Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1947, Qupperneq 5

Fálkinn - 04.04.1947, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 flog urðu í salnum. Krónprins- inn varð vandræðalegur og þeg- ar hávaðanum lotaði var hann horfinn. Hinn 6. júní 1931 gerðist ann- Gerda og krónprinsinn - með ar atburður. Hermannasamhand- ið „Stálhjálmarnir“ héldu fund í Breslau, þar sem saman voru lcomnir 140.000 manns i gráum éinkennisbúningum. Þar mælti krónprinsinn sem heiðursgestur í hershöfðingjabúningi frá keis- aratímanum, ásamt frú sinni og tveimur sonum. Heiðursvörður 150 manna sótti hann og fylgdi honum til Breslau, og þar var hann hylltur nærri því eins og í gamla daga, þegar hann var foringi Danziger-húsaranna. — Þetta var í rauninni hvorki hermannaathöfn né stjórnarleg ífskipti, en samt nóg til þess að blöð lýðveldissinna fóru að tala um loforð það, sem krónprinsinn hefði gefið. Og þegar krónprins- inn árið eftir var nefndur sem eftirmaður Hindenburgs forseta urðu lýðveldissinnar æfir, en fylgismenn Wilhelms fóru að reyna að sýna fram á, að krón- prinsinn hefði aldrei gefið neitt raunverulegt loforð um að skipta sér ekki af stjórnmálum. Hann hefði aðeins sagt að það væri af einka- en ekki stjórnmála- ástæðum, sem hann vildi komast til Þýskalands. Það varð ekkert af því að krónprinsinn yrði hoðinn fram sem forsetaefni — það var sagt að hann hefði sjálfur fortekið það — en samt sletti hann sér fram í stjórnmál, því að hann skrifaði grein til framdráttar Hitler og nazistaflokknum. Það var talið 1932, að Hohenzollarn- ir settu allt sitt traust á Hitler, horguðu fyrir áróðurstarfsemi hans og hjálpuðu honum per- sónulega. Vorið 1934 kom krón- prinsinn fram í nazistaeinkenn- isbúningi og með hakakross, sem meðlimur vélahersveitanna. hundinn hennar á milli sín. (Annars liafði hann lægri met- orð í hernum en synir hans, því að hann var óbreyttur liðs- maður, en prinsarnir Hubertus og Friedrich voru liðsforingj- ar. — — — Hohenzollern-höll, sem nú er bústaður krónprinsins, er skammt frá bænum Hechingen í Bayern. Það er ekki hlaupið að því að komast þar inn, jafn- vel þó að maður hafi vasana fulla af blaðaskírteinum og með- mælum. Maður verður að hafa sérstakt leyfi setuliðsstjórans í Hechingen — hann er sá eini sem hefir lykil að virkjahlið- inu. „Fólk liefir svo fátt sér til gam ans liérna í Þýskalandi núna,“ segir setuliðsstjórinn. „Hér er sífelldur straumur af forvitnu fólki að höllinni til þess að reyna að sjá krónprinsinn og vitan- lega er ekki hægt að hleypa öllum þeim fjölda inn.“ En loks rennum við jeppan- um yfir vindubrúna inn í riki Hohenzollarans. Eftir að hafa ekið um 2 km. upp fjallshlið erum við komnir að hallarhlið- inu og setuliðsstjórinn stígur út og opnar með stórum, göml- um lykli. Þarna eru um 50 manns við liliðið, bandamanna- hermenn, ungar stúlkur, þrjár nunnur, einn prestur og eitt- hvað af skemmtiferðafólki. Þau líta öfundaraugum til oklcar þegar bíllinn rennur inn og hlið- ið lokaðist á eftir okkur. Við ölc- um gegnum garð, beygjum til hliðar og þarna stpndur höllin. Á brúninni fyrir framan höll- ina stendur ljósklæddur maður og veifar. Það er krónprinsinn. Honum þykir gaman að fá heim- sókn, tekur fast í höndina á bílstjóranum, hneigir sig bros- andi fyrir setuliðsstjóranum, kallar blaðaljósmyndarann „Herr prófessor“ og kyssir mig á handarbakið „Blaðamenn......... ég elska blaðamenn!“ segir hann hrifinn. Hann sýnir okkur húsalcynnin, það er eigi aðeins höllin sjálf lieldur veitingahús og tvö bæna- hús. „Annað er fyrir mótmæl- endur og hitt fyrir kaþólska“, segir hann. „Maður getur aldrei verið of vel innundir hjá drottni, allra síst nú á tímum.“ Þegar við förum að dást að hve staðurinn, jsé fallégur þá grettir hann sig. „Já, það er ef til vill fallegt hérna,“ segir hann. „En mér hundleiðist alltaf þessi staður. 1 gamla daga stigum við aldrei fæti hingað. Það á aldrei fyrir mér að liggja að eiga heima í lröllinni í Potzdam, en ég vildi óska að ég mætti búa í Bregenz, einum litla Tyrol-kofanum mín- um. Þar var að minnsta kosti hlýtt, og bændurnir í sveitinni þelcktu mig og ég gæti gengið um eftir geðþótta. Annars leið- ast mér gönguferðir, finnst þær drepandi, og það kemur sér vel núna, þegar maður fær ekki að koma út fyrir hliðið hérna. En mér þykir gaman að golf og polo og að fara á geita- og hjartarveiðar. Eg skrifaði um það i fyrstu bókinni minni. En þar var ég seinheppinn. Fólki fannsl það ekki vera nógu alvar- legt efni fyi'ir erfðaprins. Það var ýmislegt fleira borið í mig þá. Jæja, ég er orðinn 64 ára og get vel meðgengið það: Eg hefi haft tvær ástríður um æv- ina — liesta og fallegar konur.“ í sama augnabjiki kemur ung og lagleg stúlka til okkar. Það er síðasta uppáhaldið hans, ung leikkona frá Berlín, Gerda Puhl- mann, sem hefir fylgt honum í einveruna. Hún er 23 ára, vann fyrst fyrir sér með því að selja leikskrár en hækkaði í tigninni og varð dansmær á Scala. Hún er há, grönn og Ijóshærð og ber sig eins og filmdís. Krónprins- inn grípur bóðar hendur henn- ai- ok kyssir þær ákaft.- Gerda brosir og vill færa sig undan, en liann segir eitthvað við hana og hún stendur kyi'r. Þrátt fyr- ir silfurhvítt liárið og tært and- litið er liann ekki vitund hlægi- legur þar sem hann stendur og horfir blítt til ungu stúlkunnar. „Frakkarnir liafa lofað mér að hafa Gerdu hjá mér,“ segir hann, „og eg er þeim óendanlega þakk- látur fyrir það. Gerda er síð- asta ástmeyjan mín.“ Og unga stúlkan brosir aftur, „Það er sorglegt að vita live lítill skilningur er meðal þjóð- anna,“ heldur hann áfram. „Eg man hve ég varð glaður þegar Chamberlain og Daladier voru komnir til Munchen. Styrjöldin var búin áður en liún byrjaði. Við drukkum kampavín alla nóttina....“ Þjónsbúinn maður færir sig nær og krónprinsinn tautar eilt- hvað. „Afsakið, ég má víst til að hverfa um stund,“ segir krón- Framh. á bls. Í4 Krónprinsinn með „gömlu konunni" sinni, Cecilie, systur Alexandrinu Danadrottningar.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.