Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúii Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf SKRADDARAÞANKAR Undanfarið liefir verið minnst svo oft á landkynningu, að fólk er farið að verða leitt á staglinu. Enda er hjalið um þetta þannig þyggt, að undirstöðuna vantar. Landkynning ein, að þvi er snert- ir það að fá'ferðafólk til að koma til landsins, er nefnilega skaðræði. Það er sjálfsagt að kynna afurðir þjóðarinnar og reyna að gefa út- lendingum sem besta hug'mynd um land og þjóð, t. d. það að hér vaxi gras og búi hvítir menn af norrænu kyni. En hitt, að fara að lokka út- lendinga til að koma hingað i stór- um stíl, er beinlínis liættulegt eins og sakir standa. Þvi að okkur vantar svo að segja allt til að taka á móti gestum — fyrst og fremst liúsnæði. Það vant- ar gistihús í Ijteykjavík og þó enn tilfinnanlegar úti um land. Akur- eyri er eini bærinn á landinu, sem er nokkurnveginn sæmilega staddur með gistihús. Það er að vísu óhætt að segja fólki að koma hingað upp á það að sofa í tjöldum, en þeir eru ekki nema fáir, sem vilja það. Okkur vantar fólk, sem kann að leiðbeina ferðamönnum. í bæjurn er að vísu til nokkuð af fólki, sem getur gert þetta sómasamlega, en hinsvegar eru ekki til nema örfáir menn, sem geta leiðbeint og rækt einföldustu fylgdarmannaskyldur í landferðum. Það er að vísu ldeift verk að lialda námskeið fyrir fyigd- armenn og leiðbeinendur, en það, má ekki gleyma því. Nú kvað á næstunni eiga að rakna .dálítið úr gistihúsvandræðunum í Reykjavík. Og úti á landi eru skól- arnir notaðir sem gistihús. Þó að aldrei verði hægt að gera úr þeim fuUnægjandi gistihús. Það vantar veitingastaði meðfram þjóðvegunum og dvalarstaði við ýmsar veiðiár, en þær munu sem fyrr verða mesta keppikefli þeirra útlendinga, sem mest láta eftir sig af peningum í landinu. Túristamálið er enn óleyst. Ferða- félagið virðist ekki vilja sinna því — þó að það stæði því næst. Þess- vegna er nauðsyn á öðrum samtölc- um um málið, sterkum samtökum, sem hafa fé til þess að reisa þau mannvirki og leggja í þann undir- búning'skostnað scm óhjákvæmilegur er til þess að geta tekið á móti ferðafólki. •9 Leikfélag Hafnarf jarðar: ..llú i‘i'2i krakki^ IJilaríus Foss (Haraldur Á. Sigurðs- son) í kvenbúningi. blær yfir leik hans, og ber liann hlutverkið vel uppi. Frú Herdís Þorvaldsdóttir leikur Helgu Stefáns, rithöfund. Er hún ágæt i hlutverk- inu. Guðrún Jóliannsdóttir leikur sýslumannsfrúna, Matthildi, og Ei- ríkur Jóhannesson fer með hlut- verk Tómasar tútommu. Að leikslokum voru leikendur hylltir ákaflega, og leikstjórinn fékk vel úl látið lófaklapp, sem liann átti margfalt skili'ð. Haraldur Á. Sigurðsson „krakkans". hlutverki Anna stofustúlka (Aurora Halldórsdóttir) og Tómas tútomma (Eiríkur Jóhannesson). Fyrir nokkru hafði Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýningu á gam- anleiknum „Húrra krakki“ eftir Arnold og Bach. Leikstjóri er Haraldur Á. Sigurðsson, og leysir liann verk sitt vel af hendi, eins og hans var von og vísa. Leikrit þetta er svo kunnugt hér á landi, að óþarfi er að rekja efni þess. Það er hláturvekjandi sam- tvinningur brandara og óvæntra atvika, og ýmsar kyndugar mann- tegundir koma þarna fram. Yfirleitt má segja það, að vel sé með hlutverkin farið, og sum eru afbragðs vel leikin. Skal fyrst telja leikstjórann sjálfan, Harald Á. Sig- urðsson, sem fer með aðalhlutverlc- ið, og leikur hann Hilarius Foss, eða „krakkann“, af mikilli snilld. Kemur hann fram í ýmsum góðum gervum, og sómir sér jafnvel í „matrósa“-fötum, sem lcvenbún- ingnum. Vilhelm Norðfjörð leikur nokkuð vandasamt hlutverk, þar sem Guðmundur Goðdal, prófessor, er alltaf svo áhyggjufullur og allt glensið er lionum til skapraunar. Það hlýtur að vera erfitt að leika slík hlutverk innan um aðra eins gosa og Hilarius Foss og Önnu stofustúlku, sem frú Aurora Hall- dórsdóttir hefir alveg lifað sig inn í í leik sínum. Frú Regína Þórðar- dóttir leikur Hönnu konu prófessors- ins, og fer hún vel með hlutverkið, þó að hún geri „dramatiskum“ hlutverkum áreiðanlega betri skil. — Þessir fjórir leikendur, sem liafa verið nefndír, eru allir Reykviking- ar, eins og kunnugt er, en leika þarna sem gestir Leikfélags Hafn- arfjarðar. Svo kemur að Hafnfirðingunum. Ársæll Pálsson, sem þegar er orð- inn mjög kunnur leikari, leikur þarna Theódór Thorkelsen, sýslu- mann. 1 hlutverki sínu var hann dæmigerður sýslumaður — af eldri tímanum — ráðríkur og metnaðar- gjarn, og röddin var þannig, að enginn gat efast um, að sýslumað- urinn var á ferð. Þetta er samt ekki meint sem ádeila á sýslumenn frá eldri tímum, þó að þannig sé orð- um um þá farið. Sveinn V. Stefáns- son leikur Úlfar Austmar, liæsta- réttarmálaflutningsmann. Er léttur Gítarsnillinourlnn Nifs Larson Þessi sænski gítarleikari hefir undanfarna daga skemmt bæjarbú- um í Tjarnarbíó. Hann er þegar búinn að halda sex hljómleika við mikla aðsókn og góðar viðtök- ur. Á efnaskrónni hefir kennt margra grasa, allt frá klassiskum lögum eftir Bach og Mozart, frisk- um og glöðum Bellmannslögum og öðrum skemmtilegum lögum léttrar tegundar, niður í jazzlög. Bellmann söng sjálfur sín log með gítarund- irleik, ep síðan tóku aðrir lögin hans og raddsettu fyrir karlakór og eru þau nú kunnust i þeim búningi, en það voru einkum tónskáldin Ahlström, Chronhamm og Kjerulf og Akerberg, sem það gerðu. Eftir að Sigurður Briem hóf kennslu í gítarleik hér í bænum, hefir sá hópur farið stækkandi, sem kann með þetta hljóðfæri að fara, og hefir verið stofnaður sérstakur félagsskapur, sem hefir mandólín og gítar á stefnuskrá sinni, en það er Mandólínklúbburinn. Gítarinn er handhægt hljóðfæri, sem hægt er að taka með sér um fjöll og fríða dali, og sá, sem hefir það með sér, flytur Iíka gleðina með sér, hvar sem hann fer. Gítarinn er rómaður i kveðskap. Eins og nafnið bendir á er hljóð- færið af suðrænum uppruna. Oft hefir verið gripið til gítarsins, þeg- ar flytja skal ástarsöng. Hinn lcunni mansöngvari í óperunni „Bajazzo“ eftir Leancova’llo byrjar með þess- um orðum: „Ak, Columbinc, hörer du Gitarens Klang!“ En það eru fleiri hræringar sálarlífsins en ást- in ein, sem þetta hljóðfæri hefir- verið lótið túlka. Spánski tónsnill- ingurinn Falla hefir samið djúpt lag fyrir þetta hljóðfæri, sem liann nefnir: „Við gröf Claude Debussy". Franska tónskáldið Debussy var snillingur á gitar og svo var einnig fiðluleikarinn Paganini. m Það er nýstárlegt að heyra snill- ing leika á þetta hljófæri hér í bæ og munu margir lengi minnast komu hans hingað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.