Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1947, Page 12

Fálkinn - 21.02.1947, Page 12
DREXELL DRAKE: 8 »HAUKURINN« — Þér gætuð víst ekki hjálpað mér ofur- lítið, lögregluþjónn, þá losna ég við að kalla á þjónustufólkið. Það er bara að lag- færa rúm hérna ofurlítið. Lögregluþjónninn kom inn í dyrnar og leit á rúmið. — Systir mín á að koma hingað í dag, og ég var að líta eftir hvort allt væri undir- búið, sagði Haukurinn. — Það er gott að ég fór að athuga rúmið, annars liefði það dottið niður undir henni. Fótagaflinn var laus, eins og þér sjáið. — Já, það er auðséð, sagði lögregluþjónn inn. — Hann hefir verið illa festur. — Viljið þér gera svo vel að halda fóta- gaflinum að, meðan ég festi hliðarfjalirnar inn í sporið. Haukurinn þurfti elcki að tefja timann, það tók ekki nema tvær mínútur að fesla fótagaflinn, og lengri tima þurfti læknirinn ekki til sinna starfa. — Það var fallega gert af yður að hjálpa mér, lögregluþjónn, sagði hann og gekk út að glugganum. — Ekkert að þakka. — Laglegur garður hérna við spítalann, sagði Haukurinn. — Já, og hljótt og kyrrt hérna, inni í miðjum bænum til að vera. — Þér reykið væntanlega vildil. Hann rétti fram vindlaveskið. — Þakka yður fyrir! Það verður gott að grípa til hans þegar ég hefi fengið lausn af verðinum. Það sem maður saknar mest þegar maður situr svona og gerir ekki neitt er að mega ekki reykja. — Haukurinn fylgdi lögreglumanninum til dyra. Gangurinn var enn mannlaus, og lögregluþjónninn settist á varðstað sinn aftur. — Nú kemur hjúkrunarkonan víst bráð— um á stofugang, sagði hann. — Það er gott. Þá hinkra ég við og tala nokkur orð við hana. — Hún kemur á herhergin einu sinni á hverjum klukkutíma, og það eru tíu mínút- ur þangað til hún kemur næst. Nú heyrðist fótatak í hinum enda gangs- ins og þar kom yfirlæknirinn ásamt Ball- ard lögreglulautinant. Haukurinn skaust inn í herbergið aftur, lokaði og barði þrjú högg á þilið. Svo ýtti hann við járnrimun- um og gægðist út. Mason læknir var kominn niður á þakið. Haukurinn rétti honum höndina og dró hann inn um gluggann. — Hvernig geklc það? — Ágætlega. — Tyllið þér yður og hvílið yður ofurlít- ið. Haukurinn fór aftur út að glugganum til þess að loka honum. I sama bili kom hann auga á mann, sem kom labbandi og góndi upp í gluggana. Það var augljóst að þessi maður hlaut að hafa séð klifuræfingar Ma- sons læknis. Mundi hann gera viðvart? Þegar maðurinn kom nær lyfti hann hendinni og kinkaði kolli. — Tryggðatröllið hann Sarge! tautaði Haukurinn. Nú heyrðist hávært skraf úti á ganginum. XII. Ballard gefur góð spil. Gagnstætt því sem um Haukinn var hafði Ballard lögreglulautinant ekki verið sérlega fíkinn í að taka til starfa á nýv eftir það sem gerst hafði um nóttina fyrir utan Hálfmánann. Hann var mesta svefn- purka og hafði farið i háttinn aftur, eftir ónæðið, sem honum hafði verið gertyáneð liringingu Kolniks. Mestu áhyggjurnar hans höfðu gufað upp undir eins og hann kom heim til sín. Og ástæðan til þess að honiun létti svona var sú, að hlaðamaður einn liringdi til hans og sagði honum frá afdrif- um Joe Kolniks. Lautinantinn óskaði sjálf- um sér til hamingju með að þetta skyldi hafa gengið samkvæmt áætlun. En þegar hann síðla dags var kominn á fætur og las blöðin yfir matnum sínum vöknuðu nýjar áhyggjur hjá honum. Þær stöfuðu af ummælum Lavans umsjónar- manns, er hann hafði látið falla við blaða- mann einn, að hann byggist við að hægt yrði að hafa réttarhöld yfir Clare Lafare síðari hluta dagsins, og að hún mundi á- reiðanlega geta gefið ýmsar mikilsverðar upplýsingar. — Hvert í heitasta, henni hafði ég alveg gleymt, sagði lautinantinn við sjálfan sig. — Ef hún leysir frá skjóðunni þá kemur mér að litlu gagni þó Kolnik þegi um aldur og ævi. En hann stóð að því leyti betúr að vigi en Lavan umsjónarmaður að hann vissi hver þessi kona var.. Og nú minntist hann þess, að Kolnik hafði verið kominn á fremsta hlunn um að segja honum frá sam- bandi sínu og Clare, er þeir töluðu sam- an í Davys Grill. Mikið flón gat ég verið, að þvinga hann elcki til að leysa frá skjóð- unni, hugsaði Ballard með sér. Eitt var víst og það var það, að hann varð að afstýra því, að Lavan gæti talað við Clare. En hann hafði eigi gert sér ljóst hvernig hann ætti að fara að þessu, þegar hann stóð upp frá matnum og simaði eftir bifreið. Sarge stóð á horninu á 9.avenue þegar hann sá bláu bifreiðina lautinantsins aka framhjá og sveigja upp að Mayfair-spítala. Hann hafði farið þangað með Mason lækni og átti að bíða þangað til læknirinn og Haukurinn hefðu lokið erindum sínum í sjúkrahúsinu. Nú elti hann Ballard inn í forstofuna og var vitni að þvi, að yfirlækn- irinn tók á móti lögreglumanninum, en siðan fóru þeir inn i ganginn til hægri. Af því réði Sarge að það væri þeim megin í sjúkrahúsinu, sem særða stúlkan lægi, og nú liugkvæmdist honum, að best væri að vera á verði þeim megin við spítalann. Þar kom hann svo auga á Haukinn í gluggan- um og var nú viss í sinni sök. Hauknum þótti mjög vænt um að Sarge skyldi vera á næstu grösum. Hann gekk fram að dyrunum og hlustaði, um leið og hann benti Mason lækni, að hann skyldi sitja rólegur í stólnum. Heyra mátti á rödd Ballards að hann var ergilegur. — Verið þér nú ekki svona snúinn, Ca- hill sagði hann. Lögregluþjónninn var ofur bljúgur. — Eg hefi sagt.yður livaða skipanir ég hefi fengið, herra lautinant. Enginn fer um þessar dyr án leyfis I.avans umsjónar- manns, nema læknarnir og Iijúkrunarkon- urnar. — En það bann nær ekki til mín, Cahill — þér hljótið að skilja það. Eg er frá aðal- stöðvum lögreglunnar. — Það veit ég vel, herra lautinant. En það er Lavan umsjónarmaður, sem skijjar mér fyrir, og enginn getur breytt þeim skipunum, sem hann hefir gefið nema hann sjálfur. — Hugsið þér málið, Cahill. Hvað illl gæti ég gert? — Það er ekki mitt að rökræða skipan- ir, sem ég hefi fengið. Nú setti illan grun að Ballard. Hafði La- van skipað þetta, með sérstöku tilliti til hans? Hafði umsjónarmaðurinn orðið ein- hvers var þarna fyrir utan Hálfmánann. Umsjónarmaðurinn hafði gert ýmsar at- hugasemdir, sem Ballard gatst ekki sem best að. — Haukurinn opnaði dyrnar og slangraði fram á ganginn. Hann virtist ekki láta sig neinu skipta það, sem fór á milli mann- anna þar. Cahill lögregluþjónn stóð í opn- um dyrunum að sjúkraherbergi Clare og þrekinn búkurinn fyllti út í dyrnar. Ball- ard sneri að honum en yfirlæknirinn trítl- aði órór fram og aftur. Ballard vildi fá vissu fyrir, hvort grunur sá, er skotið hafði upp i honum, hefði við rök að styðjast. — Heyrið þér, Caliill, sagði hann. — Eg legg til að þér komið með mér inn í skrif- stofu yfirlæknisins, og að við simum til umsjónarmannsins þaðan. Þá getur hann sagt yður hvort þér megið hleypa mér inn til sjúklingsins. Skiljið þér, Cahill — ég held nefnilega, að mér muni verða mögu- legt að þekkja hana. Þessvegna vil ég fyrir hvern mun fá að sjá hana. í sömu svifum kom Ballard auga á Haukinn og leit ólundarlega til hans. Hann sneri sér að yfirlækninum. — Hver er þessi maður? — Hann hefir sjúkling hérna í næsta lierbergi, svaraði yfirlæknirinn út í hött. — Þetta samtal hérna veldur ókyrrð og trufl- unum fyrir sjúklingana. Þetta er einka- sjúkrahús, þrátt fyrir allt. — Hvað segið þér, Cahill? hélt Ballard

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.