Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.05.1947, Blaðsíða 3
F A L K 1 N N 3 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: »ÆRSLADRAUGURINN« EFTIR NOEL COWARD VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framky.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka dag'a kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR ÖIl lönd hafa sömu sögu að segja: flótta nnga fólksins úr sveitunum. Jörðin og gróður liennar cr yfir- gefið en bæirnir iiafa ekki við að byggja yfir nýju borgarana, sem lirannast saman í kaupstöðunum. Því að unga fólkið vill lieldur sofa á eldhusbekk i kaupstaðnum en í rúm- inu heima hjá sér. Hér á landi er flóttinn til kaup- staðanna fyrir löngu orðinn áhyggju- efni, sem reynt hefir verið að ráða bót á. Lög'gjafarvaldið má eiga það, að |)að liefir á siðusta aldarfjórð- ungi gert ])að, sem geta hefir leyft, til liess að greiða giitu landbúnað- arins og gera sveitalífið lifvænlegra. Enda mun það mála sannast, að af- koma bænda hefir verið betri síð- ustu árin en hún hefir nokkurn- tíma áður verið. En það er ekki nóg að bæta af- komuna. Það er ekki fjárhagsleg- ur gróði, sem fólkið sækist eftir fyrst og fremst þegar það flytur i kaupstaðinn. Það er að flýja fá- breytnina i sveitunum, lélegt hús- næði og' þægindaleysi. Sveitirnar vantar betri húsakynni og meira félagslíf. Öldum saman hefir hagur flestra bænda verið svo, að þeir hafa ekki efni á að búa í sæmilegum húsakynnum. En í fram- tíðinni, þegar bændur hafa lært að yrkja jörðina að nútimahætti, þarf varla að kvíða því að liúskynnin batni ekki - það er sjálfsögð krafa, cngu ónauðsynlegri en sú, að hafa nægilegt að eta. Unga fólkinu hefir löngum fund- ist sveitalífið vera þrældómur, og þetta var satt. En vinnulag liefir nú mjög breyst i sveitunum, það er úti um hinn ótakmarkða vinnutíma, og flestir bændur munu nú hafa jiann sið, að þegar vinna þarf myrkranna á milli til að nota þerri, fær fólkið livíldartima til uppbótar þessu á eftir. Það má gera sveitalífið fjölbreytt- ara með ýmsu móti. Flestar sveitir gætu haldið uppi fyrirlestrastarfsemi kvikmyndasýningum og söngskemmt unum svo sem einu sinni i mánuði allan veturinn. Þegar kaupstaðarbúar koma í sveitina í sumarleyfinu finnst jieim þeir liafa himinn höndum tekið, eins og rétt er. Hversvegna fá þeir sér ekki jörð og fara að búa? Nóg cr til af jarðnæðinu. Leikfélag Reykjavíkur hafði frunisýningu á leikriti eftir enska skáldið Noel Coward 2. maí s.l. Leilcrit þetta er gamanleikur og liefir lilotið miklar vinsældir þar sem það hefir verið sýnt, en það hefir líka verið kvikmynd- að, og hefir sú mvnd verið sýnd liér i Reykjavik. Efni leiksins er í stórum drátt- um sem liér segir: Rithöfundur nokkur, Condom- ine að nafni, er að búa sig und- ir að semja skáldsögu. í henni ýalur, Arndis og Þúra. ætlar hann að lýsa miðli og svo vel vill til, að þarna í nágrenn- inu á heima kona nokkur, frú Arcati, sem fæst við miðilsstörf. Rithöfundurinn og kona lians taka nú það fangaráð, að bjóða konu þessari heim og hafa mið- ilsfund. Auk hjónanna og mið- ilsins koma þarna læknir héraðs- ins og kona hans. Miðillinn er mjög einkennileg leg lcona og mikil á förunum, og er eklci laust við, að hitt fólkið hendi dálitið gaman að henni. Hún fellur nú í trans, en meðan hún er í því ástandi gerist sá atburður, að húsbóndinn, ril- liöfundurinn, heyrir rödd fyrri konu sinnar, Elviru. Engir aðrir heyra þetta. Rithöfundinum verð ur illa við og slitur fundinum mjög skvndilega. En nú er kominn gestur á heimilið, sem erfitt er að losná við. Hin látna kona segist hafa verið kölluð á heimilið úr öðrum heimi og vill með engu móti fara aftur til sinna fyrri heim- kynna og getur það lieldur ekki af sjálfsdáðum. Seinni kona Condomines heldur í fyrstu, að hann sé að leika á sig, en kemst þó brátt að raun um, að eitl- hvað dularfullt muni vera í hús- inu, enda lætur Elvira hana komast áþreifanlega að þvi, að svo sé. Verður úr þessu hið furðulegasta ástand. Það kem- ur í ljós, að fyrri konuna lang- ar til að kippa manninum sínum yfir i annan heim, en það fer á þá leið, að hún verður seinni konunni að bana í stað lians. Nú kemur lil kasta rithöfund- arins að koma báðum konum sinum yfir í annan heini og verður það að lokum á óvænt- an hátt, þannig að þjónustustúlk- an í húsinu reynist vera miðill og tekst ósjálfrátt það, sem hin- um miðlinum tókst ekki. Sýning Leikfélagsins á þessum lcik Noels Cowards þótti takast mjög vel. Haraldur Björnsson var leikstjóri. Frú Þóra Borg Einarsson lék Rut, seinni kon- una, en frú Ilerdis Þorvaldsdótt- ir Elviru, fyrri lconuna. Ril- höfundinn lék Valur Gíslason og miðilinn, i'rú Arcati, Arndis Björnsdóttir. Læknishjónin léku þau Emilia Borg, og Brynjólf- ur Jóhannesson og þjónustu- stúlkuna frú Nína Sveinsdóttir. Ragnar Jóhannesson sneri leilc ritinu á islensku. Ljóámyndii'nar tók Vignir. Sigurður Grimsson, preniari, fíuð- rúnargötu S verður S0 ára Pi. nuii.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.