Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 28.02.1947, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN DREXELL DRAKE: 9 »HAUKURINN« með sér og leit á stúlkuna, sem bærðist ekki i rúminu. DjTnar lukust upp og Sarge kom inn, svo varfærinn að það stakk í stúf við það, sem vænta hefði mátt af manni með hans vaxtarlagi. Hann lagði frakkann sinn á stól. — Jæja, húsbóndi? — Engin breyting. — Nú eru liðnir sex tímar. — Já, ég var einmitt að hugsa um það. — Hafið þér séð lækninn? — Hann kom hingað fyrir hálftíma. Eg býst við að hann lcomi bráðum aftur. Hann segir að allt sé með felldu og muni fara vel. Sarge laut niður að sjúklingnum. Svo fór hann og settist i stól, beint á móti Hauknum. — Þetta var nú hámarkið, húsbóndi! — Hvað eigið þér við, Sarge? — Eg hefi séð yður gera sitt af hverju áður, húshóndi, en þetta yfirgengur allt. Að fara hurt með stúlkuna, rétt fyrir nefinu á Ballard! — Það var alls ekki erfitt, þegar maður liugsar út í það, Sarge. Ballard og yfirlækn- irinn bjuggu allt svo vel í haginn fyrir mig. En ég þurfti eklti annað en fram- kvæma. — Getur verið. En ég hugsa að þess verði langt að bíða, að ég sjái aðrar eins aðfarir. — Gott og vel, Sarge. Við skulum ekki þræta um það. Bara að hún lcomist klakk- laust út úr þessu. Sarge náði i fralckann sínn og tók úr vasanum blað, sem hann rétti Hauknum. „Dularfull kona hverfur af sjúkrahúsi“, stóð með stóru letri á fyrstu síðu. Kvöldhlöðin höfðu gert sér mikinn mat úr síðasta þættinum í atburði næturinnar. — Það er svo að sjá sem Cahill lög- regluþjónn liafi komið aftur á vörðinn og orðið rólegur þegar hann sá að ekkert sögulegt hafi gerst, meðan hann var í burtu, sagði Haukurinn þegar hann hafði lesið greinina. — Já, hann liefir víst hugsað mest um hver úrslitin urðu af viðskiptum hans og Ballards. En ég get hugsað að það hafi orðið gauragangur er læknirinn kom á stofugang og uppgötvaði að það var hjúkrunarkonan en ekki sjúklingurinn, sem lá í rúminu. Greinin var með myndum af spítalan- um, sjúkrastofunni, hjúkrunarkonunni og sjúkrabílnum, sem hafði fundist aftur fyrir utan Pennsylvania-brautarstöðina, þess var lika getið, að yfirlæknirinn hefði fengið heimsókn Masons nokkurs læknis og herra Gate, sem vildu sjá herbergið við hliðina á herbergi særðu stúlkunn- ar, en eigi varð séð að nein sérstök á- hersla væri lögð á þetta. Hinsvegar var því slegið föstu, að særða stúlkan mundi vera mjög mikilsverður aðili í liinum ægilega viðburði nóttina áður. Hún mundi tæplega vera saklaust fórnarlamb, eins og hingað til hafði verið haldið. — Eg geri ráð fyrir að Ballard muni draga sínar ályktanir af því að hann sá mig í ganginum, sagði Haukurinn. — En hann mun tæplega segja Lavan eða blöðunum frá niðurstöðunum, sem hann kemst að. — Það er ekki ósennilegt. En hvað sem öðru líður þá leggur hann sig í fram- lcróka um að fá að vita hver „Mason lælcn- ir“ og „herra Gate“ eru, sagði Sarge. — Eg álít að við getum ekki talið oklcur örugga fyrr en Ballard er úr leik. Mason læknir kom inn. Það var annar svipur á honum núna en fyrri hluta dags- ins, þegar ekki var annað séð en að hann væri til í allt. Nú var hann aðeins lækn- irinn. Það var alveg rétt svo að hann kinkaði kolli til hinna, um leið og hann geklc að sjúkrarúminu. Haukurinn og Sarge horfðu þegjandi á hann meðan hann var að skipta um umbúðir. Þegar þvi var lokið mældi hann hitann i sjúkl- ingnum og gekk að borðlampanum til þess að lesa á mælinn. — Það kemur hjúkrunarkona hingað eftir dálitla stund, herra Gate, sagði hann án þess að líta upp. — Annars býst ég við að það verði ekki margar mínútur þang- að til hún vaknar. — Haldið þér það? spurði Haukurinn. — Já, það verður ekki annað séð. Hún liefir raunverulega engan sótthita. Og sár- in hafast vel við. — Hún er ekki í neinni alvarlegri hættu lengur, læknir? — Nei, það eru ekki nema holdsár sem hún hefir fengið. Og þeir hafa gengið vel frá þeim á spítalanum í morgun. Ef hún hefði ekki komist undir læknishendur svona fljótt, mundi hún liafa dáið af taugaáfallmu og blóðmissinum. — Haldið þér ekki að hún þurfi mat þegar hún vaknar? — Það þarf hún sennilega. Eg slcal biðja hjúkrunarkonuna um að sjá fyrir því. — Þér þekkið víst hjúkrunarkonuna, sem kemur, læknir? Læknirinn gretti sig, en svaraði rólega: — Já, hún heitir ungfrú Norton. Hún er bæði dugleg og áreiðanleg. — Gott. Þér vitið að ég reiði mig á yður, læknir! — Eg hefi ekki meira að gera hér í bili, sagði læknirinn, og lagði ábreiðuna yfir sjúklinginn aftur, — og þér munuð helst vilja vera einn hjá henni þegar hún fer að tala, herra Gate. — Þakka yður fyrir læknir. Farið þér út? — Þér þurfið ekki annað en láta lijúkr- unarlconuna vita, ef þér viljið tala við mig. Annars kem ég hingað með ungfrú Norton. Mason læknir kinkaði kolli og fór út. — Það var heimska af lækninum að fara að senda okkur þessa hjúkrunarkonu, Sarge. — Eg kann ekki við að eiga neitt undir fólki, sem ég hefi ekki valið sjálf- ur. — Við skulum láta lækninn um það. — Allt sem skeður hér er á ábyrgð Masons læknis. — Masons? — Já, ég veit að það stendur annað nafn á dyrunum lijá lionum, en við getum látið okkur standa á sama um það. — Þér hafið rétt að mæla, húsbóndi. Hann veit að hann undirbýr sína eigin jarðarför ef hann fer ekld varlega að öllu. En hvernig er það, húsbóndi.... ætiið þér ekki að fara út bráðum, og fá yður eittlivað að borða? — Nei, en ég veit að kroppurinn yðar er matar þurfi. Svo að þér skuluð fara. Eg skal reyna að þrauka þangað til þér komið aftur og leysið mig af hólmi. Nú heyrðist veik stuna í rúminu. Hauk- urinn settist á rúmstokkinn og dró nátt- borðið nær, svo að ljósið á borðlampan- um féll á andlit sjúklingsins. Hve gerólíkt var ekki þetta andlit því, sem liann hafði séð tuttugu tímum áður! Kinnarnar, sem verið höfðu rjóðar, voru nú náfölar. Varnirnar, sem liáðsglottið hafði leikið um, voru þunnar og blóð- lausar. Það var rétt svo að þær sáust bær- ast milli umbúðanna, sem voru um hök- una, liálsinn, eyrun og upp á hvirfil. Það kom titringur i augnalokin. Svo opnuðust varirnar og hún stundi lágt á ný. Haukurinn færði stól að rúminu og settist á hann. Sarge gekk til hans og studdi hendinn á öxl honum. — Eg fer, liúsbóndi. — Allt í lagi, Sarge. — Eg verð ekki lengi. — Yður liggur ekkert á. Sarge fór og Haukurinn sat kyrr og starði með eftirvæntingu á lífsmerkin, sem voru að færast í andlitið. Hún dró and- ann jafnar, barirnar bærðust. Og svo opn- aði hún augun. Hún deplaði augunum um leið og hún var að vakna. Við lienni blasti sama and- lilið og hún stóð andspænis, þegar hún missti meðvitundina. Hún sagði elckert enn- þá, en hann gat lesið spurningarnar úr augunum á henni. Loks sagði hún: — Hvað er þetta, erum við saman enn? Haukurinn svaraði ekki. Hún þuklaði á ábreiðunni sinni og höndin skalf. — En hversvegna er ég í rúminu? — LiggiÖ þér kyrr, svaraði Haukurinn. — Verið þér róleg. — Hyað gengur að mér?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.