Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.02.1947, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 \ Málsaumuð skiðaföt. — Þaö er sjald- gæft aö sjá skíðaföt, sem eru jafn nærskorin og fara eins vel og þessi, enda eru þau saumuð eftir máli. Fötin eru dökkblá en hettan rauð og belgvettlingarnir rauöir meö hvít- um geirum. Svuntukjóll á ungar stúlkur. — Þessi kjóll er úr marinebláu ullarefni meÖ hvítum brgddingum úr „pique. t svuntuhorniö er saumaöur hundur. ***** Skrautlegur vetrarfrakki með bak- stykki úr persían, sem gerir hann hlýjan (undan vindi). Þaö sést ekki á myndinni hvort nokkuö lambskinn hefir oröiö eftir á boöangana. — Falleg skíðaföt. Paris rœður tisk- unni, einnig hvaö barnafatnað snert- ir. Fyrirmyndin aö skiöafötunum, se msést hér á myndinni, er feng- in þaöan. Stakkurinn er geröur síö- ari en venjulcga og veröur hann þessvegna svipmeiri og bcltið gerir tilbreytingu. Hettan er öllu stærri cn á anorak. Búningnrinn þykir ef til vill ekki nógu sportlegur, en þaö ætti ekki aö koma að sök þvi að hér er um barnafatnaö aö rœöa. Loðhattur úr nertz, sem situr á ská á höföinu og fer vel viö fallega greitt hár. Jetkúlur hanga l bandi úr hattinum á vinstri hlið. En gallinn á hattinum er sá aö hann veitir lltiö skjól i næðingi, þó úr loöskinni sé. ***** Afmælisdagur „litla Lamour‘f. — Fyrir skömmu varð sonur Dorothy Lamour eins árs gamáll, og var þess auðvitaö minnst meö gleöskap. Myndin sýnir litla snáöann virða afmælistertuna fyrir sér. — Dorothy Lamour er um þessar mundir að Ijúka við myndina „Road to Rio“ með Bing Crosby og Bob Hope. — Tryggi dyravörðnrfnn. Frh. af bls. 9. eruð svo góð við migl Eg sagði ykkur einu sinni að ég væri skít- menni að upplagi.... Eg segi við sjálfan mig: Gerðu það ekki, Janos! Þú mátt ekki gera það, gagnvart þessu fólki!.... Það drepur mig. Lofið mér að fara, annars veit ég ekki hvað koma kann. Eg er hrædd- ur um að ég geri eitthvað, sem ég mundi iðrast sárlega eftir á.“ Frúin hugsaði sig lengi um. Hún hugsaði um sína eigin ævi, hve þægileg hún var. Á vctrum fór hún til Partenkirchen til þess að iðka vetrariþróttir og á sumrin baðaði hún sig í Norðursjónum. Hún átti falleg föt, loðkápur, gimsteina. Hún fór á hljómleika og frumsýningar. Og þessum gamla gigtveika manni höfðu forlögin ekki gefið neitt. Og hvað hann var duglegur og góður! Núna í ellinni hafði hann loksins notið dálitillar lífsgleði í samvist- um við ostakonuna með silfurtenn- urnar og kunningja sína með spilin .... Það kom kökkur í hálsinn á henni. Ekki vildi liún eiga þátt i að spilla æfi gamla mannsins. Janos frændi átti að njóta skemmtilegrar elli. Hún roðnaði og deplaði augunum til hans, vandræðaleg. „Heyrið þér, Janos frændi, ef þetta er yður svo mikils virði þá.. þá skal ég ekki taka það hátiðlega þó að þér, svona við og við.... ég skal sjá í gegnum fingur með yður .... ég reyni að greiða úr fyrir yður ef illa fer. En maðurinn minn má ekki vita neitt, og í guðanna bænum kjaftið þér engu í eldakon- una! Janos frænda varð svo mikið um þetta að hann fölnaði. „Hvert orð, sem þér segið er eins og högg á brjóstið á mér, frú. Það er einmitt þessvcgna, sem ég vil fara.... Lofið þér mér að fara. Eg er þung byrði á heimilinu hvort sem er.“ Og daginn eftir fór hann með al- eigu sina bundna inn i klút. Þegar hann labbaði inn i bæinn stöðvaði lögregluþjónninn liann: „Jæja, loksins fór þá svo að þú varst rekinn!" „Rekinn!“ át Janos eftir og reigði sig. „Eg fór af frjálsum vilja!“ Hann var að því'kominn að segja eitlhvað fallegt um húsbændurna en liætti við það og sagði: „Eg lield að þetta fólk sé ekki með öllum mjalla. Eg get ekki haldist við i því fábjána- hæli.‘ Og riðandi í skrefum hélt liann áfram inn í borgina, með klútinn í hendinni, til þess að finna nýjan húsbónda, sem ekki væri eins góð- ur og sá sem hann hafði yfirgefið. Hver fann npp? Framhald af bls. 6. fannst eiginlega árið 1801 af Gaut- herot. Hann tók eftir að ef raf- straumur var látinn ganga um plat- ínuþráð gegnum gler og i vatn bland- að brennisteinssýru, gat liylkið með sýruvatninu sent frá sér rafstraum, þó að straumurinn að því væri rofinn. En hagnýta þýðingu hafði þessi uppgötvun enga fyrr en um 1860, er Gaston Planté fór að nota blýplötur í rafgeyminn. Faure gerði enn endurbætur á þessu tæki og far- geymir hans vakti mikla athygli á Parísarsýningunni 1881. Rafgeymir var hlaðinn i Þýskalandi og sendur til Englands. Lenti í þófi að koma honum inn í landið, þvi að ensku’ tollþjónana grunaði, að þetta væri vítisvél. En þegar hann kom til skila og var rannsakaður reyndist svo að hann skilaði mestu af raforkunni, sem hann liafði verið hlaðinn með. Rafgeymarnir eru einkum notaðir i sambandi við rafstöðvar, til þess að safna orkunni, sem afgangs er þegar minnst er notað og geymu hana þeim liluta dagsins, sem orku- þörfin er mest. ***** Þrír verkamannaleiðtogar fóru á dansleik, og tveir þeirra horfðu á hinn þriðja, sem var að dansa en kunni það illa. „Líttu á hvernig hann Brynki dansar,“ sagði annar. „Þetta er ekki dans,“ svaraði hinn. „Það er verkamannahreyfing.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.