Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Hver fann Vesturheim? Eftir dr. Jón Dúason Oft heyrum við í íslenskum blöðum sagt frá þvi, að Columbus hafi fundið Vesturlieim, og mikið má það vera, ef þetta er ekki kennt í íslenskum skól- um lika — eftir dönskum móð! Það er auðvitað fullkomin fjarstæða, að Coiumbus hafi fundið Ameríku. Hún var á lians dögum svo kunn, að liún var i Suður- og Vestur-Evrópu talin vera Asía. Raunvísindalegri þekkingu á fjarlægð austurstrandar Asíu, mældri með stjörnuturnum Araba og auk þess á svo og svo margra daga lestagandi, sem einnig var nákvæmt mál, er kastað fyrir borð, vegna raun- vérulegrar þekkingar á fjarlægðinni frá Evrópu yfir að austurströnd geysi- mikils meginlands, er lilaut að vera Asía. Siglingarnar frá Norðurlöndum til Grænlands lögðust ekki niður fyrr en í byrjun 16. aldar, að hagstæð verslun við fiskimenn við Markland og Bjarney (Newfoundland) olli þvi, að Norðurlandaeinokunin varð ósam- keppnisfær. Við höfum sannsögulegar upplýsingar um siglingasamband við Grænland 1491, ca. 1493 og ca. 1494 og raunar einnig 1490 og 1492. En Grænlendingar héldu siglingasam- bandi sínu við Ameríku við fram á 18. öld. Fram til þess tíma voru tré- skip þeirra (eða brot úr þeim) að reka við ísland og að skila iifandi mönn- um á hafjökum upp að strönd Skot- lands. Eitt skipið var tekið á hafinu með lifandi mönnum í og flutt til Frakklands 1506. Aðrir fávitar segja að Leifur Eiríks- son hafi fundið Ameríku. Það stend- ur þó ekki í nokkurri fornri heimild, heldur segir í Þorfinns sögu, að Leifur „hitti á lönd, þau, er hann vissi áðr enga von til“ þ. e. á Vínland. En i Grænlendinga sögu, að hann hafi keypt kaupskip Bjarna Herjólfsson- ar og farið í fjárafla og landkönnunar- ferð til landa þeirra, sem Bjarni hafi fundið og allt suður til Vinlands. En þetta hlýtur að gerast minnst 15 árum eftir, að Bjarni Herjólfsson var búinn að finna Ameríku, en fundur Vinlands var 14 árum síðar, ef Leifur rakst á Vínland á heimleið árið 1000, þannig undir öllum kringumstæðum löngu eftir, að allir bæir á Grænlandi liöfðu að meiru eða minnu leyti verið hús- aðir af viði úr löndum þeim, er Bjarni liafði fundið, að við teljum víst. Setjum svo að Leifur hafi rekist á Vínland árið 1000, samt var hann ekki finnandi Ameríku, því að Vínland er Vesturheimur fyrir sunnan St. Lawr- enceflóann. En Bjarney (Newfound- land), Markland (Labrador) og Hellu- land (Baffinsland) fann Bjarni Herj- ólfsson árið 986, og þar með megin- land Ameríku. En hann er hinn fyrsti livíti maður er hefir Vesturheim aug- um litið, svo sögur fari af. En Leif getum við kallað fyrsta finnanda þess liluta . Ameríku, er Vínland nefnist, og þó bera lieimildir þess vott, að aðrir íslendingar voru komnir þang- að á undan honum, höfðu slegið þar sjálfsáð hveiti og gert sér þar korn- hjálm úr tré. En kornlijálmur var skýli, sem korn var stakkað undir. En hver var svo Bjarni Herjólfsson, er fyrstur hvítra manna fann Vestur- heim? Hann var frændi Ingólfs land- námsmanns og allsherjargoðanna í Reykjavík. Grænlendinga saga segir svo af honum og ferðum hans. „Herjúlfur var Bárðarson, Herjúlfs- sonar. Hann var frændi Ingólfs land- námsmanns. Þeim Herjúlfi (eldra) gaf Ingólfur land á milli Vogs og Reykja- ness. Herjúlfr (yngri) bjó fyrst á Drepstokki. Þorgerður hét kona hans, en Bjarni son þeirra, og hinn efni- legasti maður. Hann fýstist utan þeg- ar á unga aldri. Varð honum gott bæði til fjár og mannvirðingar, og var sinn vetur hvort utan lands eður með föður sinum. Brátt átti Bjarni skip í förum. Og hinn síðasta vetur, er hann var í Noregi, þá brá Herjólfur til Grænlands með Eiríki, og hrá búi sínu, og nam Herjólfsnes á Grænlandi og var mest virtur maður á Grænlandi annar en Eríkur rauði, er kannað hafði Grænland 982-85 (en ekki fundið það) og gengist fyrir landnámsför út þangað 986. Sumarið 986 kom Bjarni Herjúlfs- son skipi sínu á Eyrar (þ. e. Eyrar- bakka), er faðir hans hafði brott siglt um vorið. Þau tíðindi þóttu Bjarna mikil, og vildi eigi bera af skipi sínu. Þá spurðu hásetar lians, hvat er liann bærist fyrir. En hann svarar, að hann ætlar að halda siðvenju sinni og þiggja að föður sínum veturvist: og vil ég halda skipinu til Grænlands, ef þér viljið mér fylgd veita. Allir kváðust hans ráðum fylgja vilja. Þá mælti Bjarni: Óviturleg mun þykja vor ferð, þar sem engi vor hefir komið í Græn- landshaf. En þó halda þeir nú i haf, þegar þeir voru búnir, og sigldu þrjá daga, þar til er landið var vatnað. En þá tók af byrinn og lagði á norræn- ur og þokur, og vissu þeir eigi hvert að þeir fóru, og skipti það mörgum dægrum. Eftir það sáu þeir sól, og máttu þá deila áttir. Vinda nú segl og sigla þetta dægur, áður þeir sáu land, og ræddu um með sér, hvaða land þetta mundi vera, en Bjarni kveðst hyggja, að það mundi eigi Grænland. Þeir spyrja hvort liann vilji sigla að þessu landi eður eigi. Það er mitt ráð, að sigla i nánd við land- ið, segir hann, og svo gera þeir, og sáu það brátt, að landið var fjöllótt og skógi vaxið, og smáar hæðir á landinu (þ. e. Newfoundland), og létu landið á bakborða, og létu skaut horfa á land. Síðan sigldu þeir tvö dægur, áður þeir sáu land annað. Þeir spyrja hvort Bjarni ætlaði það enn Græn- land, hann kvaðst eigi heldur ætla þetta Grænland en hið fyrra: Þvi at jöklar eru mjög miklir sagðir á Græn- landi. Þeir nálguðust brátt þetta land, og sáu það vera slétt land og víði vax- ið (Markland = Labrador norðan við Newfoundland). Þá tók af byr fyrir þeim. Ræddu hásetar það, að þeim þótti það ráð að taka það land, en Bjarni vill það eigi. Þeir þóttust bæði þurfa við og vatn. Af öngvu er þér því ábyrgir ,scgir Bjarni. En þó fékk hann af þvi nokkuð ámæli af hásetum sín- um. Hann bað þá vinda segl, og svo var gert, og settu framstafn frá landi, og sigldu í haf útsynnings byr þrjú dægur og sáu þá land liið þriðja. En það land var liátt og fjöllótt og jökull á. Þeir spyrja þá, ef Bjarni vildi að landi láta þar, en hann kveðst eigi það vilja: Því að mér list þetta land ó- gagnvænlegt. Nú lægja þeir eigi segl sitt, lialda með landinu fram og sáu, að það var eyland. Settu enn stafn við því landi, og liéldu í liaf hinn sama byr en veður óx í hönd, og bað Bjarni þá svipta og eigi sigla meira, en bæði dygði vel skipi þeirra og reiða. Sigldu nú fjögur dægur. Þá sáu þeir land ið fjórða. Þá spurðu þeir Bjarna hvort hann ætlaði þetta vera Grænland eður eigi. Bjarni svarar: Þetta er líkast þvi er mér sagt frá Grænlandi, og hér munum vér að landi halda. Svo gera þeir, og taka land undir einhverju nesi að kveldi dags, og var þar bátur á nesinu. En þar bjó Herjólfur faðir Bjarna á því nesi, og af því hefir nesið nafn tekið og er siðan kallað Herjúlfs- nes. Fór Bjarni nú til föður síns, og hættir nú siglingum, og er með föður sínum meðan Herjólfur lifði, og síðan bjó liann þar eftir föður sinn.“ Síðasta landið í Ameríku, sem Bjarni fann ógagnvænlegt eyland, hátt og fjöllótt og jökull á og næst fyrir vest- an Grænland er Baffinsland (Hellu- land). Vel má vera, að á fjórurn dægr- um liafi mátt sigla i hröðum byr frá Hellulandi til Herjólfsness, en þá verður vindur að ganga til norðlægr- ar áttar er undir Grænland kom. Telja má víst, eða mjög líklegt, að Bjarni hafi vitað um dvalarstað föður síns á Grænlandi. Bæði er Iíklegt, að eitt- hvað hafi verið samþykkt um þetta, áður en landnámsmennirnir fóru til Grænlands, og svo má telja víst, að nokkur af landnámsskipunum hafi strax farið aftur til íslands að sækja fleira búfé og sitthvað eina, er frum- býlingarnir þurftu að fá m. a. fleira fólk o. s. frv. Sagan um landafundi Bjarna er liin trúverðuglegasta af Vínlandssögunum, þótt allar séu þær sannar. „Það er nú þessu næst,“ segir Græn- lendinga saga, „að Bjarni Herjúlfsson kom utan af Grænlandi á fund Eiriks jarls, og tók jarl við honum vel. Sagði Bjarni frá ferðum sinum, en hann hafði lönd séð og þótti mönnum hann liafa verið óforvitinn, er liann hafði ekki að segja af þeim löndum, og fékk liann af því nokkuð ámæli. Bjarni gerðist liirðmaður jarls, og fór út til Grænlands um sumarið eftir. Var nú inikil umræða um landaleitan.“ — Framhald sögunnar er það, að Leifur Eiríksson fór á fund Bjarna og kaupir hafskip hans til Vinlandsferðar, því að svo stórt skip var ekki til i Bratta- hlið. í sæför þessari unnu Bjarni og föru- nautar hans þrefalt afrek. 1) Þeir höfðu unnið meira þrekvirki í sjó- mennsku og hafsigling en nokkur maður annarr, fyrir þeirra daga. 2) Þeir höfðu fundið nýja heimsálfu, og 3) Þeir liöfðu rifið niður heimsmynd Ásatrúarmanna. Slíkt var í frásögur færandi. Þetta allt er auglýst við liirð Eiríks jarls í Noregi og gert alheimi kunnugt. Það eitt meðal ann- ars gerir það að verkum, að sagan um sigling og landafund Bjarna verður ekki rengd. Bjarni var drengskaparmaður. Hann gekk ekki í lið með erlendum kon- ungi gegn þjóð sinni. Hann seldi sig ekki i þjónustu hinnar óþjóðlegu kristni gegn hinni þjóðlegu menningu og siðgæðishumgmyndum þjóðar sinn- ar. Hann gerðist ekki níðingur neins þess, er honum bar sem góðum drerig að vernda, enda var sú skapgerð rik í hugum frænda hans. Hann bar lirein- an skjöld. Og laun hans urðu eftir því. Fyrir afrek sitt hlaut hann níðið eitt. Afrek hans gat þó ekki gleymst, Framhald á bls. 11. H raðfrysti h ús 33 Útvegum og smíðum öll nauð- synleg tæki fyrir hraðfrystihús. 31 2-þrepa frystivélar 33 1-þreps----------- J; hraðfrystitæki j 3 ísframleiðslutæki ♦ flutningsbönd 3 3 þvottavélar. 3! Umboðsmenn fyrir hinar lands- 33 kunnu ATLAS-vélar. H.F. HAMAR REYKJAVÍK Símn.: Hamar. Sími: 1695 (4 lín.)

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.