Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Gestur bresku konungshjónanna við brúðkaup Elísabetar prinsessu BrúSkaupsdagur Elísabetar prins- essu, 20. nóv. 1947, er víst mörgum minnistæður og vafalaust finnst mörgum Bretanum hann merkasti dagur lífs síns. Stórmenni hvaðan- æva af hnettinum safnaðist til London og sat veislu bresku konungshjón- anna. Meðal stórmennanna í gesta- hópnum leyndist 10 ára gömul stúlka frá Winnipeg, íslensk í móðurætt. Hana hafði ekki órað fyrir slíku í draumum nokkrum dögum áður, svo að enginn furðar sig á því, þótt hún hafi varla trúað, að þetta væri veruleiki fyrr en eftir licimkomuna frá brúðkaupinu. — En hver er þessi stúlka, og hversvegna hlotnaðjst henni sá heið- ur að vera boðin í brúðkaup Elísa- betar og Mountbattens? Sendi nylon-sokka — fékk boðskort. Þá er þar fyrst að byrja, að fregn- ir bárust út um hcim, að nylon- sokkar væru ófáanlegir i Bretlandi og Elísabetu prinsessu gengi illa að krækja sér í eina fyrir brúðkaupið. Birtist frétt þessi í bjaði vestaniiafs. cn fáum lesenduni mun háfa dottið í hug að þeir gætu bætt nokkuð úr. Betty Toyce White, ncmandi við Daniei Mclntyre skólann í Winnipeg, lét sér hugkvæmast að fara ofan i búð og kaupa nylon-sokka, sem hún sendi svo Elísabetu prinsessu að gjöf. Fylgdu gjöfinni árnaðaróskir. •— Innan skamms fékk Betty svo jiakkarbréf frá hirðmey prinsess- unnar, og þá hélt hún, að allt væri um garð gengið í sambandi við nylon-sokkana. En viti menn, einn daginn (mánudaginn 10. nóvember), þegar Betty kemur heim úr skól- anum, biður liennar bréf. Það hefir komið í flugpósti frá Bretlandi og er fagurt á að líta. Þetta reyndist líka vera boðsbréf frá bresku kon- ungshjónunum, þar sem Betty er boðið að vera viðstödd veislu, sem efnl verði til i St. James-höllinni fyrir brúðhjónin Elísabetu prinsessu og Philip Moutbatten 18. nóv. Betty rak upp stór augu, eins og nærri má geta. En hvernig átti liún, 10 ára gömul, ójiekkt og óundir- búin stúlkan að komast lil Londön í hvellinum? Það var aðeins vika lil stefnu og enginn farareyrir. Það væri vist best að ergja sig ekki á því að hugsa um þáð. Gaman væri samt að hafa fengið boðskortið. Ráðagóðir unglingar. Næsta morgun fer Betty í skólann eins og ekkert hefði í skorist. Hún hún verður að fá að fara, livað sem jiað kostar. Nefnd er kosin í snatri og send í skólastjórnina. Hún er ráðalaus. Borgarstjórann. Árangurs- laust. — En hvernig væri að fara bara i stórblaðið Free Press og leita ásjár þar? Free Press og Eatons-félagið koma til skjalanna. Free Press tók vel í málið, talaði \ið foreldra Betty og fékk samþykki þeirra til þess að sjá algjörlega um ferð hennar til London. í staðinn skyldi Betty skrifa bréf um veislu- Hjóniti George White o<j Sigríður White hjálpa fíetty dóttur sinni við að raða í ferðatösknna. minnist á boðskortið við skólasystk- inin, og þá var sem olíu væri hellt á bál. Fregnin flaug eins og örskót um allt. Bækurnar fengu að vera í friði um stund. — Ilún Betty er boðin í veislu prinsessunnár -—. Enn svo rankar liópurinn við sér. — Já, Frú Guðriin Snmarrós Sölvadóttir, Norðurgötn 31. Akureyri, varð 70 ára 2ð. þ. m. Grímiir Bjarnason, tollvörðar, varð fimmtngur sunnudaginn 25. þ. m. ***** höldin og annað markvért í London, sem svo yrði birt í Free Press. — Ekki gat .Belty farið slíka ferð, jiema vera vel fötuð og smekklega. Eatons-félagið tók að sér að leggja lienni fötin til. Þá virtist ferðin vera orðin sæmilega irygg og eftir- væntingin byrjaði fyrir alvöru hjá Betly. Áður en hún kvaddi foreldra sína og vini á flugvellinum í Mon- trcal, hafði henni verið ýmiss konar sómi sýndur og gjafir gefnar. Kenn- arar og nokkur skólasystkini gáfu henni ferðatösku, nemendur Gordon Bell skólans sendu henni 30 dollara og Garnet Coulter, borgarstjóri, boð- aði hana til ráðhússins og gaf henni brjóstnál með merki Winnipeg-borg- ar. Talaði hiin svo nokkur orð í útvarpið ásamt borgarstjóra, sem kvað borgarbúa í Winnipeg mega vera hreykna af, hve fallegan full- trúa þeir ættu við konunglega brúð- kaupið. Betty er góð námsmanneskja. Svo að við liverfum nú aftur til daglegs lífs Betty, þá er það fyrst að segja, að hún þykir mjög góð námsmanneskja. Enskir stílar og enskar bókmenntir eru bestu fög Betty White í London liennar. Hlaut liún „Ehglish merit pin“ að vcrðlaunum fyrir liæstu einkunnir í greinum þessum i sín- um bekk í fyrra. Foreldrar Betty. Móðir Betty, Sigriður White, er islensk. Hún er frá Litla-Hóli í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson og kona hans, Rebekka Jónsdóttir. Sigurður var bróðir Guðrúnar, fyrri konu Magn- úsar Sigurðssonar á Grund í Eyja- firði. Sigriður stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri, fór svo vestur um haf 1910, þá 17 ára, Innritaðist hún ári siðar sem hjúkr- unarnemi á St. Boniface spítalann og útskrifaðist þaðan 3 árum síð- ar. 1915 fór hún til Ncw York og giftist þar George Preston Wliite. Hann var hermaður og tók þátt i heimsstyrjöldinni fyrri. Að lokinni herþjónustu settust þau hjónin að á búgarði Whites í Snowflake, Maniloba, og framleiddu hveitifræ. Wliite er ættaður frá Cornwall á Englandi. Þau hjónin eiga 7 börn, og hafa þau kappkostað að mennta þau sem best. Varð það auðveldara eftir að þau fluttu til Winnipeg- borgar fyrir 6 árum. Búa þau þar í 1288 Dominion Street. í Lögbergi frá 20. nóv. birtist viðtal frú Ingibjargar Jónsson, konu Einars P. Jónssonar ritstjóra, við frú Sigríði White. Segir Sigríður þar meðal annars: „Mér þykir leitt, að börnin mín kunna ekki íslensku, en í Snowflake voru engir fslendingar. Betty lang- ar mjög til að læra íslensku“. Af bréfum, sem Betty hefir skrif- að Lárusi Sch. Ólafssyni á Akra- nesi, er það ljóst að áhugi ungu stúlkunnar á íslandi er gifurlegur. IJrðu henni það sár vonbrigði, að flugvélin, sem flutti hana til Lond- on, hætti við að hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvellinum vegna þess, að hún tafðist svo lengi í Goose Bay á Labrador, í Drekkið Egils-öl |

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.