Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN SKÁLDSAGA EFTIR DARWIN OG HILDEGARD TEILHET _ 23 Tveggja herra þjónn , — -------— ——-------—---—------^ snúið. Ári minnsiu lotningar fyrir þjóðhetju Frakka lét æskulýðurinn í ljós ánægju sína og fannst þetta sprenghlægilegt. Hláturinn glumdi í salnum. En hinir eldri urðu fok- vondir. Ýmsir þeirra kölluðu upp á sval- irnar: — Gætið þið ykkar. Eruð þið band- vitlausir, bölvaðir þorpararnir! Eða: — Er ekki nóg komið af þessari vitfirringu? Eig- um við að koma upp til ykkar og jafna á ykkur gúlana? Didon gamli liallaði sér óstyrkur fram að handriðinu og sagði: — Eg ætti nú að vera eldri og reyndari en svo að ég eyddi tíinanum í svona bölvaðan ruslaralýð og sveitapakk. Skólastjórinn laindi í borðið til þess að fá hljóð. En kvikmyndin liélt áfram. Nú var það París. Þjóðverjar í París. í textanum var greint frá því, að næstu atriðin væru úr kvikmyndum, sem Þjóðverjar hefðu tekið sjálfir. Svo kom mynd af Hitler. Áminning skólastjórans um kyrrð í salnum drukkn- aði í blístri, fussi og sveiunum. Didon gamli liélt að þetta væri myntað upp á sig. Svo sagði textinn: „Meðan de Gaulle vann að áætlununum um frelsun Frakk— lands, létu margir liraustir frelsisvinir líf- ið heima.“ Myndin sem nú kom sýndi lióp af þýsk- um liðsforingjum og einum manni óein- kennisbúnum, sem stóð i liúsagarði og horfði á að þrír franskir föðurlandsvinir voru leiddir burt af vopnuðum þýskum hermönnum. Þegar Hoot sá sjálfan sig með- al þýslui herforingjanna fékk hann tauga- áfall. Ilann gleymdi að snúa og myndin komst ekki lengra. Nú óx ólcyrrðin í salnum um allan helm- ing. Fólkið hrópaði. Didon hrópaði á móti. — Gamli þorpari kaliaði það til hans. — Haltu áfram sýningunnij — Er ég gamall þorpari! öskraði hann. — Eg skal gefa ykkur nokkuð, sem getur kælt ykkur og hemlað í ykkur tunguna. Og svo mölvaði hann stútinn af tveimur flöskum og skvetti víninu niður í salinn. Cally og Hoot þustu niður stigann. Samtímis reyndu um tuttugu menn að troðast út um dyrnar að ganginum, til þess að komast niður stigann að svölunum. Þeir bölvuðu og rögnuðu og börðust löngu eftir að Cally og Hoot voru komin út á lilaðið. Þegar Didon liafði skvett öllu úr flöslcun- um fór hann að kasta þeim. Allt i einu lieyrðist gjallandi stráksrödd gegnum allan liávaðann: — Þetta er náunginn sem er með lionum Didon! Á myndinni. Til hægri, milli Þjóð- verjanna. Mille diables! — Þúsund djöflar!- Skólastjóranum ofbauð að heyra svona orð af vörum stráklings, en þegar liann leit við og sá myndina, sem stóð kyrr á spjald- inu fékk liann enn verra áfall: Maðurinn í Þjóðverjahópnum var enginn annar en aðstoðarmaður Didons! Á sama augnabliki þekkti gestgjafinn frá Yrieix gest sinn frá nóttinni áður. Cally var að setjast á eitt kvenreiðhjól- ið, sem stóð upp við tré fyrir utan skólann, þegar Hoot hrópaði til hennar. Hann sagð- ist hafa fundið tvimenningshjól, og þau gætu komist fljótar áfram á því. Hún hljóp til hans og settist á aftursætið, en Hoot steig eins og liann frekast gat til þess að komast framhjá kassavagni Didons. Inni í skólanum gerði fólkið atlögu að svölunum. Það lagði af því sterkjuna af gamla víninu, sem Didon hafði skvett. Við sýningarvélina var ekki nokkur sál en sviðalykt var af filmunni. LJti í horni svaf Didon svefni hinna réttlátu. Gestgjafinn frá Yrieix tók til máls og var liávær. Heilbrigða augað í honum steypti sér kollhnýsa af heilagri vandlætingu yfir því, sem liann hafði uppgötvað. Á samri stundu var elt- ingaleikurinn skipulagður með þeirri ná- kvæmni og hugkvæmni, sem Frakkinn elsk- ar. Voru nú kosnir margir foringjar og skyldi hver hafa fimm manna hóp með sér. Siðan var varpað lilutkesti um í livaða átt hver af þessum sex manna fylkingum skyldi fara í leitina. Áður en gengið liafði verið frá þessum undirbúningi voru þau Cally og Hoot komin sex kílómetra frá þorpinu. Þau földu léða tvímenningshjólið bak við runna við vegarbrúnina. .Svo fóru þau út af veginum. Undir rökum og rek- andi júniskýjum héldu þau svo beint suð- ur yfir ásana, í þá átt, sem þau vonuðu að Brive væri í — þrjátíu kilómetra í burtu. Um miðnætti var komin hellirigning aft- ur. Það var ekkert hóf á þeirri rigningu. Eins og stundum gerist í Correze fossaði vatnið niður eins og í syndaflóðinu. Eina tilbreytingin í þessu steypibaði var sú, að stundum kom haglél. Þegar þau höfðu gengið klukkutíma í sivaxandi aurbleytu fór Hoot að bölva. Hann sá að Cally var að verða uppgefin, og að það var litið bet- ur ástatt um hann sjálfan. Þau mundu aldrei komast til Brive áður en dagur rynni. Þau strituðu áfram gegnum úrhellið og haglélin. Hann lirópaði til hennar og reyndi að yfirgnæfa vælinn í storminum: — Ekki langar mig til þess, en ég lield að við neyð- umst til að leyta okkur að einhverju af- drepi. Veðurofsinn fer versnandi, og nú hefi ég aðeins óljóst hugboð um í hvaða átt við stefnum. Við eigum á liættu að ganga í hring ef við höldum áfram. Þau þreifuðu sig áfram skreipa liallana í ásunum, yfir urmul af yfirgefnum vín- ekrum, en rákust þá á mas, einn af grjót- kofunum, sem enn stóðu uppi frá þeim tíma er þarna var frjósamt land, og þegar verkamenn smalar og vínræklarmenn not- uðu þessa frumstæðu kofa til að flýja inn í til þess að verjast slagveðrum og nætur- kulda. Svona mas var alls ekki ólíkur bakstursofni úr steini. Annar gaflinn hvarf inn í bjargið, sem kofinn stóð undir, en á gaflinum sem vissi fram voru dyrnar. Cally og Hoot skriðu inn í kofann til að hýrast þar um nóttina. Innst í kofanum fundu þau hrúgu af þurru heyi. Cally fór úr rennblautri skinnkápunni og breiddi úr henni. Svo tók hún fram ost og hveitibrauð úr vasanum á leðurjakkanum og lagði það við liliðina á sér. Hún lagðist á kápuna og lokaði augunum. Hoot kveikti sér í sígar- ettu. Hann sat enn í keng og reykti þegar hún sofnaði. Sat og hlustaði á rigninguna sem dembdist niður og hugsaði til þess að á morgun hefði Sylvestre verið í Brive þrjá daga. Þrír dagar. Tíminn liljóp fram hjá honum. Og nú hafði verið skorin upp herör um allt héraðið. Að hreyfa sig þarna var eins og að ganga um í ormabóli. Það voru nærri því þrjátíu kílómetrar, sem þau þurftu að ganga og gösla um þetta orma- hól áður en þau kæmust til Brive og liann gæti hitt Sylvestre, eða fengið skilaboð frá honum. Og liann varð að komast þessa leið án þess að verða fyrir ormabiti. Loks lagðist Hoot fyrir líka. Honum hlaut að hafa orðið kalt. Þegar Cally vakn- aði á mánudagsmorguninn í sömu rigning- unni og áður, fann hún að hún liafði eitt- livað mýkra og lilýrra undir höfðinu en gamalt hey. Hún lá með höfuðið á öxlinni á Hoot. Loðkápan liennar var breidd ofan á þau bæði. Hún settist upp. Hoot opnaði augun. Það fyrsta sem liann sagði var — Ættum við að reyna að lialda áfram? Þau reyndu það. Aurinn var ökladjúpur og þeim fannst þau vera að vaða í smurn- ingsfeiti. Þegar Cally datt í drulluna í þriðja sinn og Hoot hafði hjálpað henni á fætur, sneru þau við og skreiddust inn í kofann. Vindurinn og regnið lamdi þau í andlitið. Hoot stóð í keng í lágum dyrunum og starði út í ömurleikann og liugsaði óróleg- ur til mínútnanna og timanna sem fóru til ónýtis. Cally reyndi að laka þessari töf skyn- samlega. Hún sagði: — Heldurðu að það væri ekki skynsamlegast að verða hérna þangað til í kvöld? Það er ömurlegt, en áhættan er miklu meiri ef við löbbum til Brive í dagsbirtunni. — Vel mælt. Eg verð að vera sammála. Þegar dimmir þá eru líkurnar miklu meiri til þess að við sleppum. Það er bara þetta að--------. — Það getur ekki skipt miklu máli hvort þú kemur deginum fyrr eða seinna, sagði liún. — Þú hittir víst Sylvestre á morgun líka. — Kannske. Eg vona það. — Eg líka. Hann sneri sér að henni. — Þetta fer að verða verra og verra. Hún kinkaði kolli. — Og ekki er allri armæðunni lokið þó að við komumst til Brive. Hvorki fvrir þér

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.