Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Tíbet nútímans Eftir Edwin Haward Tí B E T er eitt stærsta land veraldar. En það er ekki auð- sagt hve stórt það er. Sumir segja það vera 800.000 fermílur enskar, en aðrir ekki nema 460 þús. Og íbúatalan er ýmist talin fjórar eða þrjár milljónir og stundum jafnvel ekki nema 800 þús. Þetta stafar af þvi að það eru ýmsar skoðanir á því hvar landamærin séu milli Tíbet og Kína í orði kveðnu er Tíbet hluti af Kína. Meðan Kína var keisara- dæmi var kínverskur umboðs- maður keisarans búsettur í Lhasa, höfuðborginni í Tíbet, en síðan 1912 hefir enginn kínverskur er- indreki verið þar. Með samningi sem gerður var 1914 viðurkenndi Bretland sjálfstæði Tíbets, en þó að Kínverjar tækju þátt í samn- ingunum undirskrifuðu þeir ekki skjalið, því að ekki náðist sam- komulag um landamærin. Tíbet er eina landið i heiminum, sem er að öllu leyti undir klerka- stjórn. Það eru sem sé Búdda- munkarnir í Tibet, sem stjórna landinu samkvæmt kerfi því er Tsongkopa hinn mikli kom á á 14. öld, og klaustrin eru miðstöðvar umboðsveldisins. Lama heitir á- bótinn í hverju klaustri, en æðst- ur þeirra er Dalai Lama sem i aug- um Búddatrúarmanna er Chen- resi, guð miskunnseminnar, end- urholdgaður og endurholdgast jafnan á ný í hverjum æðsta- presti. Hinn núverandi og 14. Dalai Lama er ekki enn fullveðja, því að hann var aðeins 4y2 árs árs er hann tók við ríkinu árið 1940 í febrúar. Meðan hann er ómyndugur er landinu stjórnað af ríkisstjóra. Hann er ábóti í Retingklaustri og aðeins 23 ára. Tíbet er stundum kallað „þak veraldarinnar," og er það síst rangnefni. „Gólfið", sem liggur upp að Himalayafjöllum norðan- verðum er 17.000 fetum yfir sjó. Það er því ekki kveifum hent að búa í Tíbet, því að loftslagið er kalt og þurrt og snögg umskipti milli hita og kulda. Námurnar í Tíbet fá að liggja óhreyfðar og sannast að segja vita menn lítið um hve mikið fé þar er fólgið i jörðu, en samkvæmt lýsingum manna, er þar hafa ferðast eru hin ótrúlegustu auðæfi í jörðu í landinu bak við Himalaya. Sauðfénaðurinn í Tíbet er fræg- ur um víða veröld og ullin ein helsta útflutningsvara landsbúa, en mest af henni er selt til Banda- ríkjanna. Landið er ófrjótt en helstu útflutningsvörur aðrar eru ket, mjólk, ostur, salt og sódi. Fólkið er léttlynt og góðlynt. TIL ÞESS að komast til Tíbet er best að fara til Calkutta og það- an með járnbraut til Siliguri. — Þaðan er hægt að komast 100 km. með bifreið til Gangtok, sem er höfuðstaðúrinn í Sikkim, sem er eina Búddatrúarríkið í Ind- landi. Þar fær maður hesta og ríður norður yfir Tsangpofljót, og eftir 22 dagleiðir kemur maður til Lhasa. Það er hérna , á „þaki ver- aldar“, sem flestar stórárnar í Asíu hafa upptök sín. Fyrst skal telja Indus og árdrög þau sem í hana renna. Þau mynda sér fastan farveg í vestanverðu Tíbet. Ekki langt frá þeim eru upptök Brama- pútra, sem byrjar sína löngu leið þarna og rennur lengi vel í vestur uns hún Sveigir til suðurs og myndar Gangesfljót og rennur inn í Indland hjá Assam. Salween- fljót í Burma og Yangtse í Kína spretta líka upp á hásléttunni í Tíbet, svo að þarna er vagga flestra stóránna í Asíu. Hvaða þýðingu getur Tíbet haft fyrir Asíu eins og hún er eftir stríðið? 1 seinni tið hefir heima- stjórn landsins og svo hitt, að Kín- verjar hafa haft öðrum hnöppum að hneppa en að skipta sér af Tíbet, orðið til þess að Tíbetbúar hafa getað lifað án truflana úti í frá. En Kína hefir alltaf sýnt á- huga fyrir málefnum Tíbets og lamarnir í Tíbet hafa jafnan haft mikil áhrif á trúmálalíf Búdda- trúarmanna í Tíbet. Hinn 13. Dalai Lama, sem dó árið 1933, hafði stjórnað Tíbet í 40 ár. Hann var fæddur 1876 og tók við tigninni 1879. Eftir að hann varð fullveðja valt á ýmsu fyrir honum, hann var meira að segja gerður útlægur og lifði land- flótta um skeið, en á síðari stjórn- arárum sínum komst hann í álit og var talinn með duglegustu stjórnendum, sem Kína hefir haft. Hann gerði mikið til að efla sjálf- stæði landsins og halda uppi rétti þess. Nú eiga Tíbetbúar í vök að verj- ast og sjálfstæði þess stendur höllum fæti. Hvort Tíbetbúum tekst að halda því er undir því komið hvort Dalai Lama fær góð- an stuðning hjá landsbúum sjálf- um, svo og því hvernig afstaða verður gagnvart Tíbet. Það er landinu happ, að það hefir fátt að bjóða, sem ástæða er fyrir ná- granna þess að ágirnast. KLERKASTJÓRNIN, sem þjóð- in býr við, hefir ýmsa kosti, en hún hefir líka sína galla og skuggahliðar. Munkarnir eru afar afturhaldssamir og bannfæra nýj- ungar sem snerta heilsuvernd og almenna umönnun fyrir þeim sem bágt eiga. Fólkinu fer öllu fremur fækkandi en fjölgandi, Þetta staf- ar eigi hvað síst af sjúkdómum, sem hægt væri að halda í skefj- um, ef þjóðin væri ekki fjandsam- leg öllum læknavísindum nútím- ans. I sumum greinum hafa þó nýjungar getað rutt sér rúms. Þannig hefir foss verið virkjaður skammt frá Lhasa, svo að nú fá bæjarbúar rafmagn. — Stöðvar- stjórinn er Tíbetbúi, sem hefir stundað nám við enskan háskóla. Hann er jafnframt dómtúlkur í Lhasa. Lhasa hefir einnig loft- skeytasamband við stöð í Ind- landi. En blöð eru engin í Tíbet og það eru munkarnir og ábót- arnir einir, sem ráða skoðunum og fræðslu almennings. í stjórninni (ráðuneytinu) sitja fjórir ábótar og er sá elsti þeirra formaður stjórnarinnar. En yfir hana er settur forsætisráðherra, er ekki tekur þátt í fundum ráðu- neytisins, en gefur Dalai Lama skýrslu um stjórnarstörfin. Ef um utanríkismál og málefni klaustr- anna er að ræða getur ríkisstjórn- inn ráðfært sig við þingið sjáift eða fengið álit þess. Stjórnin hefir nokkra ritara í þjónustu sinni og eru sumir þeirra leikmenn, en yfir leitt má segja að klerkavaldið yfirgnæfi gersamlega áhrif leik- manna. DALAI LAMA-stjórnskipunin er sprottin upp af gömlum dularsið- um Tíbetbúa. Arfgengið til ríkis- erfða er bundið við klerkastéttina en í sambandi við lama-valdið er leitað véfrétta og ýmsir dulsiðir ráða miklu um úrslitin. Þegar Dalai Lama deyr reynir á inn- blástur einhvers manns, sem get- ur sagt til um hvaða ungbarn það sé, sem andi hins látna Dalai Lama hafi tekið sér bústað í. Þeg- ar hinn 13. Lalai Lama dó árið 1933 vor ábótarnir og ráðuneytið afarlengi að finna arftakann. En tveimur árum síðar kom ríkis- stjórinn að heilögu vatni fyrir suðaustan Lhasa. Sextíu árum áð- ur hafði heimkynni hins 13. Dalai Lama sést eins og í spegli á vatn- inu. Nú sá ríkisstjórnin einhverja kynlega bókstafi speglast í vatns- fletinum, ennfrefnur þriggja hæða klausturbyggingu með gullnu þaki turkislitum hellum og veg, sem liðaðist austur á bóginn. En and- spænis klaustrinu stóð lítið hús, með einkennilegu þakskeggi. Sýn- in var ráðin á þá leið, að hinn nýi Dalai Lama væri fæddur og að fæðingarstaðurinn væri í kín- versku héraði fyrir suðaustan Konorvatn. Önnur teikn voru líka ráðin og leiðangrar gerðir út til þess að leita hinn nýja Dalai Lama uppi. Sendu þeir allt sem frétt- næmt þótti með hraðboðum til Lhasa jafnóðum. Við hlið Dalai Lama stendur annar háttsettur lama, sem sé sá, sem í Kína gengur undir nafninu Panchen Lama og er í klaustrinu í Tashi. Nú er þetta embætti mannlaust líka, því að Panchen Lama dó í útlegð 1937. Það er sagt að áður en hann dó hafi hann átt að vera að tala við þrjá drengi, og einn þeirra gæti vel verið sá, sem leiðangrarnir frá Lhasa voru að leita að til að gera að Dalai Lama. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir komst leiðangurinn að klaustri einu og andspænis því var hús, sem líktist því, sem spegil- myndin hafði sést af í vatninu helga. Þar var barn sem hafði fæðst árið 1935 og voru nú próf- aðir á því ýmsir hlutir, sem Dalai Lama hafði átt og áhrif þeirra á barnið voru eins og þau áttu að vera! Og nú var stjórninni í Tíbet tilkynnt að hinn rétti Dalai Lama væri fundinn. I þessa dularfullu sögu blandað- is tækni nútímans. Stjórnin notaði sem sé útvarpið til þess að koma boðum til leiðangursins um að koma með drenginn til Lhasa til þess að láta rannsaka hann nán- ar. En það leið heilt ár þangað til leiðangurinn gat haldið heim-' leiðis aftur. Ilinn 20. september 1939 rann upp sá dagur, á stað sem nefnd- ur er „gæfuhornið", að forsætis- ráðherranrí í Tíbet gat afhent for- manni leiðangursins hvítan silki- borða sem tákn þess að leiðangur- inn hafði heppnast. Barnið var flutt í múldýrajötu og kom til Tíbet 8. október' og fékk viður- kenningu sem hinn rétti arftaki Dalai Lama og settur í höllina „Gullni garðurinn" eftir að farið hafði verið með hann í klaustur til þess að framkvæma ýmsar heigunarathafnir á honum. HVER VAR svo þessi erfingi að dularfyllsta hásæti veraldarinn- ar? Hann hét Phamo Dhomoup. Hann átti eldri bróður, sem þegar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.