Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VNCS/Vtf LE/KNbtfftHIR Viltu verða spretthlaupari? Margir drengir hafa gaman af aÖ æfa lilaup, og þá einkum sprett- iilaup. Áslæðan er sú, að fjörmikl- um börnum er það eðlilegt að hreyfa sig og spretta úr spori. En það getur líka oft komið að lialdi i lífinu að vera frár á fæti, og þess vegna er þeim tima ekki eytt til eínskis, sem fer í það að þjálfa sig i spretthlaupum. E^n hvort sem þú þjálfar hlaup eða ekki, þá getur þú haft gagn af að lesa þessar hlaupa- reglur, sem hér fara á eftir: 1. Vendu þig í byrjun á að ,starta‘ rétt, nefnilega liggjandi á hnjánum. 2. Handleggir og fótleggir eiga að mynda rétt horn við kroppinn, og bakið má ekki rísa of mikið upp á við. 3. Notaðu smá skref fyrstu metr- ana, því að þannig kemstu fyrst. á fulla ferð. 4. Eftir 10 metra eiga skrefin að hafa náð eðiilegri iengd. 5. Hreyfðu handleggina í axlarlið, en ekki í olnbog'a, þvi að það eykur hraða þinn taisvert. 6. Hlauptu létt á tánutn og reyndu að rnýkja hreyfingar þínar, einkum i axlariiðnum. 7. Vísaðu fótunum vel fram i hlaupinu — og lyftu hnjánum létt og mjúkt. 8. Horfðu aldrei á keppinautana, það tefur Jtig. Dragðu ekki úr hrað- anum, fyrr en þú hefir farið yfir endamarkið. 9. Þjálfaðu „startið“ vel, því að Jsað hefir mikið að segja. Ef Jjessum reglum er fylgt þá næst meiri hraði og betri stíll i hlaupinu en ella. Við íslendingar eigum sprett- hlaupara, sem er á heimsmæli- kvarða, ekki hvað síst fyrir ltað, að hann „startar“ eldsnöggt og fallega. Það er hann Finnbjörn Þor- vaidsson, okkar glæsilega ijtrótta- hetja. — Á ég aö hjálpa yður herra ? — Eg veit eftki hvað þú getur hjálpað mér með, góði minnl — Eg gæti að minnsta kosti dœst á eftir og sagt púl — Þú ert svo áhyggjufull. Þykir þér mjög leitt að ég skuli fara frá þér á morgun? — Já, ég hefi alltaf verið að vona að þ,ú færir í dag. Adamson hafði verið á hstsýmngu. S k r ítl u r — Mamma, hvað er hann pabbi eiginlega að gera á skrifstofunni allan daginn? — Hann er að vinna, svo að við getum fengið góðan mat að borða á hverjum degi. — Heyrðu, ég er hrœddur um að hann hafi verið hálflatur í dag. ***** — Eg œtla að kaupa j)etta rúm, — viljið þér svo ekki útvega mér nátttreyju lika og senda okkur öll heim á Baldursgötu 362? — Hefir Jtú líka tekið þátt í neðanjarðarstarfseminni? — Nei, hversvegna spyrðu? — Vegna ])ess að Jm ert svo svartur undir nöglunum. ***** ...... fyrst stefnið þér beint á- fram og þegar þér komið að Nil beygið þér til vinstri.... svona eitthvað 8300 kílómetru.. og rétt áður en þér komið til Jerúsalem beygið þér til hægri og haldið á- fram 10.000 kilómetra — þetta get- ur ekki einfaldara verið.. — Ilvað segið þ.érl Er það ekki prentvilla? — Fékk ég stóra vinn- inginn? ***** Bindindisprédikarinn er að ijúka fyrirlestrinum: — ........ og þess- vegna segi ég: Niður með áfengið! Rauði Gvendur, sem liefir setið niðri í salnum, stendur upp í sömu svifum, dregur upp flösku og segir: — Það er heyrt. Niður skal það. Skál, lagsi!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.