sér í röð þegar bílarnir fóru af stað, enginn brá svip og margt mátti lesa úr augum þeirra er þeir kvöddu. Það var sárt. En nú stýrðu þýskir bíl- stjórar bílunum okkar og óku hratt og gáfu sér engan tíma til að hafa biðir eða ráðgast saman. Það var auðséð að ákvörðunarstaðurin hafði verið ákveðinn,' en kviði okkar óx með liverri mínútu. Hvert átti að fara með okkur? Eftir þrjá tíma ókum við yfir breitt fljót, sem við fréttum síðar að væri Elbe, og síð- an snerum við inn á krókaveg, upp með fjallslinúk. Þar var alskipað varðmönnum, alvopnuðum og ineð varðhunda, sem voru eins og úlfar. Nú vorum við stöðvuð og látin sína skilríki okkar, síðan fórum við um lilið á þremur gaddavírsgirðingum, liverri eftir annari og síðan gegnum járngrindur, sem iskruðu á hjörun- um. Og bifreiðarnar námu staðar í virkisgarði. Eg gleymi aldrei hvernig mér var innanbrjósts þegar liliðinu var lokað eftir okkur. Það yar eins og gildra væri að lokast. En svo steig ég út og leit í kringum mig og sá mér til mikillar gleði mann, sem ég kannaðist við. Það var Gierts majór, stallari Leopolds konungs, sem hafðMarið með honum frá Laeken! Eg lirópaði víst þegar ég spurði: „Hvar er konungurinn?" og Gierts svaraði: „Þarna uppi!“ Nú þagnaði de Réthy prinsessa. Hún starði á konunginn, sem stóð hreyfingarlaus við arininn. Hann horfði á hana, en það kom þján- ingasvipur i andlitið. Svo þögðu þau bæði um stund. Þegar við fórum að tala saman aftur sagði ég: „Prinsessa, ég skil hve ömurlegur þáltur í lífi yðar þetta hefir verið. Eg þakka yður fyrir að þér hafið eigi að síður sagt mér frá honum, og geri ráð fyrir að yður þyki skemmtilegra að tala um eitthvað annað. . t. d. fyrsta kapitulann, ef svo mætti segja. Það fer ýmsum sögum af þvi livern- ig þið konungurinn kynntust, og það væri gaman að lieyra rétlu útgáfuna. Hún leit aftur á konunginn spyrj- andi, og aftur kinkaði liann lcolli og sagði: „Segðu frá!“ „Þetta var í sjálfu sér mjög ein- falt. Eg var tvítug og þetta var árið 1938. í Nieuport átti að afhjúpa minnisvarða Alberts konungs, og foreldrar mínir vóru meðal þeirra, sem konungurinn liafði boðið á at- höfnina. Þau voru boðin í hádegis- verð með konunginum i Ostende, en þaðan var farið til Nieuport og síðan á kappreiðar. En ég, sem vit- anlega var ekki boðinn, hafði farið á kappreiðarnar, og þar sáu for- eldrar mínir mig úr konungsstúk- unni og komu til að tala við mig. Konungurinn sá þetta og spurði hver ég væri. Svo sendi liann aðjút- ant sinn til foreldra minna með skilaboð um, að ég kæmi með þeim upp í stúkuna aftur. Það gerði ég og þar hittumst við i fyrsta skifti.. Þetta er mjög einfaldur þáttur, finnst yður ekki?“ Sótthreinsandi tár. Karl Meyer prófessor við Columbia-háskólann, hcfir fært sönnur á að tárin séu sótthreinsandi. í þeim er sótt- kveikjudrepandi eitur, sem nefnist biotin, og er ef til vitl áhrifameira en penicillin. Biotin kemur fyrir í efni, sem heitir „lyzozyme“, og sem Alexander Fleming, uppgötvari penicillinsins, fann árið 1922. En nokkru síðar uppgötvuðust súlfa- meðulin, og þá gleymist „lyzoz- yme“. Biotin er sterkasta bætiefn- ið, sem menn þekkja, en liefir engin áhrif nema i sambandi við annað bætiefni, sem heitir avidin'og einn- ig finnst i tárum og styrkir biotin- ið 30 sinnum. — Það er ekki ólik- legt að grátkonur gangi i endurnýj- ungu lífdaganna eftir þetta, og að læknarnir fari að safna tárum við jarðarfarir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.