Fálkinn


Fálkinn - 21.01.1949, Qupperneq 7

Fálkinn - 21.01.1949, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 Geitafegrun. -— Telpunni finnst geitin ekki nógu fín og er því , að snyrta hana áður en hún fer með liana á landbúnaðar- sýningu í Olympia í London. Percy beið ósigur. — Þegar borgarstjórinn í London tekur við embætti 9 nóvember er jafnan mikið um dýrðir í borginni og hátíðleg skrúðganga um göturnar. Núna síðast skeði það við þetta tækifæri að 100 læknisstúdentar frá Bartolomew Hospital vildu fá að vera með í skrúð- göngunni með ,,verndarvætt“ sína, risavaxinn fíl úr pappa. En lögreglan vildi ekki leyfa þetta og tók fílinn, sem heitir „Percy“ af stúdentunum og ók honum burt á vörubifreið. — Áhorfendurnir skemmtu sér ágætlega og gleymdu sjálfum borgarstjóranum á meðan. Til vinstri: Til hægri: Óeirðir í Frakklandi. — Franska stjórnin hefir látið hart mæta hörðu í viðureigninni við verk- fallsmenn. Þessi mynd er frá Bethune í Norður-Frakklandi og sjást tveir verkfallsmenn vera að hjálpa félaga sínum, sem særst hefir í viðureign við lögregluna. Abdullah konungur í Jerúsalem. — Abdullah, konungur Transjordaníu, kom nýlega til Jerú- salem og gekk til bæna í Omar musterinu. Sést hann hér á leið til bænahaldsins. Fremst til vinstri er herstjóri Araba í Jerúsalem, Abdullah Bey al Tell. Hemingway í Venezia. — Hinn frægi ameríski rithöfundur Ern- est Hemingway er um þessar mundir í ltalíu og sést hér í Venezia með fjórðu konunni sinni. Þrátt fyrir leiðindaveður virðist hann vera í besta skapi. Hemingway hefir nýja bók l smíðum og hefir lokið við fyrstu 250.000 orðin. Juan D. Peron, forseti Argen- tínu, sem vann mikinn sigur við síðustu kosningar i landinu.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.