Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 11

Fálkinn - 30.04.1948, Blaðsíða 11
Vitið þér .. ? að flugvélar sem eiga að komast hraðar en hljóðið verða að vera með sérstöku lagi? Flugvélar af venjulegri gerð verða nefnilega fgrir svo mikl- um titringi þegar hraðinn er kominn að hljóðmarkinu, að þær hljóta að gliðna sundur. Við tilraunir í vindgöngum lmfa menn komist að raun um að lögunin verði að vera lík því, sem sést hér á myndinni. að lithvörfungurinn getur veitt flugu í 15 cm. fjarlægð? Þegar kameljón hefir mið- að á bráðina slettir það út úr sér löngu tungunni og hún er með límkenndu slími, sem flug- an festist í. Besta vörn kame- Ijónsins gegn óvinum er sú, að það getur telcið á sig sama lit og umhverfið, svo erfitt er að sjá það. Kennarinn: „Jæja, drengir livaða orrusta var það, sem Nelson týndi lífi i?“ Drengur: „Það var siðasta orrust- an hans, herra kennari." — Ef björn gleypti mig, sagði telpan, — mundi ég þá deyja? — Já, væna mín, svaraði móðirin. — Og mundi ég þá fara til himna? spurði barnið. — Já, auðvitað. — Yrði björninn þá ekki að fara þangað líka? FÁLKINN MAGINN. Frh. af bls. 6. birti bann stórmerkilegt rit um melt inguna, árið 1833. — 'Beaumont dó 68 ára, en sjúklingur hans varð 83! •— — Á 17. öld virðist það hafa verið algengt að fólk gengi með lifandi dýr i maganum, ef trúa má sögu lækna frá þeim tíma. Sacha læknir i Preussen segir t. d. frá ungum manni, sem kastaði upp 3 lifandi pöddum, eftir að liafa drukk- ið úr jjolli. Dr. Reinesius segir frá Jjrítugri konu, sem iiann stundaði 1647. Ilún hafði liaft magaverki í 5 ár. Loks kastaði hún upp fjórum pöddum og tveimur ormum. Á barnaspitala í Boston er safn ýmissa hluta, sem fundist hafa í krakkamögum. Þar eru peningar og hnappar af ýmsum stærðum, nálar, steinar, skrúfublýantar, vindlinga- munnstykki, blýantsyddarar o. fl. Maðurinn getur lifað magalaus, en verður að liafa að minnsta kosti helminginn af görnunum ef liann á að tóra. Efnasamsetning magasafar.s er þannig að hann ieysir upp ól- seigt ket og hrátt grænmeti. En hversvegna leysir magasafinn þá ekki upp sjálfan magann? Læknar geta ekki svarað því. En magasárið er víst spor í þá átt. Dýrasti matur að tiltölu við nær- ingargildi eru soðnar aspargusbaun- ir. Pundið af þeim gefur ekki nema 105 hitaeiningar, en nýtt smjör 3605 og hnetur 3030 liitaeiningar. En lieilhrigður starfandi maður er tal- inn Jiurfa 2100 liitaeiningar á sólar- liring. Nicolas Wood frá Kent var rnikill mathákur. Hann át stundum hrátt sauðafall í mál. Iiann var oft látinn sýna ofát aðalsmanni einum, skannnt Jjaðan er iiann átti lieima. Við eitt slíkt tækifæri át hann nær 30 kg. af kirsiberjum. Árið 1804 gerðu tveir bræður sér dagamun á krá í London. Á 22 mínútum át annar þeirra 175 sm. langt svínabjúga, sem vóg 11 kg. Hann skolaði þessu niður með port- víni og tveimur glösum af brenni- vini. Hinn bróðirinn var neyslu- grannari og át pund af sméri með skeið og 3 pund af innbökuðum á- vöxtum. Hann var tíu mínútur að því. — — Sama ár át maður einn skammt frá London 65 lirá egg á nokkrum mínútum og vann með þessu veðmál um nokkra aura. Kart úr Landeyjunum lagði inn fjórðungs tólgarskjöld lijá Lefolii á Eyrarbakka. Faktorinn sagði lion- um að hann mætti eiga skjöldinn, ef hann gæti étið hann i einu máli. Það gerði karl og varð ekki meint af. Efnafræðingar héldu sér veislu í Geneve skömmu fyrir stríð og var maturinn búinn til úr trémauki og ýmsum efnum, sem unnin höfðu verið úr koltjöru. Maturinn hafði fullt næringargildi, en lostætur var hann ekki. - TÍxkniiMmt - Ný skíðaföt. — Tískuhús eitt í París stingur upp á svona skíða fatnaði. Tökum eftir sniðinu á buxunum og hettunni sem hneppt er upp að höku. Jakk- inn er ekki fallegur en lítur út fyrir að vera þægileg flík. Svipmikill. — 11 in ráðuga Myrna Loy sýnir sig lxér í fallegum tví- skiptum kvöldkjól, með mjög fallegum útsaum af svörtum perlum, sem hylur allt herða- stykkið. Hálsmálið er hjartalag- að. Þennan kjól er auðvelt að taka eftir. Nýtísku belti. — Beltið, óska- barn tískuherranna, kemur út í hverri skrautútgáfunni eftir annarri. Þetta belii yfirgnæfir allt annað. Það er brúnt með afar stórri plötu að framan, skreyttri keðjum og er ein keðjan með bjöllum sem hringja, svo beltið veki sjálft á sér athygli. Annars kynni svo að fara að ekki væri tekið eftir því. Viðhafnarloðfeldur úrsilkimjúku persíanskinni, sem vefst að manni. Sniðið, með víðu erm- unum, stuttu hornunum og á- völum öxlum, er nýjasta tíska og fer mjög vel. Um verðið skulum við ekki tala. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.