Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.02.1947, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN „Svarta drekans.“ Leyndardómur Eftir Lance Colman. Þegar Mac Arthur hershöfð- ingi, gaf út fyrirskipun um, að liið alræmda japanska leynifélag „Svarti drekinn“ skyldi leyst upp, vann hann þarft verk í þágu friðarins í Austurlöndum. Þessi leynifélagsskapur var sem sé samband þrjú hundruð smærri félaga, og alls voru í þessu sambandi um tíu milljón- ir manna. Það hefir lengi ver- ið aðalstefna þessa félagsskap- ar að vinna að styrjöld og efla fasisma. Ein aðalbækistöð sam- bandsins var í smábænum Nikko, fyrir norðan Tokíó. Og þar var það, sem ég sá það fyrst að verki. Eg hafði þá löngu heyrt margt um þetta ramma þjóðrembings- félag, sem kynslóð eftir kyn- slóð hefir stjórnað Japan með morðum og hryðjuverkum. Á skránni yfir þau stjórnmála- mannamorð, sem félagið hefir á samviskunni, eru meðal ann- arra Haro forsætisráðherra, er myrtur var 1921. Hamaguchi fyrrv. forsætisráðherra (1931), fyrrv. fjármálaráðherra Inouye og Dan barón, er var forstjóri Mitsuiverslunarfélagsins (1932) og loks kemur blóðbaðið í Tok- íó 1936, þegar Svarti drekinn hrifsaði í rauninni öll völd í höfuðborginni um sinn og lét myrða Saito aðmírál Watanabe hershöfðingja og Takashi fjár- málaráðherra. Það var aðeins fyrir slembilukku að forsætis- ráðherrann slapp lífs úr þeirri aðför. Veröldin frétti um þessi morð, framin með skammbyssum, vél- byssum og rýtingum, og heyrði getið um nafn Misuru Toyama, bins alræmda forseta Svarta drekans, sem í rauninni hafði meiri völd í Japan en sjálfur keisarinn. En Nikko, þessi litli fallegi bær virtist ofur saldeysislegur þegar ég kom þangað og selt- ist að hjá skólastjóranum, sem var áfjáður í að læra ensku, betur en hann áður kunni. — Þessi skólastjóri, Ishizuka hét hann, var sjaldgæfur maður af Japana að vera; hann var sem sé kristinn og mundi eflaust um, sem sýndu af sér minna en 100% þjóðrembing. Líka varð ég ýmislegs vísari um dótturfélög Svarta drekans, sem gengu undir allskonar nöfn um: Kirsiberið, Gullna reglan, Húsið í purpuraskýinu, Hvíti úlfurinn, Japansandinn mikli, Ungliðasveit keisarans o. s. frv. Skáldleg nöfn, sem áttu að breiða yfir hryðjuverk og blóðs úthellinar. Það greiddi mjög götu mína við þessar eftirgrennslanir, að ýmsir forsprakkanna í Nikko voru ólmir í að læra ensku. Þessir menn reyndu að vera íbyggnir og hafa vaðið fyrir neðan sig, þegar þeir töluðu við mig. En ég komst brátt að raun um, að þeir voru ótrúlega einfaldir í öllum sínum hugs- anagangi, enda þótt einfeldnin vær í sjálfu sér hættuleg. Eg slcal nefna Yamamato höfuðsmann sem dæmi, mann, sem hafði talsverð völd í Svarta drekanum. Eg heimsótti hann tvö til þrjú kvöld í viku lil þess að kenna honum ensku. Hann fór ekki í neina launkofa með, að hann lærði ensku aðeins vegna þess, að sér yrði nauð- synlegt að kunna hana þegar Japanar færu að stjórna allri veröldinni. í enskutímunum drakk Ya- mamato höfuðsmaður hvern bollann eftir annan af saki. Eg minnist einnar uppljóstandi við- ræðu eitt kvöldið, er liann þýddi setningu í herfræðakennslubók sinni, er fjallaði um „öld keis- arans“. Öld keisarans er liin kom- andi hernaðaröld okkar, sagði hann. Þegar henni líkur mun keisari okkar ráða yfir allri veröldinni! — Þið tjaldið ekld til einnar nætur, hvað áformin snertir, sagði ég. — Þjóðin okkar er 2000 ára gömul, svaraði hann. — Fyrir olckur eru hundrað ár ekki langur tími. Ef til vill bíðum við ósigur í fyrstu styrjöldinni — en við höfum lært að vera þolinmóðir. — Ef þið farið í styrjöld við Ameríku og Stóra-Bretland verður lier ylikar og floti upp- rættur, sagði ég. — Haldið þér það? sagði hann. — Hafið þér heyrt um hellana við Enoshima? Hirohito, Japcuiskeisari. hafa tjáð sig frjálslyndan í skoðunum, ef hann hefði ekki óttast að verða stimplaður sem „liættulegur í skoðunum“. Það var rétt fyrir upphaf síðustu heimsstyrjaldar, sem ég bjó hjá honum. Einn daginn kom gestur á heimilið. Það var ekkert sem benti til þess að hann væri með- limur Svarta drekans. En Ishiz- uka var ekki í nokkrum vafa um það, og eftir þessa heim- sókn varð hann ákaflega órór og skelfdur. — Það var Svarti straumur- inn, sem sendi þennan mann hingað, sagði hann. Þeir vilja vita hversvegna ég á ekki neitt barn. Eg sagði þeim að konan mín gæti ekki átt börn. Og nú heimta þeir, að ég losi mig við hana og fái mér nýja konu! — Sögðuð þér ekki manninum að fara til helvítis? spurði ég. — Ónei. En ég sagðist ekki geta orðið við háttvirtum til- mælum þeirra, svaraði Ishizuka. Þess verður að geta, að í sjálfu aðalfélaginu, Svarta drek- anum, eru aðeins fáir meðlim- ir. Hve margir þeir eru veit enginn, því að hver einstakling- ur fær aðeins að kynnast ör- fáum af liinum félagsmönnun- um. En félagið hefir fjölda dótturfélaga, og þau eru undir eftirliti „Samfélags hinna heil- ögu stríðsmanna", Svarta drek- ans og annarra stofnana. Viku síðar lcom dálítil sendi- nefnd frá Svarta straumnum. Eg lieyrði ekki hvað sagt var, Mac Arthur, hershöfðinyi. en gerði ráð fyrir, að nú væri verið að gefa skólastjóranum síðustu aðvörunina. En eflir röddunum að dæma mun Ishi- zuka hafa þverneitað enn að skilja við konuna. Þegar ég kom heim úr langri göngu daginn eftir, var heimil- ið í sárri sorg. Frú Ishizuka hafði látið sér skiljast í hví- líkri hættu maðurinn hennar var staddur, og að hún væri sjálf Þrándur í Götu fyrir „ættjarð- arást“ hans. Þessvegna hafði hún framið jigai, en það er sjálfsmorðsaðferð japanskra kvenna, tilsvarandi kviðristu karlmannanna, harakiri. Jigai er fólgin í því að kvenfólkið rekur hníf gegnum barkann á sér og sker á hálsæðarnar, likt og þegar skorin er kind. Þessi sorgaratburður varð til þess að ég fór að forvitnast meira en áður um leynifélög Japana. Eg komst brátt að raun um, að Nikko var ein af aðal- stöðvum Svarta drekans. Og eft- ir nokkrar athugasemdir varð mér ljóst, að enginn af með- limum þessarar kliku hafði ver- ið tekinn af lífi, jafnvel ekki fyrir að myrða japanska for- sætisráðherra. Mesta hegningin, sem gekk yfir drekamorðingj- ana, var nokkurra ára fangelsi. Og það var ekki svo mikið sem að keisarinn lýsti vanþóknun sinni á þeim. Hinsvegar hafði hann alltaf frjálsar hendur gagnvart þeim forsætisráðherra fjármálaráðherra og iðjuhöld- *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.