Fálkinn - 02.07.1948, Page 7
FÁLKINN
7
Eftirsótt frímerki. — 1 tilefni
silfiirbrúðkaups bresku kon-
ungshjónanna hafa verið gefin
úl sérslök frímerki í Englandi.
Eru það 2V-2 pence frimerlci og
1 punds frímerki og mynd er
á þeim af konungshjónunum.
Hér sést punds frímerkið,
sem vafalaust verður mjög eft-
irspurt af frímerkjasöfnurum.
Sjóslysið í Kattegat. — Loftmynd af danska skipinu „Kjöbenhavn", sem fórst á tundurdufli
í Kattegat, er það var á leið milli Kaupmannahafnar og Álaborgar. Skipið var statt um
2 klst. siglingu frá ströndinni. Um borð voru Ú50 manns, og í fyrstu var talið að á annað
hundrað manns liefðu farist, þótt reyndin yrði sú, að þeir voru töluvert innan við hundrað.
Er þetta eitt hið mesta sjóslys, sem 'orðið hefir á Norðurlöndum.
FYRIR GIFTINGUNA EFTIR GIFTINGUNA
Þegar Michael og Anna giftust. — Hinn 10. júní vai'ð loksins af því að Michael, fyrr Rúmena-
konungur og Anna af Bourbon-Parma, dóttir René prins og afkomandi Kristjáns IX. væru
gefin saman, og var það Damaskinos erkibiskup Grikkja sem gaf þau saman í konungs-
höllinni í Aþenu. Eiríkur Danaprins var svaramaður brúðarinnar en foreldrar hennar voru
ckki viðstödd. En það voru hinsvegar grísku konungshjónin. Prinsessan var með ennisdjásn
Helenu Rúmenadrottningar og hálsfesti, sem samsett var úr ýmsum krúnugimsteinum frá
Rúmeníu. — Foreldrar brúðarinnar höfðu gefið samþykki sitt til ráðahagsins en það er tal-
ið Xaviev afa brúðarinnar að kenna að þau þorðu ekki að koma í brúðkaupið. Hann gerir
sem sé kröfu til ríkis á Spáni og vill hafa páfann góðan, en páfinn lítur með vanþóknun
á að Anna prinsessa, sem er páfatrúar, giftist grísk-kaþólskum manni, og hefir heyrst að
páfinn muni jafnvel gera hjónabandið ógilt.
Miss Evrópa. - Þessi stúlka dæm
ist vera fegursta stúlkan í Ev-
rópu eins og stendur. Hún liafði
áður verið kosin fegurðardrottn
ing Frakklands.
Bogmenn keppa. — Eftir 5 ára
hlé hefir hin hefðbundna boga-
skotkeppni i Ville-Noble,
skammt frá París, verið tekin
upp að nýju. 1 sambandi við
keppnina er venjulega fjöl-
breytt útiskemmtun fyrir hér-
aðsbúa, og bogmenn á öllum
aldri taka þátt í keppninni.
GÓÐ ATVINNA.
Það fylgja ýmisskonar bögglar
því skammrifi að vera milljóna-
mæringur, meðal annars sífelld
aðsókn af betlurum. Milljónamær-
ingarnir í New York hafa því ekki
símanúmer sín í skránni, heldur
leyninúmer. En í sömu borginni
er maður sem heitir Archibald
Ferguson og er sérstaklega laginn
á að snuðra upp þessi leyninúmer
og selur þau síðan fyrir hátt verð.
Enginn veit hvernig hann kemst
yfir þessi númer, en hitt er þraut-
reynt að hann á heilt safn af þeim.
Ríku mennirnir hafa hvað eftir
annað heimtað af lögreglunni að
hún gerði manninn „óskaðlegan"
en enginn lagabókstafur er til,
sem hægt er að hegna honum
samkvæmt.