Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1948, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.01.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Leikfélag Reykjavíkur: - EINU Eftir Holger Drachman Jólaleikrit Leikfélagsins a8 þessu sinni er ævintýraleikurinn „Einu sinni var“, eftir Holger Drachman. Hefir það verið sýnt áður hér á landi, Prinsinn og prinsessan við kofann. »HERÐUBREIЫ KOMIN TIL LANDSINS, Skömmu fyrir áramótin kom liing- að til landsins hið nýja skip Skipaút- gerðar ríkisins, Herðubreið. Er það strandferðaskip, sem ætlað er það hlutverk í liinu nýja strandferða- kerfi að iialda uppi samgöngum við smærri hafnir kringum landið. í byrjun febrúar er svo von á öðru skipi, eins að allri gerð. Hlýtur það skip nafnið Skjaldbreið, og mun það gegna samskonar hlutverki og Herðu- breið. Síðar er einnig von á öðru skipi, mun stærra, og er því ætlað að halda uppi hraðferðum kringum landið ásamt Esju. Viðkomustaðir þeirra verða eingöngu þær hafnir, sem liafa góðar bryggjur og önnur skilyrði, sem nauðsynleg eru til skjótr- ar og góðrar vöruafgreiðslu. Blaðamönnum og öðruni gestiim var boðið að skoða Herðubreið milli jóla og nýárs. Skipið er smíðað hjá George Brown skipasmíðastöðinni i Greenock í Skotlandi. Kostar ])að 1,7 millj. krón- ur, og stærð þess er 3(51 tonn brúttó, en 215 nettó. Lengdin er 140 fet og breiddin tæp 25 fet. Dýptin er 11 fet. Tvær lestar eru í skipinu, 15 þúsund teningsfet að stærð, þar af 4 þús. ten- ingsfet frystirúm. 3 farþegaherbergi eru með hvílum fyrir 12. Einnig er skemmtilegur setsalur fyrir farþega og góðar vistarverur fyrir skipverja. Tvöfaldur botn er úndir skipinu, og miili hotnanna hylki, sem ætluð eru til að flytja í oliu. Ganghraði skipsins í reýnsluferð var 11,2 míl. á klst. Var skipið þá hálfhlaðið. Við skipstjórn á Herðuhreið tekur Grimur Þorkelsson. Skipstjóri á Skjaldbreið verður Guðm. Guðjónss. SINNI VAR - Leikstjóri: Lárus Pálsson árið 1925, og fór Adam Poulsen, hinn frægi danski leikari, með stærsta hlut- verkið, lilutverk prinsins, og leik- stjórn. Holger Drachman er fæddur i Kaup- mannahöfn 9. okt. 1840. Faðir hans var þekktur læknir. Á unga aldri ferð- aðist Drachman mikið og hneigðist hugur hans brátt að málaralist. Það var ekki fyrr en George Brandes lneyrði hann fara með frumsamið kvæði, „Engelske Socialister“ að Dracliman tók að leggja ritstörf fyrir sig í alvöru. En fljótt varð hann mjög afkastamikill á því sviði. Hvert ljóð hans á fætur öðru hreif liugi fólks, og svo komu sögurnar og leikritin. í fyrstu voru skrif hans þrungin af sam- hug með konnnúnistahreýfingunni og skáldrit hans báru mikinn keim raun- sæisstefnunnar, en síðar hneigðist hann meira að ævintýraskrifum. — sýnt á konunglega leikhúsinu i Kaup- mannahöfn við fádæma hrifningu. — Hefir leikurinn orðið fjölsóttari þar en nokkur annar danskur lcikur, nema el' vera skyldi „Elveliöj“. — Mikið er af söngvum í leiknum og hefir E. P. Lange-Miiller samið tónverkin. — Jakob Jóh. Smári hefir snúið leik- ritinu á islensku. Stærsta hlutverkið, lilutverk prins- ins, leikur Ævar R. Kvaran. Verður eigi annað sagt, en leikur hans sé þróttmikill. Alda Möller leikur prins- essuna drambsömu, sem fátæktin og auðmýktin kennir að bera lilýjan liug til annarra. Er það stórbrotið hlutverk og krefst mikils af þeim, sem með það fer. Leysir frúin það af hendi með miklum sóma. Haraldur Björnsson leikur kónginn af fjöri og smekkvísi. Lárus Pálsson leikur Kaspar Reykhatt og er gáski í leik hans. Hefir Lárus líka leikstjórn á hendi. Biðlana lcika Valdimar Helgason og' Lárus Ingólfs son, Jón Aðils leikur kolagerðarmann og Pétur Á. Jónsson Franz veiðimann. Brynjólfur Jóhannesson og Valur Gíslason leika borgarverði. Helga Möller leikur fyrstu hirðmær. Fjöldi annarra leikara liafa á hendi smærri lilutverk. Birgir Halldórsson syngur bak við tjöldin. Dansana í leikritinu hefir Kaj Smith gert og dansar hann Zigaunadans. — Búningar og leiktjöld er hvorttveggja íburðarmikið og marg- brotið, en eitthvað er þannig við efnis- meðferð höfundar, að erfilt er að blása nægu lífi i sum hlutverkin. En liess ber að vísu að gæta, að það er samið fyrir aðra tíma og aðra stað- hætti. „Einu sinni var“ kom út 1885 og var Prinsinn. Prinsinn og Kaspar Reykhattur Úr Iqkaþættinnm. Brnninn í Kirkjustræti Að kvöldi 30. des. varð mikill elds- voði í miðbæ Reykjavíkur. Húsin nr. 4 og G við Kirkjustræti brunnu að heita má gjörsamlegá, þótt ennþá standi rústirnar uppi. 27 manns urðu lúisnæðislausir og fjöldi þeirra missti eigur sínar flestar eða allar. — Þar sem veður var gott og vindur liægur varð næstu liúsum (Hótel Skjaldbreið, Herkastalanum og Tjarnarg. 3) bjarg- að, þótt oft væri mjótt á mununum, að eldurinn læsti sig einnig i þau. Ljósm.: Þorst. Jósepsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.