Fálkinn - 02.07.1948, Síða 8
8
FÁLKINN
HANA dreymdi eina nóttina,
hún lá milli svefns og vöku. Það
var eitthvað með votan, sleipan
stiga — háa smíðapalla í hrá-
slagalegu háreystarmyrkri. Og
allt í einu var hrópað. Einhver
hrópaði í neyð.
Hún þekkti röddina. Það var
Haraldur, einkasonur hennar, sem
var í Kanada. Hann hrópaði og
bað um hjálp. — Mamma! hróp-
aði hann. — Mamma!
Tvisvar sinnum — í síðara
skiptið var hann alveg hjá henni.
Hún heyrði það greinilega —
heyrði hve hræddur hann var. .
Svo var líkast og myrkrið
hryndi saman. Gljáandi votir
plankarnir hrundu og allt varð
kyrrt. Hún vaknaði og tók fyrir
brjóst sér.
Hjarta hennar barðist svo að
heyrðist um herbergiskytruna.
Svitinn bogaði af enninu og
kroppnum. Hún skalf af kulda
og reyndi að gráta, en gat það
ekki. Kverkarnar herptust saman.
Hún gat ekki komið upp nokkru
hljóði. En hræðsluópin hljómuðu
enn fyrir eyrunum á henni.
Loksins gat hún samt gefið frá
sér hljóð. Maðurinn hennar bylti
sér og umlaði í svefninum. Sneri
sér hálfvegis á hlið og spurði hvað
um væri að vera.
— Eg veit ekki, svaraði hún.
Mig dreymdi svo illa. Það var eitt-
hvað með hann Harald.
— Með ’ann Harald?
— Já, mig dreymdi að hann
væri að hrópa á hjálp.
— Hm. — Maðurinn svaraði
ekki undir eins. En hann var nú
glaðvaknaður líka og góndi upp
í loftið.
— Ætti eitthvað að vera að
honum Haraldi þá, heldurðu? Þú
fékkst bréf frá honum í fyrri viku.
Og þá ætlaði hann að hætta í
námunni, sagði hann og fara í
akstur. Og svo kemur hann heim
fyrir jólin.
— Já, ég veit það — En mig
dreymdi svo greinilega. Það var
alveg eins og hann stæði hérna
við rúmstokkinn og hrópaði inn
í eyrað á mér.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
íVamkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virkn daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
HERBERTSprenf
— Hm. — Maðurinn spennti
greiparnar yfir bringuna. Skegg-
broddarnir á sterklegri, beina-
mikilli hökunni skrjáfuðu við á-
breiðuna.
— Já, sagði hann, — þetta er
ekki annað en það, sem svo oft
kemur fyrir mann. Þú verður að
reyna að sofna aftur. Og á morg-
un ertu búin að gleyma þessu.
Það hefir ekkert misjafnt komið
fyrir hann, eins og þú skilur....
En hún gat ekki sofnað. Hún lá
og var að hugsa um þetta, sem
hana hafði dreymt.
Haraldur var ekki nema barn
þegar hann fór. Nú hafði hann
verið burtu í fimm ár. Hann hafði
verið heppinn, haft gott kaup og
lagt peninga fyrir. Hann hafði
verið líkt honum að gera þetta —
hlífa öðrum og þræla sjálfur. En
nei, þá væri þetta lygi, og hann
hafði ekki lagt það í vana sinn
að ljúga, hann Haraldur, ekki gat
hún minnst þess.
Bíðum nú hæg, hvernig stóð í
bréfinu, að hann œtlaöi að byrja
með bílinn aftur. Það stóð ekki
að hann vceri byrjaður. Og svo
gat eitthvað hafa komið fyrir á
síðustu stundu. Ef til vill hafði
orðið slys . .. .
Æ, nei, hún mátti ekki hugsa
svona. Allt hafði gengið svo vel
þessi fimm ár, sem hann hafði
verið að heiman. Hún mátti ekki
æðrast og fara að verða hrædd
núna, þegar ekki voru nema
nokkrir mánuðir eftir.
ANDREAS ERIKSEN:
K R N A D A
orð á því að hann ætlaði að borga
út jörðina, þegar hann kæmi heim
aftur. Og svo ætlaði hann að
breyta húsinu, setja á það nýtt
þak og hækka risið. Það var mein-
ingin að gera herbergi á efra loft-
inu.
Hann tók djúpt í árinni í bréf-
unum sínum, teiknaði og útskýrði.
Hann hafði alltaf verið fullur af
hugmyndum og athafnaþrá. Hún
efaðist ekki um að hann mundi
koma þessu í framkvæmd. En
henni líkaði ekki það, sem hann
hafði fyrir stafni núna. Hún hafði
alltaf verið óróleg síðan hún frétti
um það. Hún vildi helst að hann
yrði ökumaður aftur.
Hann afsakaði sig með því að
hann græddi tvöfalt meira á þessu
en akstrinum. Ojá, það var nú
svo. — En hún taldi nú að heils-
an væri dýrmætari en allt annað.
Hann gæti dottið niður og drep-
ið sig, eða það sem verra var:
hrapa og verða örkumlamaður
alla sína ævi. Gæti hann ekki far-
ið varlega í þessa tvo mánuði,
sem hann átti eftir þarna?
1 síðasta bréfinu hafði hann
loksins látið undan. Hann skrif-
aði að nú ætlaði hann að byrja
með bifreiðina aftur. Og síðan
hafði hún verið rólegri. Hún varð
svo örugg og glöð.... Þangað til
hana dreymdi þetta núna í nótt.
Nú setti að henni grun. Skyldi
hann bara hafa sagt þetta til þess
að gera hana rólega? Það gat
Haraldur, já. . blessaður dugn-
aðardrengurinn. — Hún brosti
hlýtt og ánægjulega, þarna sem
hún lá.
Það var svo mikið undir því
komið, að hann kæmi heim ....
Þremur dögum síðar fékk hún
símskeytið.
HÚN STÓÐ úti á stétt og var
að þvo keröldin þegar það kom.
Það var Gunnar, sonur hennar
Rannveigar í Hvammi, sem kom
með það. Hann veifaði því í hend-
inni og kallaði langar leiðir:
— Símskeyti til þín, Magnhild-
ur! Þú hefir fengið símskeyti frá
Kanada!
— Símskeyti, segirðu. . ? Frá
Ka. . . .
Henni varð bylt við. Henni kom
undir eins í hug draumurinn. Hún
fann hvernig fæturnir urðu mátt-
lausir, svo að hún varð að styðja
sig við bæjarþilið. Svo harkaði
hún af sér. Það var ekki sæmandi
að haga sér svo að ókunnugum
ásjáandi. Hún strýkur hárið frá
enninu, gengur tvö skref fram á
hlaðið og þurrkar hendurnar á
strigasvuntunni.
— Má ég sjá, segir hún og
strýkur um ennið einu sinni enn.
Drengurinn réttir henni skeyt-
ið. Hann horfir forvitinn á hana.
Þetta er í fyrsta skipti, sem hún
heldur á símskeyti. Og svo er það
meira að segja frá Kanada.
— En ég get ómögulega opnað
það! segir hún ráðalaus. Hún
svipast um eftir einhverju til að
skera með og ætlar að skreppa
inn eftir skærum.
— Notaðu hárnál, segir dreng-
urinn. Hún þuklar á hárinu og
finnur eina, missir hana niður, sér
hana ekki og þuklar aftur upp í
hárið eftir annarri. Með titrandi
höndum rífur hún þunnan merki-
bleðilinn á skeytinu.
— Það opnast ekki samt, hróp-
ar hún og er nú orðin æst. Hún
þekkir ekki öll þessi brot. Stendur
og eltir stinnt blaðið í höndunum
þangað til það er orðið rakt af
svita.
— Eg skal hjálpa þér! segir
drengurinn. Bróðir hans fékk sím-
skeyti þegar hann var fermdur í
fyrra, svo að hann veit hvernig á
að fara að þessu. Hann réttir úr
brotunum, hverju eftir annað. Það
er eitthvað bogið við það seinasta.
Hann verður að nota nöglina og
kippa fast í.
— Æ, þú mátt ekki rífa það
fyrir mér! Æ, rífðu það ekki, nei!
Að þetta skuli vera svona marg-
brotið. Aldrei hefi ég nú séð ann-
að eins!
Hún stappar niður fætinum af
ákafa og tvístígur á meðan.
Loks er hann búinn og réttir
henni skeytið. Hún þrífur það með
ákefð. Augu hennar verða star-
andi og óeðlilega stór, hún heldur
niðri í sér andanum og segir ekki
eitt einasta orð.
— Nei, en .... nei, en ....
hvað er nú þetta! segir hún loks-
ins. — Eg skil ekki eitt einasta
orð.
Nú getur drengurinn ekki stillt
sig lengur. Hann lýtur fram og
les. Hann ætlar að reyna að hjálpa
henni.
— Útlenska? segir hann á báð-
um áttum og starir á Magnhildi
og símskeytið á víxl.
Magnhildur svarar ekki. Hún
kreistir pappírsblaðið, rennir nið-
ur munnvatninu en gefur ekki frá
sér nokkurt hljóð.
Dóra frá Dal gengur veginn
— Herra forstjóri — -— ég er
kominn hérna viðvíkjandi kaup~
hœkkun ........