Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1947, Síða 5

Fálkinn - 21.02.1947, Síða 5
FÁLKINN 5 Dómkirkjan í Stavangri. á allan þann aragrúa af hólm- um, eyjum og skerjum, sem dreifð eru eins og krækiber í skyri yfir allan Boknfjörðinn. Og í vestri sér yfir Hafursfjöð og Sóla, þar sem flugvöllurinn mikli er, sá blettur Noregs, sem mun verða einna mest í al- þjóðaleið i framtíðinni. Hann er aðeins 11 kílómetra frá Stavangri, og eru ferðir þaðan tvisvar á dag til Osló og Berg- en, og daglegar ferðir til Lon- don, Kaupm.hafnar og Stokk- liólms. Það er elcki ólíklegt að íslensku flugfélögin fari bráð- lega að fljúga til Sóla, því að það ætti að verða hentugasta leiðin fyrir Norðurlandafarþeg- anna. -----; Síldai’göngurnar í Bokn- firði gerðu Stavangur að nið- ursuðubæ. Niðursuða og dósa- söltun síldar er mesti stóriðn- aðurinn í Stavangri og það er eins og áður segir Chr. Bjelland, sem verið hefir mikilvirkastur á því sviði. En um helmingur af niðursuðustofnunum Noregs er í Stavangri, og aðalfram- leiðslan er smásíld í oliu eða tómatsósu. Nemur framleiðslan urn 750.000 kössum á ári og andvirðið er um 18 miljón kr. Um 90% framleiðslunnar er selt til útlanda, aðallega Eng- lands, hretsku nýlendnanna og Bandaiákjanna. Smásíldin er seld undir nafninu sardímir og stóð í málaferlum um það nafn árum saman, því að franskir og portúgalskir sardínufram- leiðendur vildu ekki leyfa að norska síldin væri nefnd sard- ina, enda er hún það ekki. En Bjelland vann það mál og nú fara norskar sardínur og an- sjósur um allan heim, þó að hvorugt sé i rauninni til, og skila sem svax-ar krónu á dag á hvern bæjarbúa í Stavangri. Þeir eru um 50 þúsund. En það er líka annarskonar iðnaður þarna í Stavangri og nágrenni. Sauðfjáreign Rygja hefir ýtt undir ullariðnaðinn, og á Jaðri eru mestu dúkagerð- ir Norðmanna, svo sem Sta- vanger Ullvarefabrik, Álgaards Fabrikker og verksmiðjurnar í Sandnesi. 1 Sandnesi er líka stærsta reiðhjóláverksmiðjan á Noi'ðurlöndum og eina verk- smiðjan á Norðurlöndum, sem býr til bandprjóna. Þegar talað er um iðnað má þó síst af öllu gleyma hús- gagnaiðnaðinum. Það eru hlut- fallslega margir búðargluggar i Stavangri, þar sem sjá má hús- gögn, vönduð og falleg og úr hvaða viðartegund, sem óskað er — en þó einkum úr birki. Roglendingar eru mestu hús- gagnasmiðir Noregs og einkmn kveður mikið að þessum iðn- aði í þorpi einu fyrir sunnan Stavangur, sem Moi nefnist. — Þessi noi’slcu „Moi-húsgögn“ eru þó ekkert „möj“, heldur viður- kennd fyrir gæði um öll Norð- urlönd og hafa mikinn markað i Englandi. Eins og áður segir er Roga- land mesta kvikfjárræktarfylki Noregs og sláturhús eru þar mörg og allmikil sala sláturaf- urða til annara fylkja. Og ali- fuglarækt er þar mikil og svína- rækt. Rogaland hefir margvís- legan iðnað sem af landbúnað- inum leiðir, þar eru framleidd amboð allskonar og landbúnað- arvélar. Félagslíf er lítið í Stavangri — nema á trúmálasviðinu. En þar stendur bærinn fremst allra bæja í Noregi og trúai'hreyfing- arnar setja ótvíræðan svip á bæinn. Skemmtanalif er þar mjög fábreytt, kaffihúsin frem- ur fátækleg og sviplaus, dans- skemmtanir fágætar nema i heimahúsum. En hver sem vill getur komist á trúmálasam- komu á liverjum degi og enda oft á dag. Þarna er eigi aðeins öflugt heimatrúboð heldur má segja að bærinn sé klakstöð fyrir alla sértrúarflokka, sem nöfnum tjáir að nefna, ekki aðeins adventista, baptista, met- hódista, Smitsvini og Hvíta- sunnubræður, heldur og fyrir trú arbrögð, sem ekki eiga áhang- endur nema mjög óvíða. í einni götunni má heita að röðin sé samfeld af þessum samkundu- húsum trúmálafélaganna, en hinsvegar lítið um önnur sam- komuhús. Bindindisstarfsemi er þar mikil, og einn mesti fröm- uður hennar, Ásbjörn Kloster, var frá Rogalandi og er eir- mynd af lionum fyrir framan járnbrautarstöðina. Ber Stav- angur þess menjar, þvi að hann er sá eini af hinum stærri bæj- um Noregs, sem hefir vínsölu- bann. 1 Stavangri er fegurð kven- fólks mjög rómuð, og hún er þökkuð því, að stúlkurnar eti svo mikið af fiski. Ef til vill er sama ústæðan til þess að stúlkurnar þykja svo fallegar í Reykjavik. Það er vist eitt- hvað til í þessu, enda auglýsa t. d. enskir fisksalar með fisk- inum sem fegrunarlyfi. Vestarlega í bænum er gam- alt og merkilegt kaupmanns- setur, sem Ledaal nefnist. Þar ríkti Kjellandsættin mann fram af manni og græddi peninga á verslun og útgerð. Stavangur var i þá daga miðstöð verslun- arinnar við England og bar hærra á Stavangri þá en nú. J. Kjelland yngri, sem bjó i Ledal um miðja síðustu öld, var talinn rikasti maður i Nor- egi. Þarna var og bústaður skáldsins, sem ól mest aldurs síns i Stavangri, þar fæddist hann og ólst upp og að lolcnu laganámi keypti hann þar leir- brennslu og fór að húa til múr- stein meðan hann var að búa sig undir skáldferilinn. Múr- steinsgerðin fór á hausinn, en skáldið lifði og varð borgar- stjóri í Stavangri 1891 til 1902, er hann var skipaður amtmað- ur á Mæri. Dó hann aðeins 57 ára gamall og verður um ald- ur stolt Stavangursbúa, þó að hann í lifanda lífi kaghýddi þá með sínum hvassa penna fyrir hræsni og yfirdrepskap. Stavangur telst vera um 800 ára gamall bær og þannig með elstu bæjum Noregs. Saga lians sem „niðursuðubæjar“ hefst 1873 með stofnun „Stavanger pre- serving Co.“ en 1925 voru fyrir tækin í þessari grein orðin 78. Hinsvegar á bærinn nú orðið við skæða samkeppni að striða frá öðrum bæjum í Noregi og blómgast ekki eins vel og hann gerði. Haugasund er t. d. mildu meiri athafnabær nú en Stav- angur, þó minni sé. 1 Hauga- sundi lögðu allir aura sína í skip og báta en í Stavangri i niðursuðuna. Og skipin í Hauga- sundi gefa betri arð en síldar- dósirnar í Stavangri. Um aldamótin siðustu voru allmikil skipti milli Stavangurs og Islands. Það var á þeim tíma sem Otto Watne var scm athafnasamastur á Seyðisfirði. Maður hittir í Stavangri gamalt fólk, sem verið hefir á Islandi, en í Haugasundi er annarliver karlmaður íslandsfari. Það er líklegt að Stavangur verði í þjóðbraut Islendinga á ný, vegna Sóla-flugvallarins. Stav- angurbúar lögðu mikið kapp á að koma honum upp og lagði bærinn fram helming kostnað- ar við gerð hans, fram að styrj- öldinni. Á stríðsárunum stækk- uðu Þjóðverjar völlinn mikið, svo að telja má hann besta flug- völlinn í Noregi. Brautirnar eru þrjár, ein 120 metra breið og 2000 metra löng, en hinar 40 metra breiðar og önnur 2000 metra löng og hin nokkru lengri. Annar minni flugvöllur er þar skammt frá og flughöfn á Hafursfirði. Flugleiðina milli Reykjavikur og Sóla má fara á 3-4 tímum. JAN MAZARYK utanrílcisráSherra Tjekkóslóvaldu hefir fengið orð á sig fyrir að vera gamansamur, á alþjóðaþingum þeim, sem hann situr, og taka ekki hlutina alvarlega. Á Parisarfundinum í fyrrahaust var hann viðstaddur undir ræðu, sem ástralski fulltrúinn Evatt liélt, og siðan byrjaði túlkurinn að þýða hana á rússneslui, sem Mazaryk skilur vel. Evatt spurði hann hvort rússneska þýðingin vævi ekki rétt. „Eg veit það ekki,“ svaraði Mazaryk. „Eg kann ekki áströlsku“.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.