Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1947, Blaðsíða 2

Fálkinn - 28.02.1947, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Wade, G. S. Guðmundsson, Yanofsky. Skákmsistarar heimsækja Island Síðastliðið ár liefir verið nierkis- ár í sögu skáklistarinnar hér á landi. Bæði skákmótið í Kaupmanna- höfn ' og Hastings-mótið hafa fært heim sanninn um, að við eigum góða skákmenn. Og nú fá íslending- ar heimsókn tveggja skákmeistara, sem getið hafa sér orðstír á erlend- um vettvangi. Það eru þeir D. A. Yanofsky, Kanadameistari og R. Wade, fyrrv. Ný-Sjálandsmeistari. Daniel Abraham Yanofsky er 21 árs gamall Winnipegbúi af rússnesk- um ættum. Þegar á barnsaldri vakti hann athygli á sér sem mikilhæfur skákmaður. 16 ára varð hann skák- meistari Kanada. Á stórmeistara- mótinu i Groningen í fyrra jók Yanofsky á frægð sína með því að vinna skák á móti Botvinnik, sigur- vegaranum á mótinu og einum skæð- asta skákmeistara sem nú er uppi. Fyrir þá skák fékk Yanofsky fegurð- arverðlaun. Á Hastingsmótinu varð hann nr. 4, eins og kunnugt er. Robert Wade er 25 ára gamall, frá Wellington á Nýja-Sjálandi. Hann var áður skákmeistari þar í landi, en vegna fjarveru úr landi gat hann ekki tekið þátt í keppni um titilinn, sem fór fram í janúar þetta ár. — Það er ekki oft, sem við fáum heimsókn frá hinu fjarlæga menn- ingarlandi, Nýja-Sjálandi, sem um margt er likt íslandi, þvi að þar eru eldfjöll og hverir o. fl. sem ekki eru óþekkt fyrirbæri hér á landi. Nú stendur yfir skákkeppni, sem þessir tveir kærkomnu gestir taka þátt i ásamt ö íslenskum skákmönn- um: Ásm. Ásgeirssyni, Árna Snæ- varr, Baldri Möller, Eggert Gilfer, Guðm. Ágústssyni og Guðm. S. Guð- mundssyni. ***** John Strachey í Reykjavík. Miðvikudaginn 19. febrúar kom þreski matvælaráðherrann, Jolin Strachey, lil Reykjavíkur á leið sinni til Kanada. Breski sendilierr- ann og skrifstofustjóri utanrikisráðu- neytisins tóku á móti honum á Reykjavíkurflugvellinum. -— Myndin er tekin á Reykjavíkurflugvelli og sjást þar frá vinstri: Breski sendi- herrann, John Stracliey, Agnar Kl. Jónsson og breskur flugforingi. Ævilok HITLERS I þessu blaði Fálkans hefst athyglisverð framhalds- grein. Hún fjallar um Hitler og ævi hans eftir samsærið í júlí 1944, og er hrafl úr bók, sem um þessar mundir er að koma út í Englandi og heitir ,,The Last Days of Hitler“. Höfundurinn er H. R. Trevor-Roper, prófessor í samtíðarsögu við háskólann í Oxford. Þessi merkilega bók byggist á heimildum, sem fund- ist hafa í Þýskalandi og sem fram hafa komið við yfirheyrsl- ur á ýmsum þeim, sem um- gengust Hitler síðustu æviár hans og voru nálægir honum síðustu dagana sem hann lifði, í jarðhúsinu undir stjórnarráðs- byggingunni í Berlín. Bókin hefir skýringar á ýmsu því, sem hingað til hefir þótt dularfullt um Hitler og hátt- erni hans, og er án efa besta rit- ið, sem komið hefir út um hinn valdasjúka ævintýramann. Fylgist vel með frá upphafi. Ef vér ræðum um flugvélaflutninga framtíðarinnar, þá er mikilvægt að muna, að mestir farþegaflutningar munu verða á leiðum sem eru milli 200 og 750 mílna langar. Til þess að tryggja sem mestan hagnað verður flugfélag að hafa í þjónustu sinni flugvélar, sem eru sérstaklega gerðar fyrir hlutverk það, sem þeim er ætlað. Ef við at- hugum þessar staðreyndir, munum við sjá, að Miles MARATHON flugvélin er þarfasta farþegaflugvélin, sem nú er framleidd. Þessi flugvél, ssm getur flutt 14 - 20 far- þegar, hefir 1000 mílna þol og 175- 210 mílna hraða á klukkustund, skapar algerlega nýjar hugmyndir um þægindi, öryggi, hagkvæmni og hæfni til þess, sem henni er ætlað. Þessi afburða „flugvél fyrir sem mestan farm“ mun innan skamms skipa veglegan sess á flugleiðum heimsins. MILES /flwmt/ion. Dökku flctirnir sýna mestan farm, sem flytja má á þ,oIsvœði MARA- THON flugvélarinnar. MILES AIRCRAFT LIMITED - READING - ENGLAND íspur nny/cK Flugvél fyriLsem mestan farm . . .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.