Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 1

Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 1
16 síður GOÐAFOSS Enginn vafi er á því, að Þingeyjarsýslurnar bj.óða ferðamanninum fjölbreyttara og skemmnlegra landslag en flestar aðrar sýslur á íslandi. Þar er Mývatnssveitin með öllum sínum undrum, Ásbyrgi, Vaglaskógur, Laxárvirkjunin, vinalegar sveitir með velhýstum j.örðum og í suðri blasa við tignarleg öræfaf jöllin, og við óbyggðirnar eru tengdar fjölmargar sagnir, sem hvert mannsbarn á landinu kannast við. Síst af öllu mætti þó gleyma fossunum frægu, Goðafossi og Dettifossi, þegar rætt er nm Þingeyjarsýslurnar sem ferðamannahérað. Dettifoss er hrikalegur og fagur í senn, en Goðafoss skartar látlausri fegurð. Hann er ekki hár, en þeim mun breiðari. Goðafoss er í Skjálfandafljóti hjá Fosshóli, ekki langt austur af Ljósavatnsskarði. — Myndin ber það með sér, að goðarnir vaka enn í klettunum í kringum fossinn. Ljósm.: Björn Arnórsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.