Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1947, Side 10

Fálkinn - 04.04.1947, Side 10
10 FÁLKINN Ævintýri Sheiksins 1. J.im Bailey, enski strandvörðurinn, hittir sheikinn af Elbasan dag nokkurn uppi á sjáv- arhömrunum. „Eg hefi slæmar fréttir“, segir Jim. „Eg liefi heyrt, að arabísku bófarnir ætli sér að brjótast inn í vitann i Kóramflóa og brjóta ljóskerið.“ 2. Jim baetir við, að Arabarnir vænti, að þetta verði til þess, að skip strandi á rifinu, og þeir ætli síðan að ræna það. Glottandi stígur slicikinn á bak hesti sínum og ríður af stað. „Þar scm j)ú getur ekki farið af verðinum, Jim, skal ég fara og gera vitaverðinum aðvart!“ 3. Hvernig á að koma í veg fyrir árásina, veit Hamid ekki vel. (Sheikinn heitir Hamid). En út í vitann verður liann að komast sem allra fyrst. Hann stígur af baki Geisla og skyggnist yfir til vitans, þar sem allt virðist vera með kyrrum kjörum. Hann sér ekki hinar skugga- legu verur, sem skjótast fram með pálmunum. 4. „Hvert í þreifandi! Svo sheikinn er að njósna um okkur,“ öskrar Abdul, foringi bóf- anna. „Það er nú elcki nema eitt að gera við svoleiðis fugla“. Illmannlegt andlit hans skiptir litum, og vigalegt glott færist yfir smettið á honum, um leið og hann læðist aftan að sheik- inum. 5. Hann hrindir honum fram af klettabrún- inni og sheikinn stingst á höfuðið niður, og kuflinn flaksast í vindinum, í örvæntingu sinni baðar hann út höndunum i von um að ná liandfestu og stöðva fallið. Honum tekst að krækja í krpeklóttan trjástofn, sem stendur út úr klettaskoru. G. Það kemur slynkur á skrokkinn, en samt nær' hann. handfestu. Vitavörðurinn sér, hvernig komið er, sækir í skyndi kaðal og kastar hon- um fimlega yfir til sheiksins. 7. Slieikinn nær i kaðalendann og festir hon- um vi(? greinina. Síðan les liann sig eftir kaðl- inum, hönd fyrir liönd, og gerir sér ljóst, að hér mega engin mistök verða. En allt gengur vel. 8. Meðan Hamid horfist i augu við hætturn- ar, láta Arabarnir skjótt til skarar skríða. Þeir læsa sig fimlega niður klettana, og ryðjast að vitanum, en dyrnar eru harðlæstar. 9. „Við skulum brjóta hurðina,“ hreytir Abdul út úr sér. Hurðin læt- ur undan, og meðan þorpararnir þjóta upp hringstigann og inn í ljóshvelfinguna, hjálpar vitavörður- inn Hamid inn yfir grindurnar. 10. Um leið og Abdul býst til að brjóta ljóshjálminn, vindur Hamid sér inn í hvelfinguna, gefur Abdul vel útilátið kjaftshögg, og hinir fá sömu útreið hjá vitaverðinum og honum í sameiningu. 11. „Eg hefi svei mér komið á rétt- um tíma“, segir Hamid, um leið og hann tekur skammbyssuna upp og miðar á Arabana. „Bittu þá, og svo skal ég koma þeim til lögreglunn- ar.“ 12. Síðan leggur sheikinn af stað með fangana, og þakkarorð vitavarð- arins hljóma í eyrum hans. Nú hef- ir hann afstýrt yfirvofandi liættu fyrir nærstödd skip, og klækjabrögð Arabanna eru að engu orðin. Fylgist með ævintýrum sheiksins frá byrjun! Alltaf nýjar hættur og nýjar hetjudáðir I

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.