Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Smælki Vigfús liét hann, sonur Finns Jónssonar frá Mörk og Helgu Bjarna- dóltur frá tíaitalækjarstampi. Fædd- ur á Yrjum 24. des. 1862. -—- Býli þessi voru öll í Landamannahrepp, tvö hin fyrri eyðilögð að öllu leyti eftir miðja 19. öld, og aflögð byggð á Yrjum í byrjun 20. aldar. Fúsi var alinn upp í mikilli fátækt, á erfiðum árum og á ýmsum stöð- um. Var hann þá rhjög lítilsigldur, daufgerður og seinfær, jafnvel klukku stund að klæða sig. Aldrei varð hann heldur fær eða laginn tii ierfiðisvinnu, þólt liann vendist af seinlætinu. En gaman iiafði hann af kindum og mátti því með lagi liafa góð not af honum við fjárgæslu. 'Hanii var grannur og væskilslegur í uppvexti, en varð þó við það meðal- maður að stærð og vel það að vaxt- arlagi, laglegur í andliti og liærður vel, með rauðleitt, sítt skegg, sem fór vel og hann þurfti oft að strjúka. Þrifinn var hann með sjálfan sig, og varð vel feitur á elliárum, sök- um ágætrar heimilisvistar og algjörs erfiðisleysis. Helga, móðir Fúsa, var lengi eld- húskona á stóra heimilinu á Keld- um. Varð hún svo bústýra mín •— sem þessar línur hripar — fyrstu árin í Haga í Gnvhr. Og vegna þess komst nafni minn þangað líka. Bæði voru þau mæðgin geðgóð og fyrir- myndir að frómleika til orða og verka og að húsbændahollustu. Af því að Helga ávarpaði mig alltaf: „Fúsi minn,“ þá vandaðist málið þegar Fúsi hennar kom líka á heim- ilið. Kom þá fyrir í fyrstu, er hún þurfti að aðgreina okkur, að hún nefndi son sinn: „Ókunnugi Fúsi.“ Alit var þó gott og græskulaust milli þeirra, feðginanna, enda þótt Fúsi væri smáglettinn við mömmu sína. Út af nýnefndu atviki spurði hann eitt sinn: „Er ég' nokkuð verri en hann nafni, mamma?" En hún svar- aði fljótt og snúðugt: „Uss, það er nú ekki ólíkt.“ Haust nokkurt kom frost dálítið áður en búið var að taka upp gulrófurnar. Fór þá Helga að mæðast yfir því, að rófurnar kynnu að frjósa svo að þær næð- us ekki upp. En ég taldi hvorki hættu né skemmd, að bíða þess er þiðnaði. Út af þessu fór nafni að hugga mömmu sína og mælti: „Held- ur þú að rófunum líði ósköp illa. Ekki heyri ég þær skrækja ennþá, mamma.“ Vetrarkvöld eitt, fyrir jól, kom bylgusa dálítil, áður en búið var að taka iömbin. Heiga leit þá út og mælti: „Ósköp er að vita þetta, og allt er úti: blessuð lömbin, drott- inn minn og féð.“ Nafni minn var ekki mikið gefinn fyrir gestagang. (Nefni ég dæmi af J)ví siðar). Er hann sá mann koma, varð honum að orðj og dró seiminn: „Einn kemur ])á annar fer.“ Og þá lieyrði maður líka, að Helga sagði í hálfum hljóðinn við sjálfa sig á leiðinni í eldhúsið: „Hita má ég enn. Ósköp þarf til þess.“ Lesið gat Fúsi nokkurnveginn, en víst lítið eða ekkert skrifað. Var þó ekkert óánægður yfir menntun- arskorti sínum. Sagði m. a.: „Eg írá Fúsa Finns veit alveg nóg, og þarf ekki að vita meira. Það er ekki betra að springa af ofviti.“ Hann hafði fullgott vit á kindum, og nægði lionum það til framdráttar meðan hann var lijá mér. Gætli liann lambánna á vor- in sinalaði kvíánúm og gekk til sauða á vetrum, (10 mínútna gang- ur til veturgamalla, en % klst. að liúsi eldri sauða). Gætti hann J)ess vel að koma sauðunum út í liaga. En ])ótt ekki væri erfitt að ná lieyi úr hlöðu fram á 1 garðjötu og 2 i öðru liúsinu, ef gefa þurfti, þá var betra að annar hefði þar hönd á bagga. Annars mátti búast við að nafni væri heldur of sparsamur á heyið. — Innskot. Sauðir eru nú úr sög- unni liér á Suðurlandi, og þar með gleymdust sauðaliagarnir. Til minnis um gæði þeirra í Haga, skal þess getið, að ár eftir ár þurfti ekki meira en 10 heybandshesta fyrir 100 sauði eldri en veturgamla og vel framgengna, eða sem því svar- aði. Sum árin minna, nema snjó- veturinn mikla 1898. Eigi hafði nafni minn annað kaup en föt, fá kindafóður og sjálfræði á vetrarvertiðum ■— með einhverri hjálp í útgerðina. Sömu kjör liöfðu þá, l'yrir 1900, sumir fullgildir vinnu menn, og gátu haft gott kaup, eftir því sem þá var talið, upp úr vetr- arafla í góðu skiprúmi. En árskaup vinnumanna i peningum var þá orð- ið um 100 kr.*). Á vertíðum labbaði Fúsi jafnan út i Þorlákshöfn, til og frá. En réð sig ekki staðfast í skiprúm, cnda hafði enginn er þekkti liann viljað taka liann, sem gildan sjómann. En hann slcppti slydduróðrum „gekk með skipum“ og fékk oft að sita i, einn dag í senn. Leitaði hann lielst til þeirra er mest fiskuðu, og var ekki laust við átrúnað um það, að sá fiskaði vel, sem hafði nafna innan- borðs. — Jafnvel þótt þeir þyrftu að lyfta honum upp á skipið, og hann mætti svo hvíla sig í barkan- um. Þótt hann fengi svo sæmilegan hlut, líkt eða eins og aðrir, urðu honum víst oft létt landverkin, því margir voru lijálplegir og Lefoliis- verslun á Eyrarbakka tók þá fisk- inn nýjan i Höfninni. Sparneytinn mjög var Fúsi, og eyddi engu til óþarfa, nema lítilsháttar reyktóbaki úr pípu. Kunni hann líka betur við ])að, að eiga svolítið inni á vorin. Og eins að geta hjálpað þeim, er helst hjálpuðu honum, um einhverja ögn úr skrínu sinni, þegar fór að sneiðast um hjá þeim, þvi að aldrei varð Fúsi „mötustuttur.“ Mjög var það fjarri skapi nafna, að segja frá heimilishögum — hvað þá heldur að segja nokkuð misjafnt *) Geta skal þess til gamans, að kaup mitt á Keldum mun ekki hafa verið meira en 40—60 kr. auk fata og fáeinna kindafóðra. — Og þá er mér buðust 300 kr. i kaup, til ráðsmennsku á sýslumannssetri, varð mér ])að eilt að orði, að ég treysti mér ekki til að vinna fyrir slíku lcaupi. frá heimili sínu. Ef honum þótti spurningar óþarfar eða nærgö.ngul- ar, var annaðhvort að liann svar- aði þeim ekki, eða þá með afgæð- ingi. Eitt sinn var það t. d. á Eyr- arbakka, að hann svaraði einhverri meinlausri spurningu, þessu einu: „Heldurðu ekki að þú gætir gert svolítið við skóna mína?“ Séra Valdimar próf. Briem þekkti vel þessháttar svör Fúsa, og hafði gam- an af að ala á lionum. Eitt' sinn kom það fyrir, í harðindum, að nafni fór til Núpskirkju, en eigi aðrir frá Haga (og var óvanalegt). Prófastur mælti þá við hann: „Þú ert kominn núna til kirkju, Fúsi.“ Hann svaraði: „Já, það kom nú ekki til af góðu lasm. Það vantaði meri, sem ég þurfti að spyrja um.“ Þetta var þó einhver besta kirkju- ferð Fúsa, sagði liann þegar heim kom: „Eg fékk svið á Hamarsheiði, á heimleiðinni.“ Eilt sinn spurði prófastur Fúsa, á föstunni, livort sungnir væru Passíusálmarnir í Haga. Svarið var: „Eg veit það ekki lasm, ég er alllaf sofnaður þegar farið er að lesa.“ (Lesnir voru sálmar, en ckki sungnir, og heyrði Fúsi það víst oftast, eins og aðrir). Oft sagðist prófastur spyrja Fúsa m. a. hvað margt væri féð í Haga, en jafn ófróður væri hann eftir svör lians. Einu dæmi man ég best eftir. Við húsvitjun eitt liaustið vorum við nafnarnir báðir staddir í stofunni í Haga, hjá prófasti. Snýr hann sér þá að Fúsa og spyr: „Hvað eru margir sauðir hér í Haga núna, Fúsi?“ Svar: „Eg lield að þeir séu nú flestallir komnir hérna upp í eldhús. Þú getur nú farið þangað og talið þá.“ Prófastur brosti alúðlega að svarinu, og öllum var skemmt. Eftir að ég flutti frá Haga, lióf nafni minn búskap i Haukadal á Rv. Hafði hann duglega ráðskonu, sem vitanlega varð að gera erfiðu verkin öll, bæði úti og inni. Bjó hann við nokkrar kindur en enga kú. Enda voru lionum hugleikin vísuorð þessi: Aldrei karl minn skal ég karl minn eiga margar kýr, þú skalt karl minn þar af karl minn þekkja að ég er skýr. Kom það líka fram í Haga, að honum var lítið um kýrnar, þótti þær heldur þurftarfrekari á vetrum en sauðféð. T. d. sagði hann eitt sinn er hleypt var út úr fjósi, með mikilli fyrirlitningu: „Að sjá allan þennan hóp, það er eins og fé.“ — Var þó víst ekki fleira en 10—12, með kálfum og ungviði. Eitthvað fannst nafna þó að kýrleysinu í Haukadal. Spurði eftir skyri á ná- lægum bæ, og er eitthvað komst til orða um verðið, spurði hann undr- andi: „Er nú farið að selja skyrið.“ í Haga bjó nafni 9 ár, en var þá vikið burt af stjórnarvöldum hrepps- ins. Og arðurinn af búskapnum ekki meiri en svo, að hann komst þegar á framfæri Gnúpverjahrepps. Komst þá aftur að Haga, til liins besta fólks, sem kosið varð, og lifði þar aðgerðarlaus, „sem blóm í Fúsi Finns. eggi“ til æviloka, í maí 1940, 77 ára. Var liann að síðustu orðinn heldur erfiðari og kröfufrekari en áður. Þó var sama húsbændahollustan, sem kom fram m. a. í því, að hann var ekkert fyrir. það að hæna að gesti. Eitt sinn t. d., sá hann hóp af fólki fara út úr bíl nærri licimreið- arliliðinu. Gekk liann þá til móts við fóíkið og sagði við það: „Það er enginn lieima hérna nema ekkju- garmur með ung börn. Það er ekki til neins að koma lieim.“ Á fyrri árum liafði Fúsi líka öðruhvoru orð á því, hvort ekki væri besta ráð að „gefa gestum roð og ugga.“ „Ætli þeir komi þá oft aftur,“ bætti liann svo við. Að sjálfsögðu var þetta mcira grín en full alvara. Sáum við það líka, er við komum í heimsókn (og tii gistingar) að Haga. Tók nafni mjög vingjarnlega á móti okk- ur og mælti við konu mina: „Vertu velkomin Sigga mín — og segi ég það ekki við marga.“ V. G. ÓTRÚLEGT EN SATT. Eitt einkennilegasta slys sem menn vita varð þegar maðurinn vestur i Ameríku var bitinn af sínum eigin tönnum. Maðurinn hafði falskar tennur, sem liann hafði slungið í brjóstvasann. Svo ók liann á bif- reið, kastaðist á stýrið og tennurn- ar fóru á kaf í bringuna á lionum. — Annar maður liafði skotið rá- dýr og lagði frá sér byssuna og fór að flá það. En á meðan kom kipp- ur í slcepnuna og hún sparkaði í gikkinn á byssunni, svo að skotið hljóp úr lienni og í handlegginn á manninum. Enskur verkamaður í námu einni i Yorkshire var lieppn- ari. Hann steyptist ofan í 500 metra djúpan námugíg en lcnti ofan á lyftu, sem var á fullri ferð á leið- inni niður. Þctta dró svo mikið úr fallinu að maðurinn slapp með fót- brot. SNÚIN SPURNING. Eiríkur litli álti tík. Einn góðan veðurdag eignaðist lnin átta hvolpa, en foreldrar Eiríks vildu ekki setja nema einn á, hinum var lógað. Rúki litli var lengi að hugsa þetta mál. Loksins spurði hann móður sína: „Hvað vorum við eiginlega mörg þegar ég fæddist?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.