Fálkinn - 19.11.1948, Side 5
FÁLKINN
5
Rústir af fallinni konungshöll nálægt pýramídanum.
Stieer Terner:
Riddari í klukkutíma
rennibraut verið tekin burl svo
að pýramídinn stóð eftir án
nokkurra lýta
Eins og pýramídarnir eru nú
er yfirborð þeirra með meters-
íiáum stöllum, eins og þrepum
í stiga, og gera skemmtiferða-
menn sér j)að til gamans að
klifra upp þessa stalla alla leið
upp á topp pýramídans. En
upprunalega mun yfirborðið
liafa verið jafnað með fíngerðri
steintegund, sem var fægð þang-
að til yfirborðið var alslétt og
gljáandi. En þessi húðun hefir
ekki staðist tímans tönn heldur
veðrast og fokið út í veður og
vind, svo að nú standa liöggnu
steinarnir berir eftir. En svo
vel hafa þeir verið höggnir að
þeir falla alveg hver að öðr-
um, svo að hvergi sjást mis-
smíð á.
En það er önnur lilið máls-
ins, sem einkum dulspekingar
hafa fest hugann við og enn-
fremur stærðfræðingarnir og
stjörnufræðingarnir. Stærð-
fræðilegu hlutföllum i Keops
pýramídanum er sem sé þann-
ig hátlað að þau sýna að Forn-
Egyptar liafa verið miklu fróð-
ari í stærðfræði og stjörnufræði
en ætla mætti, og ennfremur
koma þar fram ýms táknræn
hlutföll, sem hafa gefið hugar-
flugi dulspekinganna byr und-
ir vængi. Um þetta skrifar sagn-
fræðingurinn Egon Fridell:
„Hinar fjórar hliðar pýra-
mídans vita nákvæmlega beint
mót aðaláttunum fjórum. Lína
sem gengur gegnum topp pýra-
mídans, frá norðri til suðurs
svarar til liins „ákjósanlegasta
hádegisbaugs“, þ. e. þess, sem
liggur um sem mest land og sem
minnst haf.
Dyrastafirnir við innganginn
og inngangurinn að grafhýsinu
í pýramídanum eru með 27
gráða halla. Nú liafa stærðfræð-
ingar reiknað út, að þegar pýra-
mídinn var byggður stóð Pól-
stjarnan í stjörnumerki drek-
ans í 27 gráða horni, þegar liún
var i innra hágengi, svo að
geislinn frá stjörnunni hefir get-
að fallið alla leið inn í grafhýs-
ið. Sólarár okkar er 365,242
dagar. Sé grunnlínu i lilið pýra-
mídans deilt með þesari tölu
verður útkoman tala, sem kem-
ur aftur hvað eftir annað i
málum og göngum og grafhýs-
um pýramídanna og hefir þessi
lengdareining þvi verið kölluð
pýramídametri. Hann er ná-
kvæmlega 1/10.000.000 (einn
tíumilljónasti) hluti af hálfum
jarðmöndlinum á milli heim-
skautanna. Sé pýramídrametr-
anum deilt með 25 kemur fram
ný eining: pýramídaþumlung-
urinn. Unimál grunnflatar
Keopspýrainídans er 365242
pýramídaþumlungar, svo að
þarna kemur hin rétta dagatala
ársins fram aftur. Ef hæð pýra-
midans er margfölduð með
milljard samsvarar útkoman
fjarlægðinni milli jarðarinnar
og sólarinnar, en þessa fjarlægð
gá'tu stjarnfræðingarnir ekki
reiknað út fyrr en löngu síðar.
Efunarmenn halda því fram
að þetta muni vera eintómar
tilviljanir, en það er varla hægt
að afneita áðurnefndum stað-
reyndum með því. Forstöðu-
maður stjörnuturnsins í Bourg-
es, Moreaux ábóti, hefir með
rélti sagt, að maður finni allar
lielstu uppgötvanir nútímastjarn-
fræðinnar í pýramidanum. Og
frægustu vísindamenn verald-
arinnar svo sem Newton, Her-
scliell, Flammarion og fleiri
liafa sýslað með þessa gátu
pýramídans.
FYRIR nokkru rakst ég á mynd
í ensku blaði. Hún var af manni,
sem sat á hækjum og virtist vera að
bíða eftir einhverju. Á liöfðinu bar
liann hjálm með háum kambi, og
opi að framan, sem andlitið sást
gegnum. Um liálsinn var brynkragi,
hár í hnakkann.
Fyrst datt mér i hug að þessi
mynd væri úr einhverri sögukvik-
mynd og að maðurinn væri aðals-
borinn riddari, skrýddur járnbrynju
fyrri alda. En varð forviða er ég
tók eftir að riddarinn hélt um
skeftið á vélbyssu með járnglófuð-
um höndunum, og að hann sat í
flugvél.
Hver var meiningin með þessu?
Riddari frá miðöldunum í nýtísku
sprengjuflugvél. En textinn undir
myndinni sagði frá þvi, ofur blátt
áfram, að þetta væri flugskytta,
búin hjálminum M5 og linakkahlíf-
inni T59EL.
Svipurinn með þessuin nýtísku
flugmannsbúningi og gömlu járn-
brynjunúm frá miðöldunum var slá-
andi, og það var ekki undarlegt þó
á þetta væri bent í einu siðasta
blaðinu af „Illustrated London
News“. Samkvæmt greininni voru
likindin ekki aðcins á yfirborðinu.
Niðurröðunin á plötunum í brynj-
unni frá 1945 var i aðalatriðum sú
sama og á miðaldabrynjunum frá
1545. Og jafnvel í sjálfri smíðinni
kom fram furðulegur skyldleiki. Þó
að brynja flugmannsins nú á tím-
um sé verksmiðjuiðnaður og tugir
þúsunda smíðaðar í einu, hefir samt
orðið að nota sömu handbrögðin að
nokkru leyti, eins og við brynjurn-
ar fyrir 400 árum. — Mér fannst
þetta ótrúlegt.
KANNSKE hafa brynjur miðald-
anna og endurnýjunartímabilsins
orðið fyrir óverðskulduðum álits-
missi? Kannske hafa þær alls ekki
verið eins óþægilegur og óviðfeld-
ur klæðnaður og við gerum okkur i
hugarlund þegar við skoðum þess-
ar gömlu ryðguðu hlífar á söfnum
og i fornum höllum? Hvernig væri
annars að prófa þetta og skríða inn
í svona járnhylki og leika riddara
í einn klukkutima? Mér leist vel á
þessa hugmynd og afréð að fram-
kvæma hana.
Fyrsti vandinn var auðvitað sá
að ná í brynjuna. Það var ósenni-
legt að söfnin væru fús til að Ijá
dýrgripi sína i slíkt. Eg simaði í
hergagnasafnið og fékk grun minn
staðfestan. En dr. Torsten Lend,
safnstjórinn, fékk áhuga fyrir hug-
myndinni og lofnði áður en lauk
að gera sitt besta. Daginn eftir sagði
hann mér að allt væri í lagi. í
geymslu á Skansinum, liæst uppi i
Rreiðabliki, væri brynja, sem ég
mætti fá. Og svo ákvað ég að leika
riddara innanhúss. Eg valdi mér
staðinn, gamla skógarhúsið á Strand
vágen, þar sem hergagnasafnið
hafði vinnustofur sínar. Þar hitti ég
einn kaldan morgun sérfræðing í
vopnasögu, blaðaljósmyndara og
teiknarann Georg Lagerstedt. Áður
hafði ég sótt brynjuna út á Skans.
Hún lá þarna i pappírsumbúðunum.
0g ég tók utan af henni, fullur eft-
irvæntingar.
Efst var eitthvað plagg úr gráu
vaðmáli. Hólkviðar linébuxur.
— Já, þær voru i tisku í þá daga,
sagði sá sögufróði. Það er best að
þér farið í þær, svo að þér rifið
ekki buxurnar yðar.
Undir brókunum voru hinir ýmsu
hlutar brynjunnar með daufum
gljáa. Við tókum þá eftir röð. Þarna
var skjöldur fyrir bringu og bak,
þar voru þungir járnhanskar, nær-
hlífarnar og stigvélin. Neðst lá eitt-
bvað, sem í fljótu bragði virtist vera
eins og tvö linérör. Það var ekki
í hönrt mér að ég sá að þetta voru
armhlífarnar. Axlarhlífarnar voru
ávalar eins og skjaldbökuskel, og á
röndinni á þeiin minni járnplötur.
Það er engin hlífð í þcssum litlu
plötum, sagði sá sögufróði, — þær
eru aðeins til skrauts. Brynjusmið-
irnir reyndu að stæla tískuna. Á
fjórtándu öld voru til dæmis svokall-
aðir trjónuskór í tísku. Og þá voru
líka trjónutær á brynjuskónum.
Eg' ætlaði mér að komast hjálpar-
laust í brynjuna, en varð að láta í
minni pokann. Vaðmálsbrókunum
tókst mér að hneppa að mér að aft-
an, en tilraunir mínar til að krækja
saman brjóst- og bakhlífunum mis-
tókust algerlega.
— Nú skiljið þér hversvegna
riddararnir þurftu alltaf að hafa
vopnasveina með sér, sagði sá sögu-
fróði og hjápaði mér til að festa
á mig lærhlífarnar, (sem minntu
mig á hlifarnar, sem þeir nota í
íshockey nú á tímum). .— í raun-
inni voru riddararnir talsvert ó-
sjálfbjarga ef þeir höfðu engan
vopnasvein.
Þegjandi krækti hann svo arm-
hlifunum á mig, spennti þær fastar
við axlarlilífarnar og fékk mér járn-
glófana. Þeir voru furðu beygjan-
legir um öll liðamót á fingrunum
— ég get kreppt hnefana fyrirhafn-
arlítið og beygt úlnliðina eins og
ég vil.
PRJÓNA.RHÚFU var smeygt á höf-
uð mér undir hjáhninn og nú var
allt undir það búið að ég setti sjálf-
an höfuðbúnaðinn upp. Þegar ég
fyrir skömmu hafði haldið á hon-
um i hendinni hafði mér fundist
liann ískyggilega þungur, en nú
þegar hann hvíldi á öxlum mér og
hvirfli fannst mér eins og hann væri
úr alúminíum. Hvernig gat staðið
á þessu?
— Það stafar af þvi, að þungan-
um er svo nákvæmlega skipt niður,
var mér svarað. Og það á ekki við
um hjálminn einan, heldur alla
brynjuna.
Eg atliugaði þetta. Það var rétt.
Það var i rauninni ótrúlegt, að ég
skyldi bera á mér 50 punda þunga.
Ilefði ég ekki vitað um þyngd
brynjunnar mundi ég hafa giskað á
að hún væri ekki nema tíu pund,
eftir að ég var kominn i hana.
Frh. á bls. H.