Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1947, Qupperneq 11

Fálkinn - 21.02.1947, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 ÚR HEIMI BREZKRA KVIKMYNDA: „Perfcct Strangcrs44 heitir mynd sem\ einn besti kvikmyndas-tjóri Bretlands, Ungverjinn Atexand- er Korda hefir gert með Robert Donat og Deborah Ilerr í aðalhlutverkun- um. Þar hittast hjón, sem hafa verið aðskilin öll stríðsárin. Hann var þumb- aralegur skrifstofumaður en hún þrælar við heimastörfin þegar strtðið skellur á og hann er kvaddur í sjóherinn. Hún rœðst þá í lcven-hjálparsveit flotans. Bæði þroskast þau að vitsmunum við aðskilnaðinn og sjá hve líf b.eirra var fánýtt áður. Það ber við að Robert verður ástfanginn af hjúkr- unarkonu en Cathie (Deborah Kerr) af skipasmið. Þau hafa hvort um sig afráðið að skilja, en þegar þau liittast aftur eftir þrjú ár, þá uppgötva þau að þau eru hvort öðru ókunnug og verða ástfangin hvort af öðru á nýjan leik. Fyrsta myndin sýnir Robert Donat, sem sjóliðsforingja, og De- borah Kerr. Sún næsta hjúkrunarkonuna (Ann Todd) og Robert Donat á spítalanum og sú síðasta Deborah Kerr og unga skipasmiðinn (Roland Culver). Egyptinn lærir.... Framhald af bls. 6. hlusta á 15 minútna ræðurnar um ástæðurnar til þess að Triulzi krafð- ist hreinlætis og samviskusemi. Hann sagði þeim frá vinnuháttum Ameríku manna, heimilum þeirra og útskýrði hvers virði það væri að hafa góða atvinnu. Egyptsku sveitamönnunum, sem höfðu vanist því að verða að þræla frá sólarupprás til sólseturs alla sjö daga vikunnar, fyrir brauði sinu og baunum, fannst meira til um þessar sögur en um sögurnar um prinsa og liallir, sem arabisku sögu- þulirnir segja á strætum og gatna- mótum. Og þá fannst þeim ekki minna til uin ^ameríkönsku tækin. Egyptsk tæki hafa breittst lítið síðan á dögum Faróanna. Vinnuaflið er svo ódýrt að það borgar sig betur að leigja mann til að bera vatn i fötum en að kaupa sér vatnsleiðslupipur. Tólf menn til að draga upfp> fallhamar kosta minna en litil gufuvél. Þó að fæstir nemendurnir hefðu nokkurntíma lialdið á sltrúflykli þá reyndust þeir sérstaklega lagnir smiðir. Þeir tóku varlega á verk- færunum fyrst i stað, en lcomust brátt upp á að nota hin flóknari tælci og fóru vel með þau. Eftir átta vikur gátu þeir tekið sundur bifreiðahreyfil, lagað þá og sett þá saman aftur á 8 tímum — og það þykja sæmileg afköst á viðgerðar- stöðvum í Ameríku. Hver einasti hreyfill stóðst hina ströngustu próf- un, er hann kom út viðgerðinni. „Heima sárnaði mér það alltaf að sjá stráka á vinnustofunni setjast að einliverjum vegna þess að hann væri Rússi, Grikki eða eitthvað þessháttar," segir Triulzi. Vestur- landabúar í Austurlöndum kalla alla innfædda einu nafni „wogs“ í smán- arskyni. Triulzi bannfærði það orð. „Farið með þá eins og hvita menn," sagði hann við aðstoðarmenn sina' „og. þá vinna þeir eins og hvitir menn — eða jafnvel betur.“ Hann notaði einu sinni hnefann til á- herslu þessu boðorði sinu er einn af mönnum hans abbaðist upp á einn fellaha. „Honum lílcar vel við okkur,“ sagði einn af nemend- um Triulzi við mig. „Hann kallar okkur ekki alla „George“, eins og flestir útlendingar gera. Hann þeklc- ir okkur með nafni. Og okkur þykir gaman að vinna hjá honum.“ Triulzi heldur próf yfir hverjum flokki að loknu náminu, og hefir mikla viðhöfn á því. Þar eru ræðu- höld og hver og einn fær skírteini. Þetta þykir Egyptum mikið varið i. Triulzi varði miklum tima til að kynnast þessum mönnum, sem hann var að kenna. Hann spurði um fjölskyldur þeirra og hvernig þeim vegnaði, hann kom á heimili ætt- ingja þeirra. Þar hitti hann fyrir gáfað fólk og glaðvært, og afar dug- legt og vinnusamt. „Allt þetta hjal um hugarleti Austurlandabúa er megnasta þvaður,“ segir hann. „Þeir eru alveg eins og við. Og þeir eru alveg eins fljótir að læra, ef þeir fá rétta tilsögn." Einn af lærisveinum Triulzi er Abdul, viðfeldinn og laglegur mað- ur, 25 ára gamall. Á bjagaðri ensku sagði hann mér frá liinu nýja lífi sínu. „Þegar Triulzi hitti mig var ég vinnumaður og fékk átta pjastra (32 rent) á dag og lifði i kofa með 17 systrum minum og bræðrum. Allir sögðu þar heima að Ameríkumenn- irnir hlytu að vera brjálaðir að ætla að borga okkur 20 pjastra á dag fyrir vinnu, sem við kynnum engin skil á. Og svo fengum við líka einn fridag i viku, og leyfisdaga með fullu kaupi. Hver hafði nokkurn- tíma heyrt annað eins? „En svo fórum við allt i einu að skilja svo margt. Það er mjög þægi- legt þetta, að vera alltaf svona hreinn. Nú fékk maður hvergi sár og manni leið alltaf svo vel. Og það sem okkur þótti svo skritið var að nú var okkur aldrei gefið olnboga- skot eða hrint, eins og ráðamenn- irnir á bæjunum gerðu alltaf. Einu sini tók Triulzi í eyrað á mér og ýtti mér undir steypubað, en hann hló meðan liann var að þvi. Þeg- ar við gerðum vitleysur sýndu kenn- ararnir okkur livernig við ættum að varast að gera þær aftur. Aldrei hafði verið farið með okkur eins og þarna.“ „Svo fórum við að skilja árang- urinn af því sem við höfðum lært og hvaða þýðingu það hefði fyrir framtið okkar. Við áttum að vinna i skemmtilegri verksmiðju, en ekki eins og skepnur. Og við gátum unn- ið fyrir svo miklu, að við gætum lifað þægilegu lífi. Fyrst nú fannst okkur við eiga eittlivað skemmti- legt framundan. Þessvegna lögðum við að okkur. Lítið þér á, livað hefir fyrir mig komið á þessu ári. Framh. á bls. í\

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.