Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.05.1947, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N 21. apríl 1926 fæddist hertoga- hjónunum af York dóttir, sein Idaut nafnið Elizabeth Alexandra Mary Windsor. Nú hefir Eliza- beth nýlega náð 21. árs aldri, og verða þvi mikil straumhvörf í lífi hennar ennþá einu sinni, þó að þau verði varla talin til jafns við atburðina 11. des. 1936, þeg- kr Bdward VIII. föðurbróðir hennar, afsalaði sér völdunum, og Elizabeth varð ríkisarfi hreska konungdæmisins. — Hér verður drepið á nokkur atriði úr ævi prinsessunnar og dag- legn lifi hennar. Elizabeth er fædd í London, á heimili jarlsins af Stratlnnore. Varð hún strax á barnsaldri augasteinn konungsfjölskyldunn- ar, enda þótt hún yrði ekki svo tíðrædd meðal almennings, þar sem engan grunaði að hún yrði ríkisarfi Bretaveldis. Uppeldi ldaut hún mjög gott, enda liefir fjölskyldulífið á heim- ili hennar verið með fádæmum gott. Kennslu naut liún lijá Miss Marion Crawford, kandidat frá háskólanum í Edinhorg. Þótt bóklega námið sæti í fyrirrúmi, voru helstu Jiugðarefni hcnnar þó ætíð sund og kappreiðar. Telst hún nú i hópi slyngustu sundkvenna, og fáar sitja hesta betur en liún. Annars fer fáum sögum af uppvexti hennar fram til 10 ára aldurs, en þá verða þeir athurðir, að Edward VIII. segir af sér konungdómi og George bróðir Iians, faðir Eliza- betli, verður konungur. Elizabeth verður erfðaprinsessa. Þessi tíðindi gerðu Elizabeth að arftaka Bretaveldis að föður sínum látnum, og beindist at- ELIZABETH PRINSESSA má fullyrða, að hún se á góðri leið með að verða „aiþýðu- prinsessan“ eins og Edward, föðurbróðir hennar var „aiþýðu- prinsinn“. En snemma fór það að koma í ljós, að liún hafði ó- venj ulega sjálfstjórnarhæfileika og' hvorki gleðitíðindi né sorgar- tíðindi lilupu með hana í gönur. Frá því árið 1936 var nienntun hennar mjög miðuð við fram- tíðarverkefni og þær skyldur, er meykonungstignin leggur lienni á herðar. Slrax og liún náði nægilegum þroska hóf hún nám í ýmsum greinum, er að stjórnarfari lúta, og auk þess liefir sérstök áhersla verið lögð á málanám. Frönsku og þýsku hefir hún numið mjög vel, og auk þess lært nokkuð í itölsku og latínu. Það er sagt, að Elizabeth Iiafi þegar frá öndverðu fórnað miklu af tíma sínum til að húa sig undir störf sin, og það mun eigi ofmælt, að hún hafi mátt öfunda margar jafnöldrur sín- ar af tómstundum þeirra. En það er samt eins og prinsessan hafi sótt gleði sína i nám sitt og störf. íþróttaiðkanir og dval- irnar í Windsor, Balmoral og Sandringham hafa verið henn- ar helstu skemmtanir auk náms- ins. Eri nú er hún farin að upp- slcera fyrir áhuga sinn, og hún sézt nú tíðar á mannamótum og blandast fólki meira. Merki&dagar í lífi Elizabeth. 21.12. 1937 varð hún skáti (Girl Guide), og sá félagsskapur hefir ætíð verið henni lijartfólg- inn siðan. — 13.10. 1940 kom hún fyrst fram í útvarpi. Það var i barnatíma, og var því út- Elizabéih þótti fallegt barn þegar á unga aldri. Elizabeth prinsessa meö einn af vinnu- hestunum. á hafraakri föður síns lijá Sand- ringham-höll í Nor- folk - einu af sveita- setrum konungs. Þessi mgnd af Elizabeth prinsessu er tekin í Buekingham-höll i Lundúnum, nokkru fyrir 18 ára afmælisdag hennar. hygli manna því mjög að henni. — Margaret Rose, litla systir hennar varð samt ekki sérlega ánægð með breytinguna, og skýringin er ofur einföld: „Áður var ég Margaret af York, en nú er ég bara Margaret“. - En Elisabeth þagði, og hugsaði þeim mun meira, því að henni skildist betur, hvaða þýðingu þetta hafði. Eftir því, sern árin hafa liðið, hefir Elizabeth ætíð dregist meira og meira inn í liringiðu hirðlífsins og komið fram við fleiri tækifæri en áður. Hefir hún gerl sér far um að vera alþýðleg, þvi að alþýðuvinsæld- ir eru henni keppikefli. <)g það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.