Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.05.1947, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Elizabeth prinsessa i skátabúningi. Hún hefir verið skáti síðan hún var etlefn ára gömul. Frá krýningarhátíð Georgs VI. Konungshjónin, prinsessurnar og Maria ekkja Georgs V., amma prinsessanna, sjást hér á myndinni. varpað til alls hreska hcinis- veldisins. 24. 2. 1942 var hún gerð að ofursta í Grenadier Guards. 28. 3: 1942 var hún fermd i kapellunni i Windsor kastala. 20. 4. 1942 fékk hún fyrstu opinheru heimsóknina. Prescott ofursti í Grenadier Guards heini- sótti liana l)á á 16 ára afmælis- deginum og færði lienni að gjöf brjóstnælu með demöntum. 3. 2. 1943 var hún gerð að forseta Barnaverndarfélagsins Iireska. 1. 5. 1943 varð hún heiðurs- rektor Royal College of Music. 21. 10. 1943 framkvæmdi liún fyrsta embættisverk sitt við skól- anli og afhenti verðlaun fyrir tvö siðustu ár. 24. 3. 1944 fór liún í fyrstu opinberu förina með foreldrum sinum. 30. 1. 1946 skírði liún skipið „Royal Princess“ i Sunderland. 10. 7. 1946 var hún gerð að heiðursdoldor við háskólann í London. 23. 12. 1946 varð hún Chief Ranger, eða foringi eldri deilda kvenskátahreyfingarinnar. Förin til Suður-Afríku. Nú að undanförnu hefir prins- essan, eins og kunnugt er dvalist í Suður-Afríku með foreldrum sínum og systur. Hefir verið vakað yfir liverju fótmáli þeirra og daglega horist fréttir af för- inni. Þegar þau komu til innfæddra i Basutolandi, safnaðist múgur og margmenni saman til að bjóða þau velkomin. Fyrirkona ein átti að flytja móttökuræðuna og hafði verið gerður pallur til ræðuflutningsins. En svo vildi til, þegar hún steig í stólinn og opnaði munninn til ávarps, að ekkert hljóð kom frá henni. — Henni varð svo um að sjá kóng- inn, að hún missti málið um stund. Margaret Rose, yngri prinsessan fór að kíma, svo að konugreyinu fór að líða illa og varð að fá annan til að flytja ræðuna. En það er í frásögur fært, að Elizabetli stökk ekki bros á vör, og mannfjöldinn iylgdi dæmi liennar og stillti sig. Þetta er í sjálfu sér ekki merkileg saga, en sýnir þó, að Elizabeth er ekki eins hlátur- gjarnt og ungu fólki er yfirleitt — eða hún hefir að minnsta kosti töluvert vald yfir geðhrif- um sínum. Önnur saga um jafnaðargeð og staðfestu prinsessunnar hefir lika borist frá S.-Afríku. Þegar hún framdi skírnarathöfn á skipi í Port Elizabeth, var hvassviðri og illt að heinja föt utan um sig. Hún flutti ræðu af blöðum við tækifærið, og hlýddi mikill mannfjöldi á. Vegna livassviðris- ins þurfti liún að halda í senn bæði hattinum á höfðinu, hlöð- unum, sem ræðan var rituð á, og pilsinu, svo að það fyki ekki upp í vindinum. Þótti fólkinu ekki hvað síst til þess koma, hve snilldarlega og festulega henni tókst þetta. Þegar þau komu til Maseru í Basutolandi sá Elizaheth úti í mannfjöldanum hóp af skáta- stúlkum og fór hún undireins til þeirra — „Þær hafa komið til að sjá mig, og þær verða að fá tækifæri til þess.“ í S.-Afríku hafa prinsessurnar fengið mörg tækifæri til að koma á hestbak og eins til að Framh. á bls. H ÍÉIÍIIf maStm RBMnJi Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum árum i hinum mikla hallargarði við Windsor-höll. George konungur sést hér með dœtrum sinum, Eliza- beth og Magarete fíose. Þegar Elizabeth prinsessa var barn, dvaldist hún oft hjá afa sinum og ömmu, George konungi V. og Mariu drottningu, á sveitasetri þeirra, fíalmoralhöll í Skotlandi. Var þessi mynd tekin þar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.