Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.04.1947, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Boris Pilniak: Mold á höndunum í byrjun júní eru gluggarnir opnaðir snemma í rússnesku sveitaþorpunum, svo að hægur svalinn geti streymt inn i lier- bergin og fyllt þau hreinu lofti og grænni birtu frá hlyni og linditrjám. Villti vmviðurinn á balanum faldi gull dagsins bak við græna slæðuna sina. Á slík- urn degi er maðurinn i einingu við moldina. Einn slíkan morgun sat mað- ur við skrifborðið sitt nærri oþn- um glugganum. Hann var í þönkum yfir blöðunum sínum, en konan hans stóð úti í garð- inum og var að pæla blómabeð inni á milli sýrenui’unnanna. Við og við kom hún upp á húsbal- ann. Hún var með klút um háls- inn og hélt höndunum út frá sér til að óhreinka ekki fötin. Sú lxamingja að vera þundinn mold- inni böndum vináttunnar er sjaldgæf. Jafn sjaldgæf er sú hamingja að eiga maka, sem er fullur ástar, trausts og tryggð- ar. Á þessu heimili átti þessi hamingja traustsins, vináttunn- ar, ástarinnar og samstarfsins heima. Hún er aðeins til hjá fólki, sem hefir göfugar hugs- anir og tilgang, og þessi tvö voru mikilsverðar, sundurgerðar lausar og iðnar persónur. Hann var náttúruvísindamaður og hún var málari. Þegar þau höfðu hittst var liann yfir 35 og hún yfir 30 ára. Það er notalegt og styrkjandi að róta moldinni svo að vöðvarn- ir þreytist, að planta tóbaki og resedu í beðin og reyta allskon- ar illgresi. Þegar maður beygir sig niður að jörðinni er það undursamleg kennd að vita, að það sem maður sáir sprettur upp aí'tur. Maðurinn pældi beðin með henni áður en iiann settist við skrifborðið. Innan skamrns var hugurinn horfinn að þessu venjulega, töl- um, samanburði, tilvitnunum, athugasemdum og formúlum — hans raunverulega stai’fi, sem timunum saman gerðu atigu lxans alveg utanvelta, sinnulaus og blind fyrir þeim heimi, sem er utan bókanna. I þessu ástandi liins fullkomna afskiptaleysis og fjarhygli heyrði maðurinn að einhver kom inn i garðinn gegn- um litla hliðið, sem var ólæst. Honum virtist óljóst, að gestur- inn væri með barðastóran hatt og með litla handtösku, og að hann kallaði inn um gluggann að hann þyrfti að hitta önnu Andrejevu. Án þess að lita upp úr blöðunum hafði liann svarað að hún væri í garðinum. Hann setti alls ekki á sig hve margar mínútm- liðu þangað til að hún kom upp á balann ásamt gest- inum, og inn í herbergið, með hendurnar svartar af mold. Hann leit ekki á andlitið á henni. Gesturinn hneigði sig og sagði: — Með yðar leyfi langar mig til að tala nokki’ar mínútur enn undir fjögur augu við Önnu Andrejevu. — Já, ég fer með Sergei inn í herbergið mitt, Paul. Maðurinn leit ekki enn á hana og aftur var raunheimurinn úti- lokaður frá honum og hann lifði allur i visindaheiminum. Anna kom aftur úr lxerberginu sinu. Paul leit upp tómum augum, og tók eftir að hendur hennar, sem enn voru moldugar, löfðu svo œt máttleysislega og að augu henn- ar voru full af vonleysi. Raun- heimurinn birtist aftur fyrir sjónum hans. Gesturinn fór að tala. Anna stóð i dyrunum út að svölunum og sneri baki við þeim báðum, og sólin varpaði bjarma yfir villivínviðinn og axlirnar á henni. — Paul Andrejevitsj, sagði ókunni maðurinn og þagði svo lengi. — Paul Andrejevitsj, við erum ekki þjófar, hvorugt okkar. Það eru mannlegar tilfinningar sem knýja mig. Hann þagði til þess að geta vandað setningarn- ar og gert þær ljósari. — Eg hefi ekki séð önnu i þrettán ár, en öll þessi þrettán ár hefir mig dreymt um hana og ég hefi verið síhugsandi unx hana. Þér skiljið, ég varð að yfir- gefa hana í París þegar ég gekk í herþjónustuna og var sendur á vígstöðvarnar. lAnna lifði með mér i æsku, skiljið þér; en þér skiljið lika að hún getur ekki áfellst sjálfa sig fyrir það; og að þér getið ekki heldur áfellst hana fyrir það. Jörðin er svo stór að maður getur villst. Eg kem til önnu eftir að þið hafið verið gift i átta ár. Við erum orðin þroskað fólk. Eg vissi ekki að Anna lxafði gifst aftur. Frammi fyrir Paul stóð sá maður, sem liann í hjónabandi sinu hafði haft í heiðri — eða minningu hans. Mannkostamað- ur. Nú var hann orðinn gamall, gráhærður hstamaður, sem hafði kennt Önnu að mála, kennt henni það, sem gaf lifinu gildi. Augu gamla mannsins voru svo góðleg, og horfðu svo barnslega á Paul. Þau gátu eliki liorft öðruvísi, því að í herberginu var hin elskaða, einasta konan, og augun voru augu góðs manns Paul varð hugsað til þess að hann var gráhærður líka, hafði gránað fyi’ir aldur fx-am vegna byltingaráranna í Rússlandi. — Augu hans voru líka full af úr- ræðaleysi og jafnframt af eðli- legri manngæsku. Þessir tveir menn stóðu nú andspænis livor öðrum. Þeir voru hvor öðrum líkir — það var elcki að ástæðu- lausu að þeir elskuðu báðir önnu. Paul mundi hvernig hún hafði lýst listamanninum og manninum Sergei sem ungum, fallegum manni, fullum af lífs- dirfsku og þreki, og sú lýsing blandaðist nú myndinni af þess- um vingjarnlega, gamla manni með fallegu, þreytulegu augun. Þessum manni, sem risinn var upp fi’á dauðum. — Þér hafði breytst, Sergei.. Sergei Ivanovitsj! Þeir brostu hvor til annars, báðir eins og úti á þekju. Hann Hér sést hinn margumtalaði Anders hershöfðingi, yfirmaður pólska hersins á Ítalíu, leggja blómsveig á gröf óþekkta hermannsins í Róm, áður en hann tagði af stað frá Ítalíu. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.