Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1946, Page 9

Fálkinn - 29.11.1946, Page 9
FÁLKINN 9 er níu, svo að hann hefir sofið yfir sig. Hann leggur eyrað upp að þilinu og hlustar. Allt er hljótt hinumegin, — kannske sefur hún ennþá, eða skyldi hún vera komin á fætur o,g farin? Á einu augnabliki er hann kominn fram úr,- skrúfar frá steypunni, og klæðist síðan í snatri. Hún stendur í ferðafötunum í forsalnum og símar, þegar liann gengur niður í matsalinn. Hún horfir út í bláinn, gegnum spogilrúðuiglerin í matarsals- hurðinni, það er eins og augun vilji ekki sjá myndina af hon- um, en'hann veit að liún finnur að hann er þarna. — — — Með töslfuna í hendinni og frakkann á liand- leggnum stendur Sofus Daler og bíður óþolinmóður eftir gufubátnum, sem á að flytja liann á ákvörðunarstaðinn, þeg- ar hann sér hilla undir hana langt uppi í götunni. Það hafði ekki oft komið fyrir karlmenn- ið Sofus Daler að hapn væri skjálfhentur. En það var eins og rafstraumur færi um liann þegar hún, með gistiliússendil- inn á eftir sér, strýkst aðeins við jakkaermina hans um leið og hún smeygir sér út á land- ganginn. Hann í-yðst áfram milli tveggfja roskinna kvenna og kemur næstur á eftir henni i salkytruna aftur á. Er hann að verða vitlaus? Hann sem hélt að hann væri öruggur gegn öllu slíku, er far- inn að elta bráðólcunnuga konu, sém lætur eins og hún sjái hann ekki. Hún lítur aldrei beint á hann, færir aðeins töskuna hans, sem er óþægi- lega nærri hennar tösku, ofur- lítið til, og svo sest hún. — Æ, afsakið þér! Hann fær kipp i annað munnvikið, al- vörusvipurinn hverfur sem snöggvast — hún verður ung og lifandi, eins og hann vill helst sjá hana. Beate Rein. — Frú Beate Rein! ‘ Höfðu þau ekki alið mann- inn í sama bænum árum sam- an, án þess að víta hvort af öðru? Nú sitja þau hlið við hlið í bílnum, sem flytur þau upp í matsöluhúsið. Hann er að því kominn að taka utan um hana, þegar hún flytur sig ofur- lítið í sætinu, þrífur eftir bréfi í handtöskunni og reynir að lesa. Langt titrandi andvarp! — Eitthvað er það þá sem kvelur, eitthvað er hún að flýja. Sjálfa sig eða einlivern annan? Hann hatar bréfið, hatar allt sem tekur hug hennar. Aldrei hefir hann verið jafn þrunginn af þrá eftir að vernda eins og í þessu augnabliki. Hann á að- eins eina ósk: að nema hana á bu^rt frá öllu sem illt er. og að‘ fá gljáann til að koma aftur í augu hennar, þennan gljáa, sem hún veit að muni vera þar þegar hún er sæl. Dagarnir þarna á matsölu- liúsinu verða honum samfelld kvöl, hann hefir ekki færst feli nær henni, það er eins og hún hafi viljandi gert varnargarð kringum sig — eins og hún geri sitt itrasta til að halda hon- um fjarri sér. Það er einn af þessum septemberdögum, er sólin skin og yljar manni í bakinu eftir aðkenningu af næturfrosti, — þegar akrarnir eru snoðnir og naktir, en nautpeningurinn enn á beit og setur svip á hagann. — Sofus Daler situr á svölun- um og starir út í bláinn. Æfintýrakvöld. — Minnkandi tungl, tjörnin fyrir neðan slétt, með silfurrákum á vatnsgárun- um, eplin roðna i grænu land- skrúðinu, og detta af trjánum, eitt og eitt. Annars er allt kyrrt. Inni, í bjarmanum frá arnin- umí situr liýn. Samræðurnar lcringum hana fara framhjá henni, hún er ókyrr, hendurn- ar á sifelldri lireyfingu. — Ógæfan siglir í kjölfarið þitt! Þetta voru orð Carstens við hana þetta kvöldið, áður en það hræðilega skeði og sektar- spurningin komst á rekspöl hjá henni sjálfri og öllum öðrum. Hún hafði hvergi fundið smugu til að forða sér út um, þangað til allt varð fjarlægara og hún sá betur út yfir það. Það var allt annað en ís- kuldi hennar, sem olli því að Carsten Rein svifti sig lífi. Þessi áhyggjulausi og veiklyndi Carsten, viðfeldni drengurinn, sem aldrei gat orðið að þeim manni, sem liún hafði hugsað sér að liann yrði. Hve víðtæk var sökin? Hefði hún átt að hræsna, ljúga, leik- ið elskandi og fyrirgefandi eig- inkonu eftir að öll vonhrigðin voru farin að hrannast kringum hana, og að hún átti enga til- finningu í lians garð nema með- aumkvunina. Hefði hún getað bjargað honum með því? Hvaða undramáttur er það, sem knýr hana þvert á móti vilja sínum til mannsins, sem hún veit að bíður hennar þarna úti, á þessu undursamlega hættulega kvöldi. Mannsins með sterka viljann og augun, sem aldrei líta af henni, en sem varð að tvinna hug sinn við hennar á svo örlagaríkan hátt. Er ást- in komin til hennar í alvöru — í fyrsta sinn? Hún gerir tvær tilraunir til að standa upp, en riðar. Þriðja skiftið fer hún. Sofus Daler lítur snöggt við. Hann er að grípa um úlfnliðinn á henni og draga hana með sér þegar liún rekur upp sárt óp og slítur sig af honum. í tunglsljósinu virðist hún sjá tvö svört augu, sem stara fast og ásakandi á hana. Leo! Ilann líka! Eftir svo nörg, löng ár! Á liún að standa reikningsskil hérna líka, aldrei geta þvegið sig hreina, aldrei losna undan oki bölsins? Á liún að verða alla sína ævi að afplána það, sem hún aldrei hefir viljað? Er Leo líka kominn til að liindra að hún grípi gæfuna þegar hún loks býðst henni. Hún stendur augnablik og þrýstir fingrunum að gagnaug- unum. Nei, hér er hún saklaus, aldr- ei hefir hún gefið Leo von um að elska liann, það var hans eigin heili, sem hafði skapað þær hugsanir, sem aldrei liöfðu við neitt að styðjast. — Nei, nei, hún bar enga ábyrgð á lífi Leos. Sofus Daler heyrir aðeins lágt uml þegar liún lokar dyr- unum. — Eg þori það ekki, það siglir ógæfa í kjölfar mitt! Hann stendur og styður enn- inu að dyrastafnum. Það er stormur og æsingur i hug hans. Hún skal verða hans, hvort sem það boðar ógæfu, hann vill eiga hana, hann á hana þegar, þau liafa verið eitt frá öndverðu, en það sem gerst hefir síðar skiftir engu. Beate gengur um salinn eins og í svefni, upp stigann og inn í herbergið sitt. Það er eins og hún hafi stirðnað — orðið að dauðri myndastyttu. Öll von er úti, liún er útrekin, útlæg úr mannheimum, dæmd til ei- lífrar einveru. Hún þorir ekki að hverfa inn i líf Sofusar Dal- er með fortíð sína á hakinu. Morguninn eftir þegar liann kemur niður, í morgunverðinn, er hún farin, og árdegis sama dag tekur hann saman dót sitt og fer líka. Ein andvökunótt hefir gert honum allt Ijóst: Hún er veik, hefir ofnæmi á taugum og með skynvillur. En liann á styrk handa þeim báðum, þann styrk sem getur leyst hana úr álög- um fortiðarinnar. Hvert hefir liún farið? Hún Risafluffbátur. — Viff fyrstn augsýn gætu menn kalcliö, að myndin væri af skipsskrokk í smíffum, en svo er nú ekki. Þetta er flugbátur, sem veriff er aff smíffa í Englandi, og verður hann sá stærsti, sem smíff- affur hefir verið þar í landi. Þyngd hans verffur helmingi meiri en nokkurs annars- flugbáts, sem smíff- aður hefir verið. hefir ekki sagt neitt um það. Hann hefir farið um allan bæinn, leitað þar sem hugsan- legt var áð hitta liana, farið heim til hennar, en fengið það svar, að frúin væri ekki i bæn- um. — — — — Beate Rein reikar um göturnar án marks og miðs. Það rignir, en hún skeytir þvi engu, það er eins og regnið mildi æsinginn. Hún kom ekki í bæinn fyrr en í gær — treysti sér ekki fyrr. Af frjálsum vilja hafði hún afneitað lífinu þegar lienni bauðst það, en aldrei hafði hún misst vonina um einhverja lausn, trúna á að eitthvað ó- vænt kynni að ske -— en nú er það kannske of seint. En kæmi ' hann einu sinni enn mundi hún ekki standast. Nú þorir hún. Hún er fyrir utan húsið sitt, og þá stendur hann þar. Graf- kyrr. Og hann heyrir hana koma — það er eins og léttur þytur, eins og þegar fugl lyftir sér til flugs. Augu þeirra mætast. Það er eins og maðurinn hafi aldrei séð konu fyrr og eins og konan hafi aldrei séð mann fyrr — eins og þegar fyrstu manneskj- urnar mættust qg heimurinn var enn liálfgerður óskapnað- ur.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.