Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Framhaldssaga með myndum 01 iver T wi§t Endursögð eftir skáldsögu Charles Dickens 8. Oliver þótti gaman að fá þetta tækifæri til að sýna hve fijótur hann væri í ferðum, og Brunlow, sem vildi sýna hve vel hann treysti honum, fékk honum ekki aðeins bókaböggulinn heldur líka fimm punda seðil til að borga reikning- inn með. — Oliver þreif húfuna sína og fór. — Gesturinn brosti napurt og spurði livort Brunlow dytti í hug að hann sæi þennan strák nokkurntíma framar, sem færi að heiman í flunkunýjum fötum, með bókaböggul og mikla peninga í vasanum. — Gömlu mcnnirnir sátu og biðu til miðnættis, en ekki kom Oliver, og þó hafði hann sagt að hann kæmi aftur eftir tíu mín- Útur. Nancy, sem var sniðug stelpa, liafði fyrir löngu komist að livar fóstri Olivers átti heima og þegar hann kom út á götuna, á leið til bóksalans vissi hann ekki fyrr en stúlka tók utan um hann og svo heyrði hann stúlkuna segja, grát- andi af gleði, að loksins iiefði hún fundið elsku bróður sinn, Oliver, og nú skildi hann koma með henni heim til foreldra þeirra. Hún lék þetta svo vel að fólkið á götunni trúði henni, og þegar Oliver reyndi að 'slita sig af henni datt engum í hug að hjálpa honum. Bráðum bar Sikcs þarna að og lét sem hann þekkti drenginn. Grimmi hundur- inn hans var með honum og* Olivcr þorði ekki annað en fara með þeim. Fagin og hyski hans var kom- inn í annan bæjarhluta, því að hann þorði ekki að vera á sama stað, ef ske kynni að Oliver hefði sagt lög- rcglunni frá honum. Þegar Nancy og Sikes komu með Oliver aftur var þeim tekið með mikium fögnuði. Fagin hauð hann Jiátíðlega vel- kominn cn Hrekkjalómurinn var ekki seinn á sér að tæma vasa hans. Þegar 5 punda seðiilinn kom í ljós ætlaði að fara i liart milli Sikes og Fagins, og Sikes náði i seðilinn, þvi að hann var sterkari. Þegar Oliver grátbændi þá um að senda Brunlow bækurnar og pen- ingana, trúði Gyðingurinn honum fyrir því að það væri einmitt heppi- legast að halda livorutveggja og láta Brunlow lialda að hann liefði stolið þeim viijandi. Oliver varð frá sér er hann heyrði þetta. Hann hljóp út á götuna og kallaði á hjálp. á eftir en þegar Sikes og hundurinn hurðina og skipaði Sikes að sleppa mundi rífa drenginn á hol. Þau voru — Sitt af huerju um — magann Ef Napoleon liefði tuggið matinn vel og ekki lieimtað hvítlauk í flest, sem hajm iiann lagði sér til munns, hefði veraldarsagan orðið öðruvisi. Hann var sem sé slænnir í magan- um í orrustunum við Borodino og Leipzig og þetta truflaði liann. Hann tapaði báðum orrustunum. Á þriðja degi orrustunnar við Dresden heimt- aði hann uppáhaldsmatinn sinn: sauðaket með lauk. Maginn neitaði vendingu og Napoleon tapaði orr- ustunni. — — Marcellur læknir, sem var uppi á 5. öld, gaf svofelld ráð við mag- verkjum: Þrýstu á magann með vinstra þumalfingri og segðu níu sinnum: „Adam, Bedam, Alam, Bet- um.“ Stingtu svo sama þumalfingri í mold og spýttu níu sinnum. Ef verkirnir voru mjög slæmir átti sjúklingurinn að segja: „Alabanda, Alabandi, Alambo.“ — Ef skot hefði ekki hlaupið óvart af byssu á hólma í Michiganvatni og í magann á Alexis St. Martin veiðimanni, mundu menn líklega vita lítið um það ennþá hvernig maginn starfar. Þarna var herlæknir viðstaddur, William Beumont, sem stundaði þann særða í þrjú ár. Sár- ið greri aldrei. En það var laus- húðflipi yfir því, og ef honum var lyft. mátti sjá inn í magann. Beau- mont athugaði meltingarstarfsemi sjúklingsins gegnum þetta gat. En einn góðan veðurdag strauk St. Martin. Beaumont fann hann aftur í Canada eftir að hafa leitað hans i fimm ár. Svo hafði hann Martin til athugunar i tvö ár enn, og loks Framhald ú bls. 11. enn að stympast er Fagin og strák- arnir komu aflur sigri hrósandi með Oliver og nú álti að liýða Iiann. En Fagin liafði ekki fyrr reitt sófl- inn en Nancy skarst í leikinn og hótaði því að ef Fagin gerði drengn- um mein skyldi hún sjá um að hann lenti i gálganum. Glæpamennirnir vissu að það var á liennar valdi að koma þeim undir manna hendur og hættu við hýðinguna. Svo var Oliver háttaður, nýju fötin tekm frá honum en gömlu ræflarnir lagð- ir fram. Einn daginn kom Bumble gamli í embættiserindum til London, og á veitingahúsinu sem hann borðaði í rak hann augun í auglýsingu. Þar var verið að auglýsa eftir týndum dreng, sem hél Oliver Twist. Bumble þóttist geta talað með um liann og fór beint til Brunlow. Upplýsing- arnar sem hann gaf voru vitanlega eintómt níð. Brunlow gamli fékk að heyra að hann liefði alið nöðru við brjóst sér. — En ráðskonan hélt því fram að Oliver væri sak- laus, hún hefði stundað liann í veik- indunum og vildi ekki trúa neinu illu um hann. Bumble varð þess á- skynja að þau hefðu fremur lcosið að heyra eitthvað gott um dreng- inn, — en nú var of seint að skipta um tón. Hann fékk þóknun fyrir upplýsingarnar og það var honum fyrir mestu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.