Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 5
FÁLKINN Alcide de Gasperi maðurinn sem enginn dæmdi rétt itJciiu, fsem talað er nm: Alcide de Gasperi. Aðalpersónan í nýafstaðinni kosn- ingahríð í ítalíu og cnda i itölsk- um stjórnmálum undanfarin ár, er Alcide de Gasperi, „samnefnari and- kommúnistaflókkanna i ítalíu." Hann hefir nú verið forsætisráðherra hinna blóðheitu ítala í 2% ár og riðið af sér marga storma. En al- drei hefir þó verið hvassara um hann en nú. De Gasperi trúir heitt á páfann og sækir bænagerðir í kirkju á hverjum morgni eða svo til. Vegna trúarhita hans Jiefir andúð hans gegn kommúnismanum nálgast of- stæki, sem oft hefir endurspeglast í stjórnarathöfnum hans. ÞaS er oft vindur i ítölum og þeir Jiafa garnan af að gera hálfgerða guði úr stjórnmálamönnum sinum — í fullri alvöru. Þegar ítalskur borgari talar við Ameríkumann um de Gasperi, líkir hann honum oft við Abraham Lincoln, fyrir það hver stjórnmálasnillingur hann sé. Eitt af því sem cinkennilegast verður sagt um de Gasperi er það, að nær allir hafa haldið hann öSru- vísi en hann er. í utanríkisráSu- neytinu i Washington voru menn óánægðir með hann lengi vel, vegna þess hve illa hann héldi á spilun- um fyrir vesturstefnuna í ítalíu. Og i Moskva álitu stjórnarherrarnir að ekki væri nein þörf á að hafa gát á honum, því að Palmiro Togliatti, kommúnistaforinginn, mundi hafa ráð hans í hendi sér og gæti spyrnt honum út af stjórnmálavellinum þegar honum sýndist. Og Páfagarð- urinn, sem studdi hann í fullri ein- lægni þvi að hann var svo sann- trúaður, dró mjög í vafa að nokk- urt gagn yrði að honum sem stjórn- málamanni. Enginn gerði sér ljóst að hinn gamli, reyndi fjallgöngu- maður Alcide de Gasperi var stað- ráðinn í að klifra áfram þangað til hann væri kominn upp á tind- inn. Gasperi forsætisráðherra og sú ítalía, sem lifði stríðið og Mussolini af, er í rauninni eitt og það sama. Hvorttveggja liggja í raunirini fyrir festum í vestræna lýðfrelsisskipu- laginu. Bæði eru háS hjálp frá Bandarikjunum og hafa mestan hagnaSinn af aS standa vestanmeg- in viS linuna miklu. í april 1945 var Gasperi utanrik- isráðherra og var þá þegar stað- ráðinn i aS vinna aS því aS ná Tricstc aftur inn fyrir landamæri ítalíu. Um þær mundir voru það ekki nema fáir stjórnmálamenn, •sem gerSu sér ljóst hve mikils virSi Trieste var ítölum. Meðal þeirra sem ekki skildu þetta var þáver- andi utanrikisráSherra Bandaríkj- anna James F. Byrnes. En núna hafa Bandaríkjamenn skiliS aS de Gasperi hafSi rétt fyrir sér. Og þaS var ameríkanski sendi- herrann í Bóm, James C. Dunn — hann fór fyrrum villt á de Gasperi eins og hinir — sem ráSlagSi vest- urveldunum aS bjóSa ítölum Trieste. Þetta var sterkur leikur og góS kosningabeita, því að vonin um Trieste réð atkvæðum fjölmargra kjósenda, svo að þau féllu vestur- veldunum í vil. Þaff var þessháttar, sem ræður miklu um kosningaúrslit hjá þjóð á líku menningarstigi og ítalir eru. Samkvæmt athugunum sem gerðar hafa verið í ítalíu les 22% af uppkomnu fólki þar aldrei neitt blað, 38% af ítölsku kvenfólki litur aldrei á blöS og 41% af upp- komnu fólki les aldrei bók. Sam- kvæmt sömu rannsókn höfðu 86% af öllu kvenfólki ekki hugmynd um efni hinnar merkilegu ítölsku stjórn- arskrár, sem gekk í gildi eftir strið- ið, en um 25% af karlmönnum höfðu iesið eitthvað um hana og vissu slæðing af helstu atriSum hennar. Þegar de Gasperi myndaSi stjórn, í desember 1945, og tók fulltrúa frá kommúnistum í ráSuneytiS bjugg- ust allir við aS það mundu verða þeir en ekki Gasperi, sem yrðu hús- bóndinn á stjórnarheimilinu. James Dunn sendiherra reyndi aS fá hann til að bola kommúnistunum burt, en ekki gerði hann það samt fyrr en eftir heimsókn sína í Washington i janúar 1947. De Gasperi er atkvæSalítill ræðumaður en heldur samt fleiri ræður en nokkur ítalskur stjórn- málamaður annar. Skopteiknurum þykir vænt um andlitið á honum vegna þess hve nefið er stórt og ásjónan óregluleg, en kaþólsku kon- urnar tigna hann sem hetju. Og í Washington, Moskva og páfagarði hafa menn sannfærst um, að hann er það sem á góðu íslensku sveita- máli er kallað ólikindatól. SYKUR ÚR TRÉ. Sykur má vinna úr timbri, svo að væntanlega fara skógarlöndin að framleiða sykur í stórum stíl hvað líður. Er hægt að vinna sykur úr allskonar úrgangi, sem nú er skilinn eftir í skógunum. Það er drúfusyk- ur, sem fæst úr timbrjnu, samskonar og i berjum og hunangi, pg er hann meltanlegri en venjulegur sykur og betri til að gera sætumauk úr. Til- raunir hafa sýnt að úr 100 kg. af þurru timbrí er hægt að búa til 65—75 kg. af sykri.. Sir Oliver Franks heitir þessi maður, sem nýlega er orðinn sendiherra Breta í U.S.A. Ernst Heinkel flugvélasmiður var dreginn fyrir dóm í Þýska- landi, sem nazisti. Hefir máli hans verið frestað um óákveð- inn tíma. Nuffield lávarður hefir gefið milljón sterlingspund til að greiða fyrir útflutningsverslun Breta á þeim erfiðleikatímum, sem nú standa yfir. Henry Ford sonarsonur gamla Fords tck við stjórn Fordsmiðj- anna eftir lát afa síns, en faðir hans var látinn áður. Hefir hann verið á ferðalagi i Evrópu und- anfarið til að heimsækja útibú sín. Meðal annars kom hann til Norðurlanda. Kirsten Flagstad hin fræga norska söngkona, sem árum saman hefir sungið á Metro- politan Opera í New York, hef- ir orðið að aflýsa mörgum hljómleikum, er hún hafði boð- að til. Hún var í Noregi á stríðs- árunum og þótti hliðholl Þjóð- verjum þar. Lucius D. Clay, hershöfðingi, er setið hefir á ráðstefnu með full- trúum Frakka og Breta og rætt við fulltrúa Þjóðverja um nýja stjórnarskrá fyrir Vestur-Þýska- land.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.