Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1946, Page 8

Fálkinn - 29.11.1946, Page 8
FÁLKINN 8 . AÐ hafðí í sannleika verið svo, einu sinni, að Daler Iiafði verið staðráðinn i að gera stúlku sæla, stofna fjölskyldu, hafa opið hús gestum og gang- andi i sumarhústaðnum á Sam- dal og verða með tímanum ráðsettur og nýtur borgari í ]>jóðfélaginu; en þetta var löngu áður en sagan með hana Dóru gerðist. Hann gerir smell með þum- alfingri og löngutöng liægri handar: Basta! Að vísu hafði sú saga ekki verið beinlínis til þess að smella að henni fingr- unum — þetta var hálfgerð sneypusaga, að því er að lion- um vissi, hann hafði verið lengi að jafna sig eftir áfallið, og ástæðan til sáttaslitanna hafði gert hann ruglaðan í kollinum., Hún hafði svei mér ekki ver- ið að draga af því eða spara stóryrðin. Hann hafði ,geymt bréfið lengi vel, en loks þurfti hann ekki á því að halda lengur; hvert orð var meitlað inn í minni hans; sérgæðing- ur, sjálfbirgingúr, yfirborðs- maður, sem aldrei reyndi að gera sér minnstu grein fyrir hvað hrærðist í djúpi konusál- arinnar — Svona var lýsingin. Hann hafði yfirleitt aldrei haldið, að neitt svokallað djúp væri til í sál Dóru. — Herra minn trúr þau höfðu átt vel saman að ýmsu leyti, fannst honum að minnsta kosti. Hún var lagleg og andlitið svip- hreint, líkaminn nettur, smekk- urinn fágaður og skapið frá- bært — en dýpt var hugtak, sem hann hafði aldrei sett í samband við Dóru Knoph .... Það var nú það! Síðan hafði hann orðið fyrir meira eða minna beinum árásum mæðra, sem áttu dætur á giftingaraldri, og frá bláum, brúnum, græn- um og svörtum lokkandi stúlknaaugum, en hann hafði hrundið öllum þeim árásum. Auðvitað hafði hann duflað, og kanske nokkuð djarflega stund- um, hverful augnabliksást, sem stóðst þangað til kom að úr- slitastundinni, en alltaf hafði liann þó dregið sig í hlé með nokkurnveginn sóma þegar hann skyldi að ástin var komin að suðumarki liinumeg- in. Allt hafði farið samkvæmt áætlun. Þangað til í dag. Þessu hafði slegið niður í honum allt í einu,- eins og eldi í skraufþurra sinu, komið al- veg flatt upp á hann, fram úr allri áætlun, eins og brot á öllu náttúrulögmáli. Og þetta fyrir mann á hans aldri. Sofus Daler varð fertugur í vor. Hann hafði búið eins þægi- lega .um sig og staða hans leyfði, hafði góða og trygga at- vinnu, og réð sjálfur hvað liann gerði við frístundirnar. Hann hafði tamið sér ýmis- konar vana, og kannske ýmis- konar óvana innan um og sam- an við. Hærurnar yfir gagnaugun- um.var ekki hægt að dylja, og ekki heldur hrukkurnar kring- um munn og augu, sem voru sérstaklega áberandi á sumrin. Nora Gjersten: þegar sólin bakaði hann og lét hvítu, sterlcu tennurnar í honum skína tvöfalt livítar en áður, í umgerð koparrauðs and- litsins. Þessu laust sem sagt niður í honum eins og sprengju, án þess að það gerði nokkuð boð á undan sér. Hann var á ferð upp í heilsu- hælið í haustfríinu, sem hann hafði tekið sér. Af einskærri tilviljun hefir hann stigið af lestinni með farangur sinn á millistöð, og labbar nú í rökkr- inu upp stíginn að gistihúsinu. Og þarna var það, sem Sofus Daler hafði upplifað óvæntustu samfundina á æfi sinni. I hálfdimmum ganginum inn í matsalinn gengur kona á undan honum. Hann sér ekki annað en bakið, en fyrifram eins og fyrir innblástur, veit hann upp á hár hvernig hún lítur út, getur lýst hverjum drætti í andliti hennar, liðun- um í hárinu, höndunum, litn- um á lcjólnum. Búrgundarrautt, já, einmitt búrgundarrautt til þess að undirstrika hve hör- undsliturinn er viðkvæmur. — Það gat ekki verið öðruvisi. Bakið er dálítið svigandi, mjó- hryggurinn nokkuð langur, en sterkur um leið. Hann er svo nærri að hann finnur vel veikan ilminn af henni, en það er ekki hann, sem gerir hann ringlaðan, held- ur er það persónan öll —- og hinn einkennilegi yndisþokki, sem stafar frá þessari veru. Hann fylgir henni fast eftir að borðinu sem tekið hefir verið frá handa henni í matsalnum, innst inni í horni. Ilún lítur upp forviða, dálít- ið rpgluð og spyrjandi, en virð- ist ekki verða þykkjufull. Hann finnur að hann stokkroðnar, tekur sig á og labbar sneyptur á annan stað i salnum og finn- ur sér þar borð. Hvað er um að vera — er hann orðinn vitlaus? Hann situr þarna og heldur áfram að stara á hana, enda þótt liann viti að svipurinn i augum lians er annaf en liann hafði hugs- t að sér, mildur en vonlaus og óendanlega raunalegur. Þegar hún lætur augnalokin síga, kasta augnalokin dimmum skugga niður á kinuarnar, nef- ið er noklcuð langt, en aldrei á æfi sinni hefir liann séð jafn lifandi, næman munn og jafn ákveðna, sterka hölcu. Sofus Daler tekur varla eft- ir hvað þjónninn ber á borð, liann snertir eilthvað á matn- um til málamynda, en starir annars í sífellu á hana. Hver er hún, og live ,gömul skyldi hún eiginlega vera? Ekki kornung, hátt á þrítugs- aldri, og að hún hafi lifað stór- atburði á æfi sinni, verður greinilega lesið úr andlitsdrátt- unum. Aðeins einu sinni mætast augu þeirra eitt augnablik, en svo lítur hún undir eins af hon- um aftur. Hún borðar hægt og hugs- andi, en hugur hennar er auð- sjáanlega annarsstaðar, óglað- au liugsanir, sem marka hrukku milli augnabrúnanna. Nú stendur hún upp, o,g eins og eftir skipun stendur Sofus Daler upp samtímis, fleygir seðli á borðið banda þjóninum og eltir liana út. Það er eins og hún líði á- fram eftir gólfrenningnum, al- veg hljóðlaust. En hún á eitt- livað af þessu dularfulla og ó- skiljanlega, sem kemur mann- inum til þess að finna unun af því að vera nálægur. Þegar lyftudyrnar lokast eft- ir henni er hann að því kom- inn að hlaupa inn í lyftuna líka, en hann áttar sig á síðustu stundu. Fram úr Hver er hún? Einhvers hlaut hann að geta orðið vísari um hana af gesta- bókinni hjá ármanninum, án þess að láta of mikið á því bera. Það gerir reyndar ekkert til þó á því beri, — hann fygir að- eins viljalaust því hugboði, sem hann hefir fengið, og sem rænt hefir hann allri skynsemi. — Frú Beate Rein .— lieimili — síðasti dvalarstður — á- áætlun kvörðunarstaður. — I sama vet- fangi hefir hann breytt sinni eigin ferðaáætlun. Orðin eru skýr og stutt í símanum: End- ursendið farangur Sofusar Dal- er samstundis frá heilsubælinu. Það hafa ekki verið margir atburðir til að trufla nætur- svefn lians fyrr á dögum; hann er lieilsuhraustur maður og hefir aldrei leyft utanaðkom- andi áhrifum að trufla sig. En í kvöld er öðruvísi ástatt. meðvitundin uin að hún lifi og dragi andann í lierberginu við hliðina á honuin, veldur því að hann sofnar ekki en byltir sér sitt á hvað í rúminu, livíldar- laust og þrotlaust; yfirsængin er fyrir löngu komin ofan á gólf, og ekki að tala um neinn svefn. Bara að hann hefði haft með sér svefnskammt eða eitthvað róandi! En hann var ekki van- ur að þurfa þess, hann var allra manna svefnværastur, og nú var orðið of seint að hringja á þjónustufólkið. Það hefði líka verið lilægi- legt — hvað munaði liann um eina andvökunótt, hann sem liafði stundum vakað þrjár næt- ur í röð, án þess að það gerði honum nokkuð til. En núna! Klukkutímarnir seitluðust á- fram — enn voru þrír tímar þangað til hann gæti verið þekktur fyrir að fara á fætur og ganga niður. Hann verður að reyna að fá sér þó ekki sé nema ofurlítinn blund, fleygir sér í rúmið svo brestur í fjöðrunum, og sofnar loksins. Hann hrelckur upp, glaðvakn- aður og þrífur úrið. Klukkan

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.