Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 SJÖ MILLJÓN EIGINMENN VANTAR! í dag eru í Þýskalandi 7 milljón konur, sem aldrei giftast. Ein af liverj- uni þremur uppkomnum konum er dœmd til þess að verða piparmey eða lijákona einlivers, þrátt fyrir að fjöl- kvœni sé bannað með lögum. Og þetta stafar ekki af fólksfækkun, því að i rauninni hefir aldrei verið þétt- hýlla i Þýskalandi en nú. Þjóðverjar liófu styrjöldina 1939 undir þvi yfirskini að þá vantaði „lífs- rúm“ og þetta „Lebensraum“ ætluðu þeir að taka af grönnum sínum. En Þýskaland var alls ekki þéttbýlt fyrir stríðið í samanburði við ýms önnur lönd. Fólkinu fjölgaði alls ekki jafn ört og ætla mátti af áróðursfregnum nas- ista. Sannleikurinn var sá að fjölg- unin hægði á sér, eins og í öllum öðr- um iðnaðarlöndum Evrópu. Þjóðverj- ar áttu við betri lífskjör að búa en flest lönd, að undanteknum einstaka löndum í Vestur-Evrópu og Bandaríkj- var orðinn lama í Kumbum- klaustri, í bænum sem hann fædd- ist í. Svo átti hann líka bræður, 8 og 12 ára og eina gifta systur. Hinn 23. nóvember var hann vígð- ur til munkareglunnar ásamt ein- um bræðra sinna. En hin hátíð- lega athöfn, sem fram fór í sam- bandi við krýninguna" var haldin 13. febrúar 1940 í viðurvist full- trúa erlendra ríkja. Meðal þeirra var- sendiherra Breta, sem færði hinum nýja Dalai Lama gullúr og spiladós að gjöf. Hvað liggur fyrir þessum 13 ára gamla dreng? Næstu fimm árin á hann að fá þá sérstöku mennt- un, er geri hann hæfan til að taka við ríkisstjórninni. Þetta er mesti greindarpiltur og einkar virðuleg- ur í allri framgöngu. Samkvæmt erfðavenjunni má Dalai Lama aldrei snerta við kvenmanni. Af þeirri ástæðu hefir móðir hans orðið að slíta samvistum við hann en munkarnir ganga honum í móður stað. Henni hefir þó tekist að fá nokkra ívilnanir og breyt- ingar á venjunni. Að vísu fær hún ekki að búa i höllinni, sem dreng- urinn er í, heldur í húsi skammt frá, og henni er veitt athygli þeg- ar hún kemur á almanna færi. Einstöku sinnum fær hún að hitta drenginn og tala við hann í hallar- garðinum. Að því að íbúafjöldann snertir þá er Tíbet ekki land sem skiptir miklu máli fyrir umheiminn. En það er stórt og liggur miðsvæðis í Asíu inni á milli þriggja stór- velda — Rússlands, Indlands og Kína. Og það er ekki að vita nema eitthvert þessara landa vilji ásæl- ast hið dularfulla kynjaland Búddamunkanna. Eftir próf. Robert Strausz Hupe. uniim. Árið 1930 voru það undir 08 milljónum, sem bjuggu á hinum 560 þús. ferkílónietrum þýska ríkisins. Vegna styrjaldarinnar er landrými Þjóðverja orðið fjórðungi minna nú en var fyrir stríð, nefnilega 355 ])ús. ferkm. og íbúarnir eru 66 milljónir. Þegar herfangarnir eru allir komnir heim og þýskt fólk af landsvæðunum sem Þjóðverjar misstu, er komið inn fyrir nýju landamærin, má gera ráð fyrir að íbúafjöldinn verði yfir 70 milljónir. Vegna þessa liafa lífs- kjörin versnað svo, að í þýsku borg- unum verður þeim helst líkt við það sem er sumsstaðar í Asíu. í fyrsta skipti í sögu Þýskalands má nú draga í efa hvort landið geti framfleytt fólk- inu, sem byggir það. í síðustu liundrað ár hafa jafnan verið fleiri konur en karlar i Þýska- landi. Árið 1936 voru þar t. d. 34,8 milljón konur og 32,8 milljón karlar — konurnar 2 milljónum fleiri. — í Þýskalandi nú eru 36,6 milljón konur og 29,3 milljón karlar — konurnar 7.3 milljónúm fleiri. Verðið sent Þjóð- verjar urðu að greiða fyrir tilraunina til þess að nú heimsyfirráðum, er tal- in vera að minnsta kosti 3,3 milljón mannslífa — langflest karlmenn. Og svo verður að minnast þess að fjöldi situr í fangabúðum enn. Á utanrikis- ráðherrafuridinum i Moskva var það upplýst af sigurvegurunum að lijá þeim væru enn 2,7 miljón Iierfangar, sem væru látnir starfa að endurreisn eyddu héraðanna. Barátta Þjóðverja fyrir „Lebensraum“ hefir þannig kost- að landið um 6 milljón karlmenn. — Þessar liorfnu sex milljónir voru úr- val karlmannanna, menn á aldrinum 20 til 40 ára, sem hæfastir voru til að efla atvinnulifið og viðlialda þjóðinni. í Potsdam-Þýskalandi eru ekki nema 2 menn á móti liverjum 3 kon- um á aldrinum 20 til 40 ára. Fyrri styrjöldin og árin ]>ar á eftir höfðu valdið stórhreytingu á siðferðislnig- myndum almennings, ekki síst að því er snerti kynferðismálin. Áróður nas- ista fyrir mannfjölgun, sem ekki tók neitt tillit til eldri skoðana fólks á kynferðismálum, varð siður en svo til að laga það, sem aflaga liafði farið i skoðunum almennings á heimilinu sem kjarna þjóðfélagsins. Ekkert hendir til þess í dag að hin vaxandi lausung liafi verið stöðvuð, lieldur virðist Þýskaland fjarlægj'ast enn meir ljær skoðanir sem rikjandi eru í kyn- ferðismálum i Vestur-Evrópu. Hin snögga og mikla fækkun karl- manna á besta aldri hefir alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulíf Þjóðverja á komandi árum. Miðlungs-Þjóðverj- inn er eldri núna en hann var 1936 og þessvegna lilutfallslega stærri hluti af þjóðinni, sem ekki er starfandi fyr- ir framleiðsluna. Sú staðreynd að þýskur iðnaður framleiðir nú aðeins 30 til 45% af því sem hann gerði fyrir stríð, stafar fyrst og fremst af eyði- leggingunum og því að verksmiðjurn- ar hafa verið rifnar niður og fluttar burt. En hún stafar lika af því að hráefni vantar þvi að innflutningur- inn hefir minnkað svo stórkostlega og al' óstjórn. En versti þröskuldurinn í vegi efnahagslegrar viðreisnar Þýskalands er sá, að gott starfsfólk vantar. Púlsvinnumenn liða ekki að- eins af matarskorti, heldur eru það að miklu leyti konur og gamlir menn, sem starfa að endurreisn þýska iðn- aðarins og það veldur þvi að hún gengur enn hægar en ella niundi. Fæðingum, sem fækkaði stórum á striðsárunum, fjölgaði ekki þegar styrjöldinni lauk. Jafnvel enn cru þær færri en fyrir stríðið. Barna- dauðinn, sem fyrir stríð var minni i Þýskalandi en víðast annarsstaðar var tvöfalt meiri árið 1946 en 1936. Fyrir siðasta ár eru engar tölur til, en það er líklegt að matarskortur, léleg húsakynni og skortur á sjúkra- húsum og læknislijálp hafi komið - ý«Js5 C ( þyngst niður á þeim, sem veikastir voru fyrir, börnunum. Félagsmála- og efnahagsástæður og svo það að Þjóðverja skorti um það bil 10% á að geta endurnýjað sjálfa sig þegar harnafjölgunaráróður Hitlers stóð sem liæst, bendir í þá átt að Þjóð- verjum muni fara stórlega fækkandi eftir 10 til 20 ár. En um langt skeið verður íbúafjöldi Þýskalands samt of mikill. Nú eru íbúarnir 185 á hvern ferkm. og landið því eitt af þeim þéttbýlustu í Evrópu. Ástæðan til þessa eru fólksflutning- ar þeir, sem orðið hafa og fá hliðstæð dæmi eru til um. í ákvæðum Potsdam- samþykktarinnar segir, að 6,6 milljón Þjóðverjar skuli sendir heim úr þeim liluta Þýskalands sem Pólverjar og aðrir fengu. Hingað til hafa yfir 5 milljón Þjóðverjar verið „rifnir upp með rótum“ úr austurþýsku liéruðun- um, Súdetalöndum, Rúmeniu, Júgó- slavíu og öðrum austrænum löndum. Og hálf önnur milljón á eftir að flytja. — Heimsending hinna svokölluðu „volkedeutsche" — „kynbræðranna“ utan Þýskalands, sem hafa orðið verst fyrir barðinu á nasismanum, hefir skapað liin miklu vandræða þrengsli, sem Þjóðverjar verða nú að ráða bót á í landi því, sem sigurvegararnir skildu þeim eftir. Það voru þessir „volksdeutsche“ sem tóku nasismanum opnum örmum og sórust í fóstbræðralag við heima- nasistana, og þetta er skýring á Pots- dam-samþykktinni. Og nasistar sjálf- ir áttu upptökin að þjóðflutningum i stórum stil. En i Potsdam-Þýskalandi er innstreymið nýtt vandræðamál í ofanátag við öll önnur vandræði, sem ósigurinn bar í skauti sínu. Innflytj- endurnir eru allsendis ókunnir lifn- aðarháttunum eða afkomumöguleik- unum í Þýskalandi. Þeir eiga ekkert sameiginlegt með Þjóðverjum annað en málið. Og það einkennir ])essa flóttamannaskara, að þar eru miklu fleiri konur en karlar og miklu fleira af göndu fólki en ungu. Margt af þessu er bændafólk, en í Vestur- Þýskalandi — en þangað sækja flestir — er ekkert til af óræktuðu landi handa þessum innflytjendum að setj- ast að á. Töfraleyndardómur „stjarnanna“ birtist yður: „Hin væga Lux handsápa gerir húðina hreina og yndislega", segir hin heill- andi Jean Kent. Hin einfalda aðferð mun einnig gera það sama við yður. Að- eins að þvo sér með Lux liandsápu úr volgu vatni og skola síðan með köldu, og þér verðið frá yður numdar af hin- um nýja fegurðarblæ á hörundi yðar. HIN ILMANDI HVÍTA SÁPA KVIKMYNDASTJARNANNA. X-LTS 692-939-50 a LEVER product

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.