Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 9
FÁLKINN hneyksli. Hrædd um að unnusti minn frétti um þetta. En nú hefi ég verið gift í 25 ár og er ekki hrædd. Og svo hefi ég enga peninga. •— En maðurinn þinn liéfir pen- inga. Þú gætir sagt honum þetta, eins og þú varst að tæpa á. — Eg gæti líka sagt lögreglunni það, sagði Ann og færði sig að símanum og horfði fyrirlitningar- augum á liann. Brett hló óviðfeldinn hlátur. •— Einmitt á þessu augnabliki? Núna rétt fyrir samkvæmið? Væri það ekki óviturlegt? Og svo er það þessi dóttir þín, hún Sheila. Ann snerist á liæl og þrýsti sim- tólinu að brjóstinu. — Blandaðu ekki Sheilu inn í þetta, sagði hún æf. •— Eg vildi óska að ég gæti kom- ist lijá því. En sir Simon — eða livað hann nú heitir, tengdafaðir hennar tilvonandi — langar kann- ske ekkert til að lenda í hneykslis- máli. Ef þér eða manninum þinum tekst ekki að þagga málið niður, getur hann risið öndverður gegn trúlofuninni. — Þú ert óþokki! Ann iagði sím- tólið á sinn stað aftur. — Vertu nú liygginn og hlustaðu á mig. Þegar ég sá mynd af hjóna- leysunum í einhverju blaðinu, vissi ég að þú mundir gera þitt til að þau trúlofuðust Slíkt hjónaband er margra peninga virði, að maður nú ekki tali um að stúlkan verður ham- ingjusöm. Svo að þú getur vafalaust útvegað mér þessa dollara, sem um er að ræða, og sem ég þarf til að koma mér á laggirnar á nýjan leik. Eg skal vcra hérna á næstu grösum og ]ni þarft ekki að gera annað en að ná í peningana og stinga þeim að roér. Og þá liverf ég þegjandi og hljóðalaust. Eins og þú sérð hérna liefi ég vegabréfið og far- miðann til taks, svo að ég fer und- ir cins og ég hefi fengið peningana. Þú skait fá fresl til miðnættis. En sé þetta ekki komið i lag innan þess tíma þá segi ég honum sjálf- um frá öllu. ALLT í einu lagði glampa af sterkum bílljósum á gluggann. Ann rak upp hljóð. — Þarna kenuir bifreiðin, sagði hún uppnæm. Maðurinn minn brann af afbrýðisemi gagnvart þér í þá daga. Hugsum okkur ef hann þekkir þig aftur? Hvernig á ég að skýra þetta fyrir honum? — Hann gerir það eflaust ekki. Ekki þegar svona skuggsýnt er. Segðu honum að ég sé pipulagn- ingamaður eða eitthvað þess háttar. Þau gátu heyrt er bifreiðin nam staðar l'yrir utan. Eftir augnablik mundi Philip vera kominn inn i húsið, og kveikja allstaðar, eins og barn sem hefir fengið nýtl leikfang. Ann flýtti sér gegnum anddyrið, rauf strauminn á aðalleiðslunni og benti Brett að fara að bogra fyrir framan mælatöfluna. Hann bretti up frakkakraganum og hnipraði sig eins og hann væri hræddur við stóra manninn í dyruum. — Það er eittlivað að rafmagn- inu ....... — Farið að bila strax? Látum okkur sjá ...... — Þú mátt ekki vera að þvi, góði. Það er maður hérna að athuga þetta. Hann kemur þvi i lag á nokkrum mínútum. Farðu upp og flýttu þér að hafa fataskipti. Sama kveljandi svikamyllan á nýj- an leik. Kortéri siðar var rafstraumur um allt húsið. — Guði sé lof, tautaði Philip, sem var að leyta að sápustyklcinu, sem hann hafði misst í baðkerinu. — Nú er þetta i lagi frú, sagði Javin Brett um leið og hann fór út úr dyrunum. En munið það sem ég hefi sagt yður. KANNSKE hefði nú kjóllinn átt að vera öðruvísi á litinn samt, sagði Sheila þegar hún kom niður stig- ann og i anddyrið og sá fölt og mæðulegt andlit móður sinnar. — En það er of seint að gera nokkuð við þvi núna. — Já, sagði Ann, — það er ekki langt eftir. Aðeins fimm mínútur til brott- ferðar. Þetta leið svo fljótt. Þau voru 20 mínútur að aka í bifreið inn í bæ- inn. Á veitingahúsinu var hljómlist og blóm. Kveðjur og kæti og gleði. Hamingjuóskir, liandabönd tryggra vina, og trygg ást í augum manns- ins hennar. Silfurbrúðkaupið byrjaði sem skemmtileg hátíð, en eftir að gest- gjafinn hafði tilkynnt trúlofun dótt- ur sinnar og sonar sir Simons varð þarna alúðlegt fjölskyldusamkvæmi. Ann sá að ungur blaðamaður skrif- aði lijá sér fréttina. Á morgun stæði þetta í öllum blöðum. Einhvernveg- inn tókst henni að stilla sig, hönd- in var stöðug þegar hún lyfti glas- inu með perlandi kampavíninu og þegar lnin skar silfurbrúðkaupskök- una með silfurbjöllunum'. Þegar Phil- ip kyssti á höndina á henni fyrir augunum á öllum og sagði, dálitið hikandi í málrómnum •— Eg óska að Sheila og Val verði jafn gæfusöin og við höfum verið! gat hún ekki brosað til dóttur sinar, en hugsaði örvæntandi: Aðeins þrir tímar eft- ir! Hún hafði vonað að silfurbrúð- kaupsdagurinn yrði gleðidagur. En í garði einum úti i Surrey stóð Javin Brett og beið og spillti öllu fyrir henni, alveg eins og liann hafði gert á brúðkaupsdegi hennar. Þegar klukkan varð ellefu sagðist hún hafa höfuðverk og afsakaði að hún yrði að fara lieim frá dansinum, sem' var í fullum gangi. Þau Philip óku heim saman og héldust i liendur. — 1 gamla daga fórum við með strætisvagninum eða neðanjarðarbrautinni, sagði hann unggæðislega. En það gerði ekkert til, úr því við vorum saman. í 25 ár höfðu þáu orðið sam- fcrða heim, oft og mörgum sinn- um. Átti hún nú að spilla samveru þeirra og öryggi? — Það var slæmt að ég skyldi þurfa að hafa þig á burt frá skemmt uninni, Phil, sagði hún afsakandi. Henni var kalt þó að hlýtt væri í stofunni. — Þó að undarlegt megi virðast langaði mig til að vera einn með frú Langdale i kvöld. sagði hann ert- andi. — Og það er engin furða þó að þú sért slæm í höfðinu. — Þú hef ir komist í geðshræringu, ofreynsl- an hefir borið þig ofurliði. Eg finn þetta á sjálfum mér líka. Hann færði þægilegan stól handa henni að arninum, lagði nokkra viðarbúta á eldinn svo að hann fór að loga, setti svæfil undir höfuð- ið á lienni og sótti glas af víni handa henni. — Skál fyrir þessu kvöldi, elskan mín, og fyrir öllum kvöldunum sem við höfum átt saman. Hún reyndi að brosa til hans yfir glasið. Mundi allt verða eins og áður milli þeirra er liún hafði sagt hon- um þetta? Mundi hann treysta lienni og verða félagi hennar eftir sem áð- ur? Mundi hann fyrirgefa henni æskubrek liennar? Hann, sem i eit- urmorðmálinu liafði gengið svo miskunnarlaust á unga stúlku, sem að því er virtist var heiðarlegasta stúlka, og fengið hana til að með- ganga ástabrot sín. Og þó að hann teldi hana saklausa eftir að hafa dvalist eina nótt á gistihúsi með jafn illa þokkuðum manni og Brett var, -— mundi liann þá fyrirgefa henni lygasögurnar, sem hún hafði búið til um hvað orðið liefði af pening- unum sínum, fyrstu árin sem þau voru gift? Hún leit á klukkuna á arinhillunni. Hana vantaði kortér í tólf. Varir heriar voru skrælnaðar og þurrar . . — Phil ........ — Já, góða ........? ALDREI hafði hún séð hann jafn sælan, aldrei hafði hann verið henni jafn kær og einmitt núna. En þegar hún hafði sagt honum það — mundi sambúð þeirra þá verða eins og áður? — Eg hefi ekki þakkað þér almenni- lega fyrir, sagði hún með lágri rödd. — Aðra eins gjöf og þú líka gafst mér. Með nýju húsgögnunum og gluggatjöldununi verður liúsið alveg eins og mig hefir dreymt um. — Já, það er orðið fallegt, finnst þér það ekki? Mér þykir vænt um að þú skyldir afráða að flytja ekki inn i bæinn, Ann, jafnvel ekki Slieilu vegna. Eg kann best við mig liérna, og þegar maðiir er orðinn svona gam- all er manni illa við allt nýjabrumið. En ég vildi ekki segja neitt um þetta, þvi að það gat sýnst eigingirni af mér. Og úr því að Sheila er trúlofuð fær lnin bráðum sitt eigið heimili. — Þú niundir gera livað sem vera skyldi fyrir hana, er það ekki? — Jú, vitanlega. Sir Simon sagði að Val væri heppinn, að fá liana. Og ég er heppinn maður i kvöld, með aðra eins konu og aðra eins dóttur. — Þú getur alltaf verið upp með þér af lienni, Phil. En ég er ekki jafn góð manneskja og þú heldur. Eg er lieimsk, ístöðulítil — eiris og þær, sem þú rekur í vörðurnar fyrir réttinum. — Eg vona að ég þurfi aldrei að reka þig í vörðurnar fyrir rétti. — Nei, þú þarft þess ekki. Því að ég ætla að segja þér allt sjálfkrafa. Þegar ég giftist þér var ég hörð og köld...... — Eg veit að þú elskaðir mig ekki, Ann, ef það er það, sem þú ætlar að segja mér. En það borgar sig að biða eftir því. Nú byggist allt mitt líf á ást þinni. — Segðu það ekki, Phil! Hún band- aði hendinni til að fá hann til að þegja. — Hvað gengur að þér, góða min? — Ekkert — ekkert. Mér er bara svo órótt í kvöld. Eg þóttist heyra fótatak hérna fyrir utan. Hann dró gluggatjaldið frá 'og horfði út og opnaði gluggann. — Nei, engir innbrotsþjófar liérna úti, sagði hann rólega og kveikti sér í öðruiri vind- lingi. — Láttu gluggann standa opinn, stundi Ann upp úr sér, og rétti úr sér og hlustaði. Fimm minútur i tólf! Hún kreppti hendurnar í fanginu. Gluggatjöldin blöktu i nætursvalanum, nærri þvi eins og einhver hreyfði við þeim. Ef luin sæti þarna án þess að segja orð mundi Javin Brett koma inn eftir fimm mínútur og segja Philip frá nótt- inni á gistihúsinu fyrir mörgum ár- um. Og hún sæti og hlustaði á, auð- mjúk og dæmd. Ivaldranaleg rödd hans mundi varpa ljótari blæ en skylt var á allt saman. Og liún mundi fyllast skelfingu er hún sæi hvernig svipur Pliilips breyttist. — Ef þú varst saklaus, gæti hann spurt — hversvegna borgaðirðu þá nokkurntima? Já, hversvegna hafði hún gert það — hversvegna, hversvegna. Hún leit upp. Stóri vísirinn á klukk- unni var kominn á töluna 12. Mið- nætti. —- Philip, byrjaði hún i örvænt- ingarróm, — það er nokkuð sem ég verð að segja þér.... — Segðu mér það á morgun, svar- aði Pliilip geispandi, leit á armbands- úrið sitt og fleygði vindlingsstúfnum á eldinn. — Eða réttara sagt i dag. Klukkan er bráðum liálfeitt. — Hálf eitt? át Ann eftir alveg liissa. — Hún stendur á tólf. — Já, víst gerir hún það. Hún hefir seinkað sér. Ann stóð upp. — En þegar þú gafst mér hana sagðir þú mér. að rafmagns- klukkur seinkuðu sér aldrei. — Það er rétt. En hvernig var i kvöld þegar ég var að leita að sáp- unni í baðkerinu og fann hvergi skyrtulinappana mína í myrkrinu? Klukkan liefir seinkað sér um þann tíma, sem rafstrauminn vantaði. — Voru það ekki nema tuttugu mín- útur? Mér fannst það vera lieil eilífð, muldraði Ann. Það dró úr henni máttinn við hin snöggu geðhrif. Tunglið óð i skýjum og þessa stundina skein tunglið yfir garðinn. Þar var ekki nokkur maður. Javin Brett hafði aldrei verið gefinn fyrir það að semja við karlmenn. — Eg sá farmiðann hans, muldraði hún 'í barminn, — skipið fer í dag. Philip kom og kyssti liana á öxlina. — Þegar ég kem frá alvörunni og erf- iðum flutningi i réttinum, getur þú ekki trúað þvi hve vænt mér þykir um kyrrðina hérna útfrá. •— Maður getur aldrei þakkað hana nógsamlega, svaraði Ann. Er það ekki töfrandi, þetta litla par, telpan og samojedahund- urinn ?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.