Fálkinn - 19.11.1948, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
YHCtfftf
U/eNbURNIR
Haf eyðimerkurinnar.
Eyðimörkin Sahara er stundum
kölluð „haf eyðimerkurinnar“ eða
vatnslausa liafið, vegna þess hve stór
og tilbreytingalaus hún er, og er
þetta í samræmi við nafnið „skip
eyðimerkurinnar“, sem úlfaldanum
hefir verið gefið. Sá sem ætlar sér
að fara frá Alzír til Timbuktu verð-
ur að ferðast 1900 krn. leið yfir
þurra, heita sanda. Mestur hluti
Sahara er óbyggilegur bæði inönn-
um og skepnum og þó er þetta
flæmi um 7 sinnum sfærra en ís-
land, Noregur og Svíþjóð til sam-
ans. Stundum koma þarna stormar,
sem eru 40—50 stiga heitir, og þá
eiga mennskir menn erfitt með að
draga andann. Slagæðin herðir á
sér og rakinn gufar úr líkamanum,
svo að maður verður óbærilega
þyrstur. Þó er talið að 2—3 millj-
ónir manna eigi heima i Sahara, og
eru það hirðingjar sem flytja sig á
milli ,,óasanna“ eða vinjanna í
eyðimörkinni en vesturhlutinn er
gersamlega óbyggilegur.
Sahara er eins og stórt brúnt haf,
þvi að sandarnir eru gáróttir og
öldumyndaðir. Og einu sinni var haf
þar, sem eyðimörkin er nú. Það
sér maður m. a. á þvi, að víða
finnast þar leifar af skeldýrum, sem
nú eru aigeng í Atlantshafinu.
Indíána-bragð.
Þetta bragð, sem Irokesa-Indíán-
arnir eru sagðir höfundar að virð-
ist ofur létt, og þó má ekkert út af
bera ef það á ekki að mistakast.
Það er sem sé i því fólgið að binda
bandi um tré, sem hnifur hefir ver-
ið rekinn í. Þegar hnifurinn er
dreginn út dettur bandið af trénu,
eins og það hefði aldrei verið bund-
ið um það.
Þið sjáið á myndinni hvernig er
farið að þessu. Listin er fólgin í
því að iáta réft band liggja ofan á.
HJALP I VIÐLOGUM
3. í bænum skammt þarna frá átti
að halda markað daginn eftir og vit-
anlega ætluðu Óli og Níls að fara
þangað. Þar skutu þeir til marks,
róiuðu sér, fóru i hringekju og átu
heitar vöfflur með berjasultu. Þeir
skemmtu sér í stuttu máli prýðilega.
Allt í einu 'tóku þeir eftir því að
fólk hnappaðist saman skammt frá
þeiin og hlupu þá þegar til þess að
sjá livað um væri að vera. Þeir héldu
að þetta væri einhver skemmtisýn-
ing', en það var nú eitthvað annað.
Það liafði sem sé liðið yfir ungan
pilt þarna i troðningunum. Og nú
tók Óli til sinna ráða.
4. Hann sá undir eins að piltur-
inn var afar föiur og réði af því
að blóðið hefði streymt frá höfð-
inu. Þessvegna lét hann hann liggja
flatan, iosaði um fiibbann hans og
mittisólina og iyfti síðan fótunum
á honum eins liátt og hann gat.
Einhver kom hlaupandi og ætlaði
að gefa sjúklingum vatn að drekka,
en Óli afstýrði þvi, af því að hann
vissi að aldrei iná hella vatni ofan
i meðvitundarlaust fólk •— það get-
ur farið ofan i barkann. Hinsvegar
er gott að hella ofuriitlu af köldu
vatni á andlit mannsins og láta hann
lykta af kainfórudropum eða salmí-
aki, ef siikt er við hendina. Hefði
sjúklingurinn verið rjóður í framan
átti að iiækka höfuðið og beygja fæt-
urna niður, svo að blóðið rynni frá
höfðinu.
Framh.
Ógæfufuglinn hans Adamsons.
Skrítlur
— Álítur prófessorinn að ég fái
nokkurntíma tækifæri til að hafa
gagn af röddinni í mér?
— Já, ef þér lendið í hafsnauð,
frú.
— Jæja, hvenær koma þessar 48
krómir, sem þér skuldið síðan sein-
ast?
DÍONNE-FIMMBURARNIR
urðu 14 ára 28. mai, en ekki var
nein afmælisveislan því að telpurn-
ar voru allar að búa sig undir inn-
tökupróf í inenntaskólann, og tóku
það i júni. Allar eru þær orðnar
stórar Anetta, Cecilie, Emilie, Marie
og Yvonne. Þær hafa gaman af
— Ljómandi falleg klukka — mað-
urinn minn segir að hún hafi einu
sinni verið í eigu greifafrúar. En
hún getur bara ekki gengiðl
— Þeir eru að yfirvega að lækka
derðið á gistihúsunum
ivivaiiV/v
hljómlist og leika á skólaleikjunum
og iðka íþróttir. Pabbi þeirra hefir
kennt þeiin að lijóla og þær hafa
fengið að læra á skautum. Hinsveg-
ar hefir gamli maðurinn bannað
þeim að iðka knattspyrnu — en
þær gera það samt.